Skólablaðið - 01.03.1984, Blaðsíða 5
Rússneskt eftirllt í Cösu.
Skólayfirvaldið hefur hert mjög eftir-
lit innan veggja skólans, so maður getur
ekki lengur á krumpaðan koll klappað
í Cösu, þegar líða tekur á daginn. Keðju-
hundar (borgaralega klæddir) rektors
eru sífellt og stöðugt á vappi þar í kjall-
aranum, svífa á mann fyrirvaralaust og
yfirheyra mann síðan, spyrja mann ber-
an, vegna þess að maður gerist svo ó-
forskammaður að vera þarna niðri.
Skora ég á skólayfirvaldið að fá bara
lögguna margrómuðu til þessa starfs,
enda skammast kennaragreyin sín niður
í rass og rófu fyrir að leysa þetta starf
af hendi. Annars fattar ekki nokkur
hræða til hvers skólayfirvöld hafa eftir-
lit með mannaferðum í Cösu — skitur-
inn og drullan þar niðri ættu að vera
fullgóð til þess að halda öllum fjarri.
Á ræðukeppni M.R. og M.H. í jan-
úar kom fram maður sem margir þekkja,
nefnilega Andrés „Jimmy Page???“
Magnússon. Andrés flutti ekki ræðu í
þetta skiptið heldur tónlistargjörning
ásamt hljómsveit sinni „Zorba the
Creep“. Ekki er hægt að segja annað
en áhorfendur hafi sýnt viðbrögð (um
viðbrögðin hafði Andrés þetta að segja:
ÞessirSO/* geta farið til fyrir mér.
Þetta eru allt saman tt+c‘2'. Tónleikarnir
voru hljóðritaðir og mun sú hljóðritun
koma út á plötu áður en langt um líður.
Platan mun bera nafnið: „Booed off
stage at Háskólabíó“.
Ja, Jesús Kristur, er það eina sem ég
get sagt, og ég er handviss um að hann
er sammála mér að ræðukeppnir fram-
tíðarinnar eru eitt það leiðinlegasta
uppánauðgunaratriði sem þekkist, klin
nauðgun hefði jafnvel verið skárri og
er ég þó karlmaður. Þeir sem höfðu haft
vit á því að drekka sig út úr heiminum
fyrir „skemmtidagskrána" í Gamla
Bíói ældu og spúuðu, þegar hinn löngu
uppskrapaði, uppþornaði og klígjugjarni
ræðukeppnisorðaforði uppstrílaðra
pabbadrengja gubbaðist yfir liðið, sem
stendur í þeim ofsa djúptæka reginmis-
skilningi að þetta sé kúltúr. Samt virt-
ust þessar andlega þækluðu ræður kitla
hinn heilatognaða húmor sumra M.R.-
inga. Engin furða þótt menn dundi sér
við sjálfsmorð í frístundum. Hins vegar
sendi ég Illuga og grísliðinu þakkir fyr-
ir ágætt framtak. í annan stað sendi
ég þeim mönnum, sem eru orðnir fer-
tugir í hugsun, löngu áður en þeir ná
tvítugsaldri, grafalvarlegar kveðjur, sjá-
umst brátt á Grund.
5