SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 22
22 28. nóvember 2010 Sigmundur rekur mörg minnisstæð atvik og vitnar til mergjaðra blaðaskrifa í bók- inni. Lítum á dæmi: „Sá einstæði atburður gerðist á leik Fram og KR, þegar Knud Jörgensen, leik- maður Fram, meiddist, að einn áhorfandi leiksins sakaði Kristján Grímsson, lækni, um ölvun. Þó nokkur læti urðu í kringum uppákomuna, þannig að það þurfti að kalla á lögreglu til að skerast í leikinn. Kristján neitaði – ákveðið var að gera áfengisrann- sókn á Kristjáni, enda samþykkti hann það undir eins og taldi það einmitt æskilegt. Niðurstöður blóðprufu sýndu að Kristján hafði ekki sopið á áfengum drykk en Krist- ján er kunnur að því að vera reglumaður hinn mesti. Sannleikurinn í málinu mun vera sá, að Kristján er ekki vanur læknir á íþróttavell- inum og þekkir ekki þær venjur, sem þar eru viðhafðar.“ Útvarp Melavöllur Daginn sem Íslandsmótið hófst 1931 mátti lesa þetta í Dagbók Morgunblaðsins: „Hljómleikum verður víðvarpað öðru hverju allan leikinn. Á milli hálfleika verður eftirhermum og gamanvísum víðvarpað af plötu, sem Bjarni Björnsson talar og syng- ur á. Nýtur það sín ágætlega í hinum nýju og fullkomnu viðtækjum vallarins.“ Blaðið Árvakur sagði frá því 1914 að íþróttir og hreyfing væri besta meðal við offitu: „Knattspyrna er ágætt megr- unarmeðal, en það er ekki ráðlegt nema fyrir vel hrausta menn að iðka þá íþrótt, vegna hinna miklu hlaupa, áköfu og snöggu hreyfinga.“ Þannig var sagt frá í Vísi þegar einn leik- maður KR reyndi að bjarga skoti, sem samherji hans átti á eigið mark í leik KR og Fram 1913, 0:2. „Kristinn setur fótinn hátt í loft upp og slær boltann lengra aftur og inn í sitt eigið mark, af svo miklu afli og forsi, að markvörður fékk engu tauti við komið. Er þetta víst einsdæmi.“ Árið 1914 var fyrsta vítaspyrnan í op- inberum kappleik á Íslandi. Þannig var les- endum Vísis sagt frá: „Þá er knötturinn settur beint fyrir fram- an markið, 12 fet fyrir framan það, og að- eins einn maður má verja. Pétur Magn- ússon, einn af berserkjum Fram-manna sparkar þá þegar er dómarinn flautar, og knötturinn þýtur eins og fallbyssukúla inn um mark Reykjavíkurmanna, rétt við stöng- ina aðra, mátulega langt frá markmann- inum til þess, að hann náði knettinum ekki.“ Stúlkur í nýjum sumarkjólum Þær voru oft skemmtilegar frásagnirnar frá Melavellinum, eins og sjá má á frásögn Kjartans Þorvarðssonar í Morgunblaðinu eftir fyrsta leik Íslandsmótsins 1935: „Þegar Guðjón Einarsson, dómari, gaf merki um að fyrsti kappleikur mótsins væri byrjaður, voru áhorfendur orðnir hátt á ann- að þúsund manns. Þarna voru ungu stúlk- urnar í nýjum sumarkjólum og kápum, með fallega sumarhatta og þær „tóku sig vel út“. Og þarna voru ungu mennirnir og „skiptu spilinu“ með því að horfa ýmist á leikinn eða stúlkurnar.“ Loks er hér smáauglýsing í Ísafold 1. júní 1907 frá versluninni Edinborg: „Hefur nú með síðustu skipsferðum fengið afar mikið úrval af útlendum skófatnaði, t.d. fótbolta-stígvél af bestu tegund.“ Ekki alltaf röndóttir. KR-liðið í upphafi Ís- landsmótsins 1946. Óli B. Jónsson, Bergur Bergsson, Kjartan Einarsson, Birgir Guð- jónsson, Karl Karlsson, Jón Jónasson, Hörð- ur Óskarsson, Ari Gíslason, Ólafur Hann- esson, Haraldur Guðmundsson og Hafliði Guðmundsson. Læknir grunaður um ölvun Gjörþekkir kappa frá 1920 En það er ekki nóg að hafa myndina, hver mynd á sér nefnilega sögu. Hvar og hve- nær var hún tekin og hverjir eru á henni? Sigmundur hefur sökkt sér í að upplýsa þetta og þekkir ófáa kappana orðið í sjón. „Hörður Felixson gerði því skóna um daginn að ég væri farinn að þekkja leik- menn sem voru upp á sitt besta um 1920 betur en þá sem eru að leika í dag,“ segir Sigmundur hlæjandi. Fyrsta bindi sögu Íslandsmótsins hefst á forleik, þar sem þróun tuðrusparks á Íslandi er rakin allt frá árinu 1892 fram að fyrsta Íslandsmótinu 1912. „Ég byrja á því hvernig knattspyrnan náði fótfestu hér á landi og linni ekki látum fyrr en Rík- harður og Eyleifur voru bornir út af í sögulegum úrslitaleik ÍA og KR um Ís- landsmeistaratitilinn 1965. Þar með lauk gullöld Skagamanna sem hófst 1951 og líka gullöld KR sem hófst með Þórólfi Beck 1959. Það ár gerðu KR-ingar sér lít- ið fyrir og fengu fullt hús stiga í fyrstu tvöföldu umferð Íslandsmótsins,“ segir Sigmundur. Hann segir úr mismiklum heimildum að moða en sum árin var lítið fjallað um knattspyrnu í íslenskum blöðum. „Ætli það hafi ekki helgast af áhuga þeirra sem störfuðu á ritstjórnunum hverju sinni. Stundum fór meira pláss í að greina frá því hverjir voru að koma heim með skip- um frá útlöndum,“ segir Sigmundur og brosir. Fimm daga framhaldssaga Öfgarnar gátu vissulega verið í hina átt- ina. Þannig fjallaði eitt blaðanna um 2:0- sigur Fram á KR sumarið 1913 í fimm daga. „Úr varð bráðskemmtileg fram- haldssaga,“ segir Sigmundur. Ætli það hafi verið gúrka? Á heildina litið þykir Sigmundi um- fjöllun um knattspyrnu í blöðunum hafa verið þokkaleg fyrstu árin. „Athygli vek- ur að gjarnan var deilt hart á menn. Stóru orðin ekki spöruð. Fréttamenn mættu gjarnan taka það sér til fyrirmyndar í dag,“ segir hann sposkur. „En umfjöll- unin var líka oft á léttu nótunum.“ Margt kyndugt hefur komið upp úr krafsinu. Til dæmis hefur Sigmundur fundið heimildir fyrir því að a.m.k. tveir menn hafi varið markið með gleraugu á nefinu. Stefán Ólafsson skákmaður sem lék með Val í kringum 1920 og Einar Björnsson, markvörður KA, síðar Vals- maður og íþróttafréttamaður Alþýðu- blaðsins, 1929. Gagnabanki Sigmundar er orðinn mik- ill að vöxtum. Hvað ætlar hann að gera við hann þegar bækurnar verða komnar út? „Gögnin munu vonandi enda hjá knattspyrnufélögunum sjálfum. Með einu skilyrði: Að þau týni þeim ekki!“ Sjálfur er Sigmundur ekki laus allra mála næsta haust en hann hefur einnig skuldbundið sig til að skrifa sögu íslenska landsliðsins í knattspyrnu fyrir KSÍ. Það verk hefur hann að hluta unnið meðfram þessu en áætlað er að sú bók komi út á árinu 2012. Spurður hvort enn fleiri bæk- ur séu í pípunum glottir hann kankvís út í annað. „Það er aldrei að vita.“ Bræður frá Blómsturvöllum. Magnús og Þor- steinn Einarssynir á æfingu á Melavellinum. Þorsteinn „Steini mosi“ var einn mesti markahrókur KR-inga á árunum 1923-39. Komu til dyranna eins og þeir eru klæddir. Dómarinn Þorlákur Þórðarson, Víkingi, ásamt línuvörðunum Sigurði Ólafssyni, Val, og Jóni Þorlákssyni, Fram. Mjög umdeilt atvik á Melavellinum 1950. Benedikt Vestmann, bakvörður ÍA, stendur með hægri fótinn á marklínu og spyrnir knettinum með vinstri fæti – eftir skot frá Ara Gíslasyni, sem sést ekki á myndinni. Á myndinni er markvörður ÍA, Magnús Kristjánsson, og fyrir fram- an markið KR-ingurinn Hörður Óskarsson. Var knötturinn kominn inn fyrir marklínu þegar Benedikt spyrnti í hann? Dómarinn dæmdi ekki mark, en KR-ingar vildu fá mark dæmt. Leiknum lauk með jafntefli, 1:1. ’ Ein fullorðin kona lét sig til að mynda ekki muna um að pússa upp verðlaunasafn föður síns fyrir myndatöku. Sigmundur er ennþá á höttunum eftir heim- ildum, ekki síst gömlum ljósmyndum. Hafi fólk þær í fórum sínum má gjarnan hafa sam- band við hann í síma 553 2406 eða á netföng- in soss@simnet.is og 100.knattspyrna@ gmail.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.