SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 53
28. nóvember 2010 53
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfn • Setur • Sýningar
KARL KVARAN 17.11. 2010 - 13.2. 2011
ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012
AÐVENTUDAGSKRÁ - sunnudaginn 28. nóv. kl. 14.
Trúarleg stef í myndlist - Rakel Pétursdóttir safnafræðingur með
leiðsögn um sýninguna Áfanga. LISTSMIÐJA fyrir börn.
SAFNBÚÐ Listasafns Íslands
LAGERÚTSALA á listaverkabókum og gjafakortum.
Allt að 70% afsláttur.
Ókeypis aðgangur í safnið alla miðvikudaga.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga
Allir velkomnir! www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi.
Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd.
„Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar
og Unnar Jökulsdóttur. Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta.
Í ljósi næsta dags. Sýning um þýðingarstörf, skáldverk og baráttumál
Sigurðar A. Magnússonar, rithöfundar.
Sýningin Guðmundur og Samarnir.
Málverk Guðmundar Einarssonar frá Miðdal úr ferðum hans
um lönd Sama í Finnlandi og munir tengdir menningu þeirra.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is
NÝLISTASAFNIÐ
Bjarni H. Þórarinsson
Sjónþing: Upprifjun og yfirlit
Sýningin á verkum Bjarna H. Þórarinssonar stendur til 5. des. 2010
Sunnudaginn 28. nóvember kl. 15 verða Bjarni H. Þórarinsson og
Jón Proppé, listheimspekingur, með spjall og leiðsögn um sýninguna.
Föstudaginn 10. desember kl. 17 opnar stuttsýningin TÍMI;
sýning átta lokaársnema í Myndlistardeild Listaháskóla Íslands.
Sýningin er einnig opin laugardaginn 11. desember kl.15-18.
Nýlistasafnið er lokað frá 12. desember 2010 til 8. janúar 2011.
Opið þriðjudag - sunnudags kl. 12-17 og eftir samkomulagi
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
www.nylo.is, nylo@nylo.is, Skúlagötu 28, 101 Reykjavík
Listasafn Reykjanesbæjar
TÓMT – J.B.K.Ransu
“Að ramma inn tómt”
Byggðasafn Reykjanesbæjar:
Völlurinn
Bátasafn Gríms Karlssonar:
100 bátalíkön
Opið virka daga 12.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
VÍKINGAHEIMAR
Skipið Íslendingur og
sögusýning
- Söguleg skemmtun
VÍKINGABRAUT 1
- REYKJANESBÆ
Opið alla daga
frá 11:00 til 18:00
Sími 422 2000
www.vikingaheimar.com
info@vikingaheimar.com
„SIGGA HEIMIS“
11.9.2010 - 30.1. 2011
Sýnishorn úr Safneign
Opið alla daga nema mánudaga
kl. 12-17.
Verslunin Kraum í anddyri
og kaffiveitingar.
Garðatorgi 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
Listasafn Kópavogs
Gerðarsafn
Veiðimenn Norðursins
Andlit Aldanna
Ljósmyndir Ragnars Axelssonar
Sýningin stendur til 28.11.2010
Ókeypis aðgangur
Safnið er opið kl. 11-17
alla daga nema mánudaga
www.gerdasafn.is
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN ASÍ
27. nóv. til 19. des. 2010
Þar spretta laukar
Áslaug Thorlacius, Finnur Arnar
Arnarson, Salvör, Kristján,
Hallgerður og Helga Thorlacius
Finnsbörn búa með fjölskyldunni í
safninu
Safnið er opið 13-17
alla daga nema mánudaga
Aðgangur ókeypis
Freyjugötu 41, 101 Rvk
www.listasafnasi.is
GEYSISSTOFA –
MARGMIÐLUNARSÝNING
Í nútímalegu margmiðlunar-
safni á Geysi er að finna
margskonar fróðleik um
náttúru Íslands.
OPIÐ: alla daga 10.00-17.00.
AÐGANGSEYRIR: 1.000 KR.
Afsláttur fyrir námsmenn,
eldri borgara og hópa
Geysir í Haukadal, sími 480 6800
www.geysircenter.is
Hver var W.G. Collingwood?
Málþing í tengslum við sýninguna
Sögustaðir – í fótspor W.G. Collingwoods
Laugardaginn 27. nóvember kl. 13 – 15
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!
Fjölbreyttar sýningar fyrir alla fjölskylduna!
Jólavörurnar komnar í safnbúð
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Þjóðleg fagurfræði
12 listamenn – tvennra tíma
Dagskrá 1. des. kl. 20
Orðlist, tónlist,
kertaljós og piparkökur
OPIÐ: fi.-su. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
30. október – 2. janúar 2011
Gjörningaklúbburinn - TIGHT
Eggert Pétursson - Málverk
Sunnudagur 28. nóvember kl. 20
– Klassík við kertaljós
Tríó Reykjavíkur
Opið 12-17, fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
S
igurðar saga fóts segir
frá feðgum sem hefjast
til æðstu metorða í
viðskiptalífinu á Ís-
landi, uppgangi þeirra og örlög-
um. Höfundur rekur söguna frá
millistríðsárunum. Forfaðir að-
alsöguhetjunnar selur lax-
veiðihlunnindin undan bújörð
sinni og greiðir leið auðugrar og
valdamikillar
ættar inn í
sveitina. Það
leiðir til upp-
lausnar
bænda-
samfélagsins og
hefur ýmis
áhrif á fjöl-
skylduna. Úr
þessum dal
liggur leiðin í gegn um hermang,
brask, skuldafen fyrirtækja og
yfirtökur upp á hæstu hæðir í
höfuðborginni, í forystu Stóra
Þjóðbankans.
Sigurðar saga Fóts – íslensk
riddarasaga er önnur skáldsaga
Bjarna Harðarsonar. Hann sendi
frá sér bókina Svo skal dansa á
síðasta ári.
Sagan um Sigurð fót á fátt
sameiginlegt með samnefndri
riddarasögu frá fimmtándu öld
sem Íslendingar skemmtu sér vel
við í baðstofunum, annað en
nafn sitt og aðalsöguhetjunnar.
Hetjan er óneitanlega fyrirferð-
armikil á síðum bókarinnar,
konur og átök. Þá kemur brenni-
vín, dóp og kynlíf einnig við
sögu, eins og ef til vill tilheyrir í
nútíma íslenskri riddarasögu.
Höfundurinn notar ákveðin
minni úr texta Megasar við lagið
Furstinn og segir frá því að lagið
hafi verið drifkraftur við ritun
sögunnar.
Sigurðar saga fóts hefur sögu-
legan kjarna. Höfundur tínir til
ýmislegt sem gerst hefur – eða
gæti hafa gerst, lagfærir, ýkir og
bætir við og spinnur úr því eigin
sögu um ris og fall við-
skiptaveldis. Kunnuglegir drætt-
ir eru fengnir að láni hér og þar
frá útrásarriddurum Íslands.
Sumir þeirra koma meira við
sögu en aðrir en þó ekki í einni
sögupersónu því þær eru blandaðar.
Höfundurinn er fundvís á ýmis
skondin atvik úr lífi venjulegs fólks
sem flestir ættu að kannast við og
jafnvel talið sína persónulegu upp-
lifun. Þá er sagan hlaðin skemmti-
legum lýsingum á atburðum og sam-
skiptum fólks og tilsvörum.
Þetta margtuggna efni er tekið
nýjum tökum og frásagnargleðin
ræður ríkjum. Bókin er því hin
skemmtilegasta lesning.
Riddari
útrásarinnar
Bækur
Sigurðar saga fóts
bbbnn
Eftir Bjarna Harðarson
Sæmundur 2010
Helgi BjarnasonBjarni Harðarson tekur efnið nýjum tökum „og frásagnargleðin ræður ríkjum.“
Bandaríski rit-
höfundurinn
Jaimy Gordon
hlaut á dög-
unum hin
bandarísku
National Book
Award, í flokki
skáldsagna,
fyrir sína
fjórðu sögu, Lord of Misrule.
Niðurstaða dómnefndar kom
mörgum á óvart, ekki síst Gord-
on sjálfri. Þótt dómar hafi verið
lofsamlegir um fyrri bækur
hennar hafa þær selst í litlu
upplagi.
Sögunni er lýst sem „und-
arlegri“ og töfrum hlaðinni, en
hún fjallar um heim knapa og
kappreiðahrossa í Virginíu.
Gordon
vann
Jaimy Gordon