Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.03.1984, Side 28

Skólablaðið - 01.03.1984, Side 28
Gerið ekkí það glappaskot að lána mér nýja, fína útvarpið ykkar!!! Þetta er formáli að þýðingu, ég vil endurtaka það svo ekkert fari á milli mála — sem sagt þetta er formáli að þýðingu á grein úr þreska tónlistarþlað- inu Melody Maker. Greinin fjallar um David Bowie, en samt ekki á alveg sama hátt og þú, lesandi góður, átt að venj- ast. Hún er ekki lofgrein um David Bowie. Það vill nefnilega svo einkenni- lega til að blaðamenn Melody Makers þola ekki hinn vinsæla söngvara og laga- smið. Nú spyr e.t.v. einhver hvort eitt- hvað sé að þessum mönnum, því allir hljód að lofsama Bowie. Ég er ekki sál- fræðingur og get því ekki svarað þessari spurningu. Fremstur í flokki blaðamanna um- rædds tónlistarrits, sem dunda sér við að rakka vin ykkar niður, heitir Adam Sweeting. En Adam er ekki alvondur. Hann býr yfir þeim fágæta eiginleika, sem er mjög sjaldgæfur meðal blaða- manna, að vera fyndinn. Það er einmitt þess vegna sem ég les greinar hans. Adam þessi hefur að vísu mjög undar- legan tónlistarsmekk, en það skiptir mig engu máli. Ég hlæ jafnvel enn hærra þegar hann tætir í sig einhvern tónlist- armann sem ég kann að meta. En það eru ekki allir eins og ég (hver sagði sem betur fer??!!) í hverri viku birtast í les- endadálki Melody Makers bréf á borð við þetta: Það var ánœgjulegt að uppgötva að Adam Sweeting átti aðeins eina grein ísíðasta blaði. Nœst vonast ég til þess að sjá ekkert eftir hann. Ég orti Ijóð um hvernigþiðgætuð losað ykkur við þetta úrhrak: Neglið hann fastan við vegginn. Takið eftir trylltum óttanum í augnaráðinu. Skjótið kúlu í hausinn á honum og sjáið blóð hans renna. P.S. Adam, þú ert ekki laus við mig■ Ég mun eltaþig uppi og... Svar Adams er dæmigert fyrir það andrúmsloft sem ríkir milli blaðsins og lesenda þess: You are obviously a raving loony. Keep on taking the tablets. 28

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.