SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 25
28. nóvember 2010 25 pólitískar ræður alla ævi og er enn að halda ræður um áhugamál mín. En ég er ekki í ræðupúltinu að messa um pólitík þegar ég sest niður til að skrifa sögu. Vissulega má þó greina í ýmsu sem ég hef gert að ég hef mikinn áhuga á sjálfstæði þjóðarinnar. Ég er eindreginn sjálfstæðis- sinni, ef ekki sjálfstæðismaður í víðri merk- ingu þess orðs. Ég var ekki nema sex ára þegar Ísland varð lýðveldi og mér fannst strax mikilvægt að Íslendingar varðveittu þá gersemi sem sjálfstæðið er og gættu þess að hlúa að því og glata því ekki úr höndum sér. Þessi hugsun hefur einkennt stjórn- málaferil minn. Fyrsta leikritið mitt sem sett var á svið, Uppreisn á Ísafirði, fjallaði með vissum hætti um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og sú barátta var auðvitað merkjanleg í skáldsögu minni um Jörund hundadagakonung. Sjálf- stæðismál eru stór hluti af þessari nýju sögu, það er að segja sjálfstæðisbarátta Skota. Ég er alltaf jafn undrandi á þeim sagn- fræðingum sem reyna að telja okkur trú um það að sjálfstæðishugur þjóða hafi varla verið til fyrr en kom fram á 19. öldina þeg- ar rómantíkerar hafi spanað upp hug- myndir um sjálfstæði þjóða. Þetta er hinn mesti misskilningur. Sjálfstæðisþrá þjóða er ævaforn staðreynd og kom auðvitað afar skýrt fram í ákafri baráttu Skota öldum saman fyrir því að vera sjálfstæð þjóð. En Englendingar tröðkuðu sjálfstæði þeirra niður með markvissum hætti þar til Skotar glötuðu því endanlega. Það er dapurlegt hlutskipti þjóðar að glata sjálfstæði sínu. En nú er reyndar sívaxandi hreyfing í Skot- landi fyrir endurheimt sjálfstæðis.“ málaráðherra og síðar fjármálaráðherra fylgdi því sú kvöð eða það yndi að vera boðið á allar frumsýningar hjá leikhús- unum. Þar áttum við hjónin föst sæti og vorum oftast mætt. Þessar tíðu leik- húsferðir höfðu smitandi áhrif á mig að því leyti að það vaknaði hjá mér að nýju löng- unin til að semja leikverk. Ég var í miðju kafi í fjárlagagerðinni í fjármálaráðuneyt- inu þegar ég byrjaði á ný að skrifa og þótt mikið væri að gera skrifaði ég eitthvað á hverjum degi. Mér fannst vera hvíld í því. Ég skrifaði sem sagt heilmikið meðan ég var í fjármálaráðuneytinu og var meðal annars búinn að gera uppkast að leikritinu Uppreisn á Ísafirði þegar ég hætti þar.“ Þú ert fyrrverandi stjórnmálamaður, mjög áberandi í pólitík á sínum tíma. Er einhver boðskapur í skáldverkum þínum eða ertu bara að segja sögu? „Ég hef alltaf haft mikla vantrú á því að höfundur eigi að koma skoðunum sínum freklega á framfæri í skáldverki. Það hefur eyðilagt marga söguna og margt leikritið. Leikritaskáld sem setur boðskap sinn í lokasetningu verksins eyðileggur leikritið. Það er ekki hlutverk skáldsagnahöfundar, leikritahöfundar eða ljóðskálds að semja áróðurstexta. Að vísu getur höfundurinn stundum hitt í mark rétt í svip, eins og núna þegar fjölmargir eru að hamast við að skrifa verk sem tengjast hruninu. Ég er alls ekki að gagnrýna það. En mér finnst að grunnurinn eigi að vera góð saga og lifandi persónur. Síðan hafa flestir höfundar sínar persónulegu skoðanir á málefnum og þær skila sér í gegnum söguna á margvíslegan hátt. Ég hef verið önnum kafinn við að flytja fræði og hafði engan áhuga á að fást við sagnfræði. Ég var reyndar líka staðráðinn í að fara ekki í stjórnmál. Ég hafði vissa við- urstyggð á stjórnmálum, fannst þau óhrein og fráhrindandi á margan hátt, en fylgdist þó afar vel með þeim. En svo fór að ég rétti út litla fingurinn með því að taka þátt í fundaferðalagi um Ísland sem náinn vinur minn, Jónas Árnason rithöfundur, stóð fyrir, og áður en ég vissi var ég orðinn rit- stjóri vikublaðsins Frjálsrar þjóðar, tuttugu og tveggja ára gamall, og þurfti svo til einn að skrifa átta síðna vikublað. Þetta var slíkt kapphlaup við tímann að það tók sannarlega á taugarnar. En einnig mikill reynslutími og góður skóli. Þá var það sem stjórnmálin tóku mig til sín og ég var beð- inn um að fara í framboð tuttugu og þriggja ára gamall. Minn pólitíski ferill þróaðist á þann veg, eins og oft vill verða, að litli fingurinn var fyrst tekinn, svo höndin og loks maðurinn allur. Eftir það varð ekki aftur snúið og ég hugsaði ekki um neitt annað en stjórnmál næstu tuttugu árin. Þannig er nú galdurinn á bak við stjórnmálin, hann fangar mann með þess- um hætti. Í sumar voru fimmtíu ár liðin frá því ég varð atvinnumaður í stjórnmálum.“ Skáldskapur í fjármálaráðuneytinu Þá hefur verið lítill tími fyrir skrif, en fannstu ekki til löngunar til að skrifa? „Ég var kominn á kaf í stjórnmálin og það var ekki neinn friður til annars. Frá unga aldri hafði ég áhuga á listum og bók- menntum. Ég lék í skólaleikritum og skrif- aði smásögur og leikrit í menntaskóla, en þegar ég kom í pólitíkina hætti ég öllu slíku. Þegar ég var sestur í stól mennta- Margrétar en ensk, norsk og skosk sagn- fræði.“ Hafði viðurstyggð á stjórnmálum Og íslenskar heimildir segja að Margrét hafi lifað af? „Já, það kemur skýrt fram í Lögmanns- annál sem Einar sonur Hafliða prests rit- aði. Þar segir hann frá því hvernig faðir hans leit á þetta mál. Ég byggi mína sögu á því sjónarhorni.“ Heldurðu að það sé rétt sjónarhorn? „Já, ég efast ekki um það. Reyndar var það svo að allur al- menningur í Noregi og Skotlandi eða á Orkneyjum trúði því að sú söguskoðun væri hin rétta eins og meðal annars má sjá í frægu danskvæði um Margréti sem Fær- eyingar varðveittu. En valdamennirnir trúðu þessu ekki, þeir höfðu afgreitt málið og það þjónaði ekki hags- munum þeirra að við- urkenna að þeim hefði skjátlast.“ Þú hefur skrifað bæði skáldsögur og leikrit og í verkum þínum byggirðu oft á sögulegum atburðum. Hafðirðu áhuga á sögu sem ungur maður? „Ég býst við að Ólafur Hansson, kennari minn í sögu í menntaskóla, hafi ekki talið mig neitt sérstaklega efnilegan mannkyns- sögunemanda, enda var ég miklu skárri í stærðfræði og eðlisfræði og ýmsum náms- greinum sem snúa að vísindum. Þegar ég var ungur maður íhugaði ég að læra verk- Morgunblaðið/Golli ’ Ég hef alltaf haft mikla vantrú á því að höf- undur eigi að koma skoðunum sínum freklega á framfæri í skáldverki. Það hefur eyðilagt marga söguna og margt leikritið. Leikrita- skáld sem setur boðskap sinn í lokasetningu verksins eyði- leggur leikritið. Það er ekki hlutverk skáldsagnahöf- undar, leikritahöfundar eða ljóðskálds að semja áróð- urstexta. tb r h ö n n u n •t b r@ ta ln e t.i s Sölustaðir : N1, Bónus, Hagkaup, Pósturinn, Kaffitár,Te og kaffi , Epal, Hrím, Kraum , Sirka, Melabúðin, Valfoss, Rauðakrossbúðirnar, Mál og menning, Debenhams, Mýrin, Minja, Iða, Vínberið, Háma, Hrafnistubúðin Laugarási, Garðheimar, Office1, Galleri Sautján-Kringlunni og Smáralind Allur ágóði af sölunni rennur til Krabbameinsfélags Íslands 100 g poki kostar 500 kr. „Fáðu þér gott fyrir gott“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.