Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.03.1984, Page 14

Skólablaðið - 01.03.1984, Page 14
Ég veit þú ert komin, vorsól i. Ungur maður liggur rúmfastur í litlu herbergi. Vorsólin sendir geisla sína inn um glugga. Hann hefur lengi þráð þessa geisla, en nú veita þeir honum ekki þá gleði sem hann hafði vonast eftir. í stað þess auka þeir á örvæntingu hans og vonleysi. Þeir minna hann á svo margt sem hann aldrei fær notið framar. II. Jóhann Gunnar Sigurðsson fæddist í Miklaholtsseli á Snæfellsnesi 2. febrúar 1882 og var af fátæku fólki kominn. Hann var sjötta barn foreldra sinna en öll voru systkinin látin þegar Jóhann fæddist. Hann naut því mikils ástríkis í æsku. Snemma varð þó ljóst að hann var veikari en önnur börn, bæði á sál og líkama. Hann megnaði ekki að vinna útivinnu en hneigðist til bókarinnar. Jóhann Gunnar var einrænn í æsku og oft þunglyndur og mun heilsuleysi hafa átt sinn þátt í því. Hann eignaðist fáa vini og var oft einmana. Þó átti Jóhann góðan vin. Hann hét Lárus Halldórsson og átti heima á næsta bæ. Þeir gáfu út blað saman og varð það til þess að vekja með Jóhanni áhuga á skáld- skap. Jóhann Gunnar var góðum gáfum gæddur og átti sér þann draum heitast- an að ganga menntaveginn. Ekki leit þó Þegar Jóhann Gunnar var í fimmta bekk veiktist hann af berklum. Áralangt heilsuleysi olli því að viðnámsþol hans gegn sjúkdómnum var lítið. Hann lá löngum fyrir uppi á svefnlofti og átti erfitt með að stunda nám. Þunglyndi hans gaus nú upp að nýju og hálfu meira en áður og hann þótti uppstökkur og þrár. Einn sambekkinga Jóhanns komst svo að orði að hann hefði getað drepið mann með svipnum einum. Á síðasta ári Jóhanns Gunnars í skóla varð sá atburður að Hannes Hafstein kom til Reykjavíkur sem fyrsti íslenski ráðherrann. Skólapiltar voru ekki á- nægðir með hina nýju skipan á stjórn landsins og vildu ganga lengra í átt til sjálfstæðis. Nú ákváðu piltar að yrkja brag, sem hæfði því áliti er þeir höfðu á Hannesi, og flytja honum við heim- komuna. Auðvitað kom það í hlut Jó- hanns Gunnars sem skólaskálds að kveða braginn þótt ekki væri hann sérlega á- kveðinn í stjórnmálum. Er haldið skyldi af stað niður á bryggju tók mönnum hins vegar að snúast hugur enda hafði skáldið kveðið nokkuð fast að orði. íslandssonur ættjörð blekkir, oss illa falla danskir hlekkir. Allmargir piltar urðu eftir uppi við skóla og þóttu Jóhanni það svik hin verstu og lét falla um það þung orð. Ráðherrabragurinn var að lokum flutt- ur en ekki með þeirri reisn er til var ætl- ast. Vorið 1904 lauk Jóhann Gunnar stúd- entsprófi þrátt fyrir veikindi sín og á- kvað að setjast í Prestaskólann um haustið. Þetta sumar dvaldist hann á heimaslóðum sínum á Snæfellsnesi, komst til allgóðrar heilsu og las af kappi. Hann leit því óvenju björtum augum til framtíðarinnar þegar hann hóf guð- fræðinámið um haustið. En þess var ekki langt að bíða að heilsuleysi tæki að hrjá hann að nýju. í byrjun árs 1905 varð hann að leggjast á sjúkrahús, en þó tókst honum að ljúka heimspeki- prófi að vori og aftur komst hann til nokkurrar heilsu um sumarið. Haustið 1905 lagðist hann hins vegar enn veikur og þótti þá sýnt hvert stefndi. Smám saman þvarr lífskraftur Jóhanns Gunn- ars og 20. maí 1906 lést hann, aðeins 24 ára gamall. út fyrir að af því gæti orðið vegna fá- tæktar foreldra hans. En þegar Jóhann var á sextánda ári lést faðir hans og þá ákvað móðir hans að selja jörðina og kosta son sinn til náms. Hóf hann nám í Latínuskólanum í Reykjavík haustið 1898. Fljótlega eftir að Jóhann kom í skólann tók að bera á skáldgáfu hans. Ljóð eftir hann birtust í Skinfaxa og kvæðabókinni Kolbrúnu og þóttu bera af ljóðum annarra skólapilta. Þegar í öðrum bekk var litið á Jóhann Gunnar sem skólaskáld. Komu þá oft til hans eldribekkingar sem líka langaði til að verða skáld og sýndu honum verk sín. Meistarinn tók sér þá rauðan penna í hönd, breytti og bætti og skýrði fyrir þeim hvað betur mætti fara. Jóhann varð þannig eins konar leiðtogi skóla- piita í andlegum efnum. 14

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.