Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.03.1984, Qupperneq 35

Skólablaðið - 01.03.1984, Qupperneq 35
VEGGURINN VAR SAMSETTUR ÚR FJÓRUM FLENNISTÓRUM RÚÐUM, SEM VORU AÐSKILDAR með láréttum, svörtum póst- ÚM. EKKI SVO AÐ SKILJA AÐ PÓSTÞJÓNUSTAN SÉ FARIN AÐ RÁÐA LITAÐ STARFSFÓLK. HÉR ER ÁTT VIÐ GLUGGAPÓSTA. (Willy, your attempts at joking are simply pa- thetic.) SID, ÞETTA ER ORÐIÐ þreytandi, ef þú heldur ekki kjafti, skrifa ég þig út úr þessari sögu. gleymdu ekki að ég ræð örlögum þínum. ef þú heldur þig ekki á mott- únni það sem eftir er, hef ég fjölda hugmynda um enda- lok þín, t.d. örlítið ævintýri í RÓMVERSKU HRINGLEIKAHÚSI meðbanhungruðum ljónum OG TÍGRISDÝRUM. I get the message, boss, anything you say, boss. And by the way, boss, I real- ly like your stories, they are so full of humor and excitement and... ÞETTA ER NÓG, SID. ÞÚ SKILUR FYRR EN SKELLUR í TÖNNUM. NÚ GETUR SAGAN HALDIÐ ÓTRUFL- UÐ ÁFRAM. FRAMHALDIÐ VERÐ- UR SKRIFAÐ MEÐ LÁGSTÖFUM, SEM GÆTI VERIÐ TÁKNRÆNT FYRIR SÆTTIR OKKAR SIDS, EF EINHVER HEFUR GAMAN AF ÞESS HÁTTAR HLUTUM. Sid sýnir sátt- fýsi sína með því að lána mér sitt ein- kennisletur. (Humm, þetta hljómar nú bara vel.) Eftirfarandi atriði þurfa þó að koma fram, áður en lengra er haldið: Gólfið og þrír gluggalausir veggir her- bergisins voru málaðir skjannahvítir, loftið var aftur á móti blóðrautt. Á miðju gólfi stóð borð og tveir stólar í hlýlegum breskum nýlendustíl. Fleiri húsgögn voru ekki í herberginu. Clive hafði hannað húsið og alla innanstokks- muni þess og lagt í það mikinn hluta af sjálfum sér. (Þetta er mjög mikilvægt atriði, hönnun hússins var hluti listar hans!) Clive Warner var að bíða eftir manni frá kvöldblaðinu „Morgunskíman“. Blaðamaðurinn, sem hringt hafði fyrr um daginn og kynnt sig sem Sid Carter, óskaði eftir viðtali við hann. í fyrstu áleit Clive að þetta yrði eitt af þessum örstuttu viðtölum sem blöðin nota sem uppfyllingarefni sökum tíma- bundinnar ládeyðu í þjóðmálum. En þegar röddin í símanum skýrði frá því, að viðtalið ætti að birtast í hátíðarút- gáfu Morgunskímunnar, tók hjarta Clives að slá örar. Hugur hans fylltist hinni undarlegu óraunveruleikatilfinn- ingu, sem óvænt gleðitíðindi hafa oft í för með sér. Honum fannst eitthvað titra inni í sér, meðan hann sagði blaða- manninum hvenær hann ætti að koma. Hátíðarviðtalið, eins og það var almennt kailað, ætti að vera við hann! Þetta yrði ekki aðeins ýtarlegt viðtal, heldur einnig — og ekki síður — viðurkenning, sú mesta sem nokkrum listamanni gat hlotnast. Einu sinni á ári var gefin út sérstök hátíðarútgáfa Morgunskímunnar. Þungamiðja þessa blaðs var ætíð viðtal við listamann, sem hafði verið vandlega valinn af valinkunnu fólki. Morgun- skíman var mest lesna blað landsins, og var því ávinningur listamannsins mikill. Vegna hinnar miklu athygli sem viðtalið vakti, varð það smám saman nokkurs konar fyrstu verðlaun innan listaheimsins. Ár hvert biðu því listunn- endur i ofvæni hátíðarútgáfu Morgun- skímunnar. Og nú var komið að hon- um, Clive Warner, allt annað var þoku- kennt, þegar hann hugsaði um þessa stórbrotnu staðreynd. 35

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.