SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 48

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Blaðsíða 48
48 28. nóvember 2010 F oreldrar segja gjarnan gaman- sögur af börnunum sínum þegar þau eru lítil og hafa ekki öðlast fullan skilning á orðum og hugs- unum fullorðna fólksins. Þá skilja þau málið sínum eigin skilningi og hika ekki við að búa til ný orð eftir þörfum ef vantar í orðaforðann. Kennarar á flestum skóla- stigum hafa gaman af að segja svipaðar sögur af spaugilegri fávisku nemenda sinna, misskilningi og sérkennilegum ályktunum. Þótt þessar sögur geti verið kímilegar kann að vera að að baki þeim búi annar veruleiki og alvarlegri, nefnilega orðfæð þessa unga fólks og skortur á skilningi á tungumálinu. Framhaldsskólakennari sagði mér um daginn að nú væri svo kom- ið að nemendur skildu ekki prófspurn- ingar á venjulegu prófi vegna þess að þeir skildu ekki merkingu hversdagslegra orða, – eða orða sem kennaranum þættu hversdagsleg. Þetta geta verið sáraeinföld orð, til dæmis afurð, bíræfni, döngun, hygla, ósvífni, opinskár og yfirbuga. En orðfæð ungs fólks er ekkert nýtt. Árið 1941 skrifar Halldór Laxness eina af sínum hárbeittu greinum um tungumálið, talar þar um orðfæðarstefnuna í skólum og segir: „Að því er snertir orðfæðarstefnuna held ég því fram að þeir menn, sem hefja mentabrautina á því að lesa „Litla gula hænan fann fræ, það var lítið fræ“, standi ver að vígi um mál og menníngu í framtíð- inni en hinir sem byrjuðu að stauta sig frammúr fyrstu setníngu Mynsters- hugleiðínga: „Önd mín er þreytt – hvar má hún finna hvíld“, […] Ný orð, ókunn, jafnvel óaðgeingileg efni, framandi hug- blær á bók – alt slíkt vekur forvitni barns- ins, eggjar það til að brjóta heilann og krefjast útskýrínga, en jafnvel þær skýr- íngar, sem eru því torskildar, miðla nýum hugmyndum, opna fyrir nýum útsýnum, oft í margar áttir í senn; og þetta er leiðin til mentunar. Með því að sníða mál bókar við ímyndað lágmark barnslegs orðaforða og hugmynda er hafin kerfisbundin og vísvitandi forheimskun barna, og er orð- fæðarstefna barnabókanna og „idíótíser- íng“ efnis þeirra þannig bein tilraun til að valda andlegri úrkynjun í landinu.“ Máluppeldið er höfuðviðfangsefni for- eldra og kennara. Börnin læra sannarlega það sem þau heyra í kringum sig, þau eru eins og svampar, læra 5 til 30 orð á dag eftir að orðtakan kemst á skrið, – og síst skyldi vanmeta þann gríðarlega vöxt orðaforðans sem á sér stað eftir að skóla- ganga hefst og fram yfir tvítugt – ef þau heyra eða sjá orð í kringum sig. Um 16 ára aldur ættu meðalgreind börn að þekkja merkingu 50 þúsund orða eða meira – ef allt er með felldu. Ástæða orðfæðar ungs fólks er aðeins ein: Við fullorðna fólkið höldum orðaforð- anum frá þeim. Sú skoðun er lífseig meðal ýmissa uppalenda að tala verði til barna á máli sem þau skilja. Fólk gerir sig að fíflum með afkáralegu málfari við lítil börn og búnar eru til bækur með fábreyttum orða- forða svo örugglega verði ekkert á vegi barnanna sem fær þau til að brjóta heil- ann. Í stað þess að drekkja litlu krílunum í orðum sem þau ekki skilja er orðaforði tungunnar falinn fyrir þeim af misskilinni tillitssemi, sem er í raun „kerfisbundin og vísvitandi forheimskun“ barnanna. Ekki alls fyrir löngu las ég söguna af Kiðhús fyrir þriggja ára dreng sem ég kannast við. Drengurinn botnaði sjálfsagt lítið í sögunni í fyrstu en hafði engu að síð- ur mjög gaman af henni og vildi óðara heyra hana aftur. Eftir tvö eða þrjú skipti var hann búinn að læra helstu tilsvörin og vildi fá að fara með þau sjálfur. Bara í fyrstu tíu línum sögunnar eru nokkur orð sem næsta víst er að barnið skilur ekki: snauð, fémætt, snælda, spinna, til fiski- fanga, lífsbjörg, viðsjálsgripur, um hríð, leita dyrum og dyngjum. Hér eru níu óskiljanleg orð og orðasambönd og sagan varla byrjuð. En það virðist ekki skipta máli fyrir ánægjuna af sögunni. Við getum alveg treyst því að málvitund barnsins mun smám saman vinna úr þessum orð- um og merking þeirra skýrast. Í fyllingu tímans verða þau notuð. Ef við hefðum haldið þessum orðum leyndum fyrir barninu væri það þeim orðum fátækara þegar alvara lífsins tæki við. Eða hvað sagði ekki leikskólastúlkan þegar hún reiddist við móður sína: „Þú ert nú bara duglaus og dáðlaus!“ – Börnin höfðu verið að lesa um Gilitrutt í skól- anum. Orðfæðarstefnan ’ Ástæða orðfæðar ungs fólks er aðeins ein: Við fullorðna fólkið höldum orðaforð- anum frá þeim. Málið El ín Es th er „Önd mín er þreytt – hvar má hún finna hvíld?“Z Z Z ZZZ Tungutak Baldur Sigurðsson balsi@hi.is É g sé ekkert svona gler- augnalaus er smásagnasafn eftir Óskar Magnússon, útgefanda Morgunblaðsins. Þetta er annað smásagnasafn Óskars en það fyrsta, Borð- aði ég kvöldmat í gær?, kom út árið 2006. Óskar er fyrst spurður af hverju hann hafi einbeitt sér að því að skrifa smásögur. „Upphaflega var það tilviljun. En það er líka þannig að þótt smásöguformið sé erfitt þá kann það að henta betur en skáldsagnaformið mönnum sem eru í öðru annríki. En þá skiptir auðvitað öllu að maður ráði við smásagnaformið og kunni á það.“ Hafðirðu skrifað mikið áður en þú gafst út fyrsta smásagnasafn þitt? „Eina efnið sem ég átti áður en ég skrifaði smásögurnar voru nokkuð margar barnasmásögur. Ég las mikið fyrir ungan son minn fyrir mörgum árum og mér fannst þær sögur sem rak á fjörur okkar væmnar og smeðjulegar. Þess vegna skrif- aði ég fyrir hann öðruvísi sögur, sem voru tvær vélritaðar síður eða svo. Þær voru vinsælar hjá honum og börnum vina minna, en fóru ekki lengra. Ævintýra- maður í stétt prentara bar sig eitt sinn eftir þeim en ég ráðlagði honum að finna aðra og seinvirkari aðferð til að fara á höfuðið. Hann er enn að prenta.“ Mótaðar grunnhugmyndir Hvert sækirðu söguefni? „Það eru tiltekin atvik eða ýmislegt í fari fólks sem ýtir mér af stað. Langflestar sögur mínar fjalla um venjulegt fólk. Sannleikurinn er sá að venjulegt fólk er oftast mjög óvenjulegt. Þar eru sem betur fer engir tveir eins. Það sem ég hef fengist við á ævinni ratar líka í sögur mínar. Mín kynslóð og yngri kynslóðir hafa búið við þá gæfu, þótt nú sé reynt að þrengja að því, að hafa haft tækifæri til að vinna með skóla á sumrin, kannski í tíu ár við mis- munandi störf. Fyrir vikið skilja útlend- ingar ekkert í því þegar maður segir: Ég hef verið til sjós, ég hef verið slökkviliðs- maður, hef verið múrari og unnið í mal- biki. Þá spyrja útlendingar: Hvað ert þú eiginlega gamall? Alla mína skólagöngu vann ég með skóla, eins og langflestir Ís- lendingar. Að þessu bý ég, og ekki síst þegar ég fer að umgangast annað fólk í vinnu, þá þekki ég oft það sem aðrir eru að gera. Stundum ratar það í smásögu.“ Það er léttleiki og húmor í flestum sög- unum, er það eitthvað sem þú sækist Venjulegt fólk er oftast óvenjulegt Óskar Magnússon er höfundur smá- sagnasafnsins Ég sé ekkert svona gler- augnalaus. Í viðtali ræðir hann meðal annars um skáldskap og húmor. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Lesbók Frá því að bankakerfið hrundi haustið 2008 hef- ur Björgvin G. Sigurðs- son, sem þá var við- skiptaráðherra, barist fyrir pólitísku lífi sínu. Bók hans Stormurinn er að nokkru leyti liður í þeirri baráttu og verður að skoða hana sem slíka. Fyrir áhugamenn um samtímasögu er jákvætt að þeir sem tóku þátt í atburða- rásinni segi sögu sína því þó að saga þeirra verði alltaf einhliða frásögn um hvernig þeir sáu atburðina gerast er ávinningur fyrir sagnfræðinga framtíð- arinnar að geta leitað í slíkar heimildir. Það verður þó að segjast að frásögn Björgvins bætir furðulega litlu nýju við það sem þegar hefur komið fram um hrunið. Eins og margoft hefur komið fram var Björgvini haldið utan við atburðarásina þegar bankarnir voru að hrynja. Hann var ekki boðaður á fundi og fékk ekki að vita um það sem var að gerast fyrr en eftir á. Lesandinn fær því fljótlega á til- finninguna að Björgvin viti ekki enn hvað gerðist um veigamikla þætti málsins. Stundum er talað um að einhver sé réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Björgvin virðist vera rangur maður á röngum stað á röngum tíma. Hann við- Pólitísk lífsbarátta Bækur Stormurinn – Reynslusaga ráðherra bbnnn Eftir Björgvin G. Sigurðsson Nýtt land 2010. 219 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.