SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 45
28. nóvember 2010 45 Lífsstíll N ú um helgina gengur kakótíminn mikli í garð þegar aðventan hefst og smákökur og kakó eru reidd fram við hvert tækifæri. Mig langar strax að árétta að með heitu kakói á ég við það sem sumir kalla heitt súkkulaði. Alvöru heimagert með góðu súkkulaði og svo fullt af rjóma ofan á. Margar góðar minn- ingar tengjast rjúkandi heitum kakó- bolla. Allt frá kakóinu sem ég drakk sem lítil skíðastúlka í Bláfjöllum til ka- kósins sem móðursystir mín keypti handa mér á bar í Cambridge um tveimur áratugum síðar. Hún lét lauma út í það appelsínulíkjör og sjaldan eða aldrei áður hafði ég frussað út úr mér kakói. Ekki að þetta væri vont, mér bara brá svo mikið við að finna áfeng- isbragð af þessum saklausa drykk og hef ekki endurtekið slíka drykkju síð- an. Heitt kakó með ostasamloku klikkar aldrei, sérstaklega þegar farið er í lautar- eða skíðaferð. Um leið og snjóföl sést á jörðu og hitinn fer niður fyrir fimm gráður vaknar kakóaðdáandinn innra með mér fyrir alvöru. Hann liggur að mestu í dvala yfir sumarið en á veturna er frábært að byrja kaldan helgarmorgun með ljúffengum kakóbolla og nýbökuðum heimagerðum bollum. Ég vil helst hafa dálítið mikið af rjóma í mínu kakói og finnst nokkuð djarft að setja chili eða annað slíkt bragðefni út í drykkinn góða. Vinkona mín sagði mér um daginn að hún hefði smakkað slíkt í London á dögunum og fundist gott. Nú væri hún að gera tilraunir og myndi kannski halda eldheitt kakópartí ef það gengi vel. Gott og vel, ég ætla ekki að vera neinn kakófasisti svo það er um að gera að prófa eitthvað nýtt. Tel samt líklegt að ég muni enn halda mest upp á hið hefðbundna. Sumir prófa sig líka áfram með að blanda saman dökku og ljósu súkkulaði, jafn- vel hvítu. Svo er auðvitað engu líkt að nota lífrænt kakóduft, svo ekki sé talað um ef það er fair trade. Þá fer kakóið bara einhvern veginn öðruvísi niður í mallakútinn og yljar bæði líkama og sál. Þegar nær dregur jólum er sunnu- dagskaffi á aðventunni með kakói og smákökum ómissandi. Ég læt yfirleitt móður mína um að bera þetta í mig en faðir minn er þó einnig orðinn liðtækur í kakógerð nú í seinni tíð. Eins og með margt held ég að æfingin skapi meistarann þegar kemur að þeirri list að laga heitt kakó. Ég geri það stund- um sjálf og vanda mig mikið en það verður aldrei alveg eins og hjá mömmu. Jafnvel þótt ég setji vanillu út í og allt saman. Ætla þó eigi að örvænta heldur taka minn tíma í þetta og eftir x mörg ár verð ég örugglega færandi skæl- brosandi barnabörnum besta kakóið hennar ömmu! Kakó og kökur Aðventan hefst um helgina og þá gengur kakótíminn í garð. Fátt er betra en bolli af rjúkandi heitu kakói með rjóma og ný- bökuðum smákökum. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Fátt er betra en að sitja inni í snjókomu og kulda með ilmandi kakóbolla og gæða sér á smákökum með. Morgunblaðið/Frikki ’ Um leið og snjó- föl sést á jörðu og hitinn fer nið- ur fyrir fimm gráður vaknar kakóaðdáand- inn innra með mér fyrir alvöru. Þegar kalt er í veðri er gott að fá sér heitt súkkulaði og ekki verra ef það rífur dálítið í. Sérstaklega ef maður er með kvef. Hér kemur uppskrift að heitu chilli-súkkulaði sem ætti að ná að trylla bragðlaukana dálítið. Í þetta eldheita súkkulaði þarf 1 lítra af mjólk, tvö rauð chilli, 200 g af góðu súkkulaði og 200 ml af rjóma. Skerið chilli-ið í tvennt og fjarlægið fræin. Hitið síðan mjólkina með chilli-inu út í, fjarlægið það síðan og bætið út í súkkulaðinu og rjómanum. Ef þú vilt hafa súkkulaðið sterkara skaltu hafa chilli-ið úti í allan tíma. Leyfið svo öllu að blandast saman í rólegheitunum. Súkkulaði sem rífur í Chilli og súkkulaði getur farið mjög vel saman. Heitt súkkulaði eða kakó er alltaf vel þegið og tilvalið vinarhót að búa til nokkra góða bolla þegar gesti ber að garði. Söngkonan Lady Gaga er greinilega alveg með þetta á hreinu. Fyrr í haust var hún svo rausnarleg að bjóða írskum aðdáendum sín- um, sem beðið höfðu heila nótt fyrir utan hót- el hennar í þeirri von að berja stjörnuna augum, ilmandi heitt kakó. Söngkonan sendi lífvörð sinn út á örkina til að kanna hversu margir væru að bíða til að allir fengju nú bolla. Eftir það fengu allir sinn bolla og vakti þessi gaga gjörningur mikla lukku en aðdáendurnir sátu skælbrosandi fyrir á myndum með kakóbollana. Sennilega ekki það vit- lausasta sem Lady Gaga hefur gert en hún er þekkt fyrir nokkuð óvenjuleg uppátæki og öðruvísi og oft ögrandi sviðsframkomu á tónleikum. Hún hefur greinlega ætlað að sjá til þess að írskir aðdáendur myndu minnast hennar með yl bæði í hjarta og lík- ama. Alveg Gaga heitt kakó Uppátæki söngkonunnar eru af ýmsum toga. Samkvæmt elstu heimildum var kakórækt hafin á sjöundu öld og jafn- vel fyrr. Það voru Mayar sem urðu fyrstir til að rækta kakórunna og nota í bragðmikinn drykk sem þeir kölluðu xocolatl og þaðan er orðið súkkulaði komið. Kakó varð fyrst vinsælt í Evr- ópu eftir að hafa borist þangað frá Mexíkó og var lengi vel notað til að lækna ýmsa kvilla eins og magapest- ir. Í dag er heitt kakó drukkið um víða veröld en áferð þess er nokkuð mis- jöfn eftir löndum. Á Ítalíu er kakóið til að mynda mjög þykkt borið saman við það sem þekkist hér og í lönd- unum í kringum okkur. Lúxus á 17. öld Kakó varð fljótt vinsælt í Evrópu en það ku fyrst hafa borist til Spánar og varð efri stéttin afar hrifin af því. Þar í landi varð kakó meira að segja part- ur af heimanmundinum þegar spænsk fyrirmenni voru gift öðru erópsku mektarfólki. Hirð Karls fimmta hafði líka ekkert á móti góð- um kakóbolla en á þessum tíma var kakó afar dýrt í Evrópu og var alvöru lúxusvara. Evrópubúar gerðu þó kakó- ið að sínu og vildu hafa það sætara en hin upprunalega uppskrift Ma- yanna sagði til um og án chilis. Því var bætt út í það sykri til að vega upp á móti beiskjunni og vanilla not- uð í stað chilisins. Kakóið var þannig drukkið í lítratali og víða opnuð fín kakókaffihús þar sem bollinn kostaði sannarlega sitt. Kakóbollinn var lúxus Mayar urðu fyrstir til að rækta kakórunna og nýta hann til að búa til kakó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.