SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Síða 18

SunnudagsMogginn - 28.11.2010, Síða 18
18 28. nóvember 2010 F jörið á heimaleikjum Akureyr- arliðsins er rómað og ekki að ósekju. Þetta er fimmti vet- urinn sem KA og Þór tefla fram sameiginlegu liði í nafni Akureyrar - handboltafélags, stígandi hefur verið í leik liðsins og náðst hefur að galdra fram gömlu, góðu stemninguna sem margir muna eftir úr Skemmunni og Höllinni, að ekki sé talað um KA-heimilið. Þórsarar, KA-menn (og aðrir bæjar- búar), ungir sem aldnir, sameinast í bar- áttunni svo unun er á að horfa. Óhætt er að segja að Akureyri og HK hafi komið allra liða mest á óvart í vetur því norðanmönnum var spáð 3. sæti þegar árlegur spekingalisti forráða- manna félaganna var birtur og HK- ingum 6. sæti. Í fyrsta leik mótsins burstuðu Akur- eyringar Kópavogsliðið á útivelli, en HK-menn gyrtu sig í brók eftir það og höfðu unnið alla sex leikina síðan, þar til þeir komu norður. Töpin eru því orðin tvö en Akureyringar verma toppsætið eftir sigur í fyrstu átta leikjunum. Spennan var gríðarleg í leiknum og sumum þótti hún satt að segja allt að því óbærileg á lokamínútunum; svitinn spratt fram, ekki síður á áhorfendum …Dómari! Fólk var stundum ekki sammála ákvörðun þeirra svartklæddu og leyndu því ekki. Enn einn stressaður stuðningsmaður Akureyrarliðsins. Þeir voru margir í leiknum gegn HK. Rafmagnað Bak við tjöldin Rúmlega 1.300 manns sáu stórskemmtilegan spennuleik Akureyrar og HK nyrðra á fimmtu- dagskvöldið þar sem heimamenn unnu nauman sigur í toppslag N1-deildarinnar í handbolta. Myndir og texti: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Skemmtum okkur innanlands, auglýsir Flugfélag Íslands. Það á við um áhorfendur nyrðra.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.