SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Qupperneq 22

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Qupperneq 22
22 28. nóvember 2010 Sigmundur rekur mörg minnisstæð atvik og vitnar til mergjaðra blaðaskrifa í bók- inni. Lítum á dæmi: „Sá einstæði atburður gerðist á leik Fram og KR, þegar Knud Jörgensen, leik- maður Fram, meiddist, að einn áhorfandi leiksins sakaði Kristján Grímsson, lækni, um ölvun. Þó nokkur læti urðu í kringum uppákomuna, þannig að það þurfti að kalla á lögreglu til að skerast í leikinn. Kristján neitaði – ákveðið var að gera áfengisrann- sókn á Kristjáni, enda samþykkti hann það undir eins og taldi það einmitt æskilegt. Niðurstöður blóðprufu sýndu að Kristján hafði ekki sopið á áfengum drykk en Krist- ján er kunnur að því að vera reglumaður hinn mesti. Sannleikurinn í málinu mun vera sá, að Kristján er ekki vanur læknir á íþróttavell- inum og þekkir ekki þær venjur, sem þar eru viðhafðar.“ Útvarp Melavöllur Daginn sem Íslandsmótið hófst 1931 mátti lesa þetta í Dagbók Morgunblaðsins: „Hljómleikum verður víðvarpað öðru hverju allan leikinn. Á milli hálfleika verður eftirhermum og gamanvísum víðvarpað af plötu, sem Bjarni Björnsson talar og syng- ur á. Nýtur það sín ágætlega í hinum nýju og fullkomnu viðtækjum vallarins.“ Blaðið Árvakur sagði frá því 1914 að íþróttir og hreyfing væri besta meðal við offitu: „Knattspyrna er ágætt megr- unarmeðal, en það er ekki ráðlegt nema fyrir vel hrausta menn að iðka þá íþrótt, vegna hinna miklu hlaupa, áköfu og snöggu hreyfinga.“ Þannig var sagt frá í Vísi þegar einn leik- maður KR reyndi að bjarga skoti, sem samherji hans átti á eigið mark í leik KR og Fram 1913, 0:2. „Kristinn setur fótinn hátt í loft upp og slær boltann lengra aftur og inn í sitt eigið mark, af svo miklu afli og forsi, að markvörður fékk engu tauti við komið. Er þetta víst einsdæmi.“ Árið 1914 var fyrsta vítaspyrnan í op- inberum kappleik á Íslandi. Þannig var les- endum Vísis sagt frá: „Þá er knötturinn settur beint fyrir fram- an markið, 12 fet fyrir framan það, og að- eins einn maður má verja. Pétur Magn- ússon, einn af berserkjum Fram-manna sparkar þá þegar er dómarinn flautar, og knötturinn þýtur eins og fallbyssukúla inn um mark Reykjavíkurmanna, rétt við stöng- ina aðra, mátulega langt frá markmann- inum til þess, að hann náði knettinum ekki.“ Stúlkur í nýjum sumarkjólum Þær voru oft skemmtilegar frásagnirnar frá Melavellinum, eins og sjá má á frásögn Kjartans Þorvarðssonar í Morgunblaðinu eftir fyrsta leik Íslandsmótsins 1935: „Þegar Guðjón Einarsson, dómari, gaf merki um að fyrsti kappleikur mótsins væri byrjaður, voru áhorfendur orðnir hátt á ann- að þúsund manns. Þarna voru ungu stúlk- urnar í nýjum sumarkjólum og kápum, með fallega sumarhatta og þær „tóku sig vel út“. Og þarna voru ungu mennirnir og „skiptu spilinu“ með því að horfa ýmist á leikinn eða stúlkurnar.“ Loks er hér smáauglýsing í Ísafold 1. júní 1907 frá versluninni Edinborg: „Hefur nú með síðustu skipsferðum fengið afar mikið úrval af útlendum skófatnaði, t.d. fótbolta-stígvél af bestu tegund.“ Ekki alltaf röndóttir. KR-liðið í upphafi Ís- landsmótsins 1946. Óli B. Jónsson, Bergur Bergsson, Kjartan Einarsson, Birgir Guð- jónsson, Karl Karlsson, Jón Jónasson, Hörð- ur Óskarsson, Ari Gíslason, Ólafur Hann- esson, Haraldur Guðmundsson og Hafliði Guðmundsson. Læknir grunaður um ölvun Gjörþekkir kappa frá 1920 En það er ekki nóg að hafa myndina, hver mynd á sér nefnilega sögu. Hvar og hve- nær var hún tekin og hverjir eru á henni? Sigmundur hefur sökkt sér í að upplýsa þetta og þekkir ófáa kappana orðið í sjón. „Hörður Felixson gerði því skóna um daginn að ég væri farinn að þekkja leik- menn sem voru upp á sitt besta um 1920 betur en þá sem eru að leika í dag,“ segir Sigmundur hlæjandi. Fyrsta bindi sögu Íslandsmótsins hefst á forleik, þar sem þróun tuðrusparks á Íslandi er rakin allt frá árinu 1892 fram að fyrsta Íslandsmótinu 1912. „Ég byrja á því hvernig knattspyrnan náði fótfestu hér á landi og linni ekki látum fyrr en Rík- harður og Eyleifur voru bornir út af í sögulegum úrslitaleik ÍA og KR um Ís- landsmeistaratitilinn 1965. Þar með lauk gullöld Skagamanna sem hófst 1951 og líka gullöld KR sem hófst með Þórólfi Beck 1959. Það ár gerðu KR-ingar sér lít- ið fyrir og fengu fullt hús stiga í fyrstu tvöföldu umferð Íslandsmótsins,“ segir Sigmundur. Hann segir úr mismiklum heimildum að moða en sum árin var lítið fjallað um knattspyrnu í íslenskum blöðum. „Ætli það hafi ekki helgast af áhuga þeirra sem störfuðu á ritstjórnunum hverju sinni. Stundum fór meira pláss í að greina frá því hverjir voru að koma heim með skip- um frá útlöndum,“ segir Sigmundur og brosir. Fimm daga framhaldssaga Öfgarnar gátu vissulega verið í hina átt- ina. Þannig fjallaði eitt blaðanna um 2:0- sigur Fram á KR sumarið 1913 í fimm daga. „Úr varð bráðskemmtileg fram- haldssaga,“ segir Sigmundur. Ætli það hafi verið gúrka? Á heildina litið þykir Sigmundi um- fjöllun um knattspyrnu í blöðunum hafa verið þokkaleg fyrstu árin. „Athygli vek- ur að gjarnan var deilt hart á menn. Stóru orðin ekki spöruð. Fréttamenn mættu gjarnan taka það sér til fyrirmyndar í dag,“ segir hann sposkur. „En umfjöll- unin var líka oft á léttu nótunum.“ Margt kyndugt hefur komið upp úr krafsinu. Til dæmis hefur Sigmundur fundið heimildir fyrir því að a.m.k. tveir menn hafi varið markið með gleraugu á nefinu. Stefán Ólafsson skákmaður sem lék með Val í kringum 1920 og Einar Björnsson, markvörður KA, síðar Vals- maður og íþróttafréttamaður Alþýðu- blaðsins, 1929. Gagnabanki Sigmundar er orðinn mik- ill að vöxtum. Hvað ætlar hann að gera við hann þegar bækurnar verða komnar út? „Gögnin munu vonandi enda hjá knattspyrnufélögunum sjálfum. Með einu skilyrði: Að þau týni þeim ekki!“ Sjálfur er Sigmundur ekki laus allra mála næsta haust en hann hefur einnig skuldbundið sig til að skrifa sögu íslenska landsliðsins í knattspyrnu fyrir KSÍ. Það verk hefur hann að hluta unnið meðfram þessu en áætlað er að sú bók komi út á árinu 2012. Spurður hvort enn fleiri bæk- ur séu í pípunum glottir hann kankvís út í annað. „Það er aldrei að vita.“ Bræður frá Blómsturvöllum. Magnús og Þor- steinn Einarssynir á æfingu á Melavellinum. Þorsteinn „Steini mosi“ var einn mesti markahrókur KR-inga á árunum 1923-39. Komu til dyranna eins og þeir eru klæddir. Dómarinn Þorlákur Þórðarson, Víkingi, ásamt línuvörðunum Sigurði Ólafssyni, Val, og Jóni Þorlákssyni, Fram. Mjög umdeilt atvik á Melavellinum 1950. Benedikt Vestmann, bakvörður ÍA, stendur með hægri fótinn á marklínu og spyrnir knettinum með vinstri fæti – eftir skot frá Ara Gíslasyni, sem sést ekki á myndinni. Á myndinni er markvörður ÍA, Magnús Kristjánsson, og fyrir fram- an markið KR-ingurinn Hörður Óskarsson. Var knötturinn kominn inn fyrir marklínu þegar Benedikt spyrnti í hann? Dómarinn dæmdi ekki mark, en KR-ingar vildu fá mark dæmt. Leiknum lauk með jafntefli, 1:1. ’ Ein fullorðin kona lét sig til að mynda ekki muna um að pússa upp verðlaunasafn föður síns fyrir myndatöku. Sigmundur er ennþá á höttunum eftir heim- ildum, ekki síst gömlum ljósmyndum. Hafi fólk þær í fórum sínum má gjarnan hafa sam- band við hann í síma 553 2406 eða á netföng- in soss@simnet.is og 100.knattspyrna@ gmail.com.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.