Skólablaðið - 01.03.1984, Qupperneq 36
En hann hafði starfað lengi að list
sinni og unnið markvisst að því að festa
sig í sessi. Þetta hafði verið löng og
ströng barátta, en hann hafði ætíð tek-
ið myndir sínar fram yfir allt annað.
Einkalíf hans bar þess einnig merki. Tvö
gersamlega misheppnuð hjónabönd voru
augljósustu dæmin. Clive hafði oftast
verið of önnum kafinn til að mega vera
að því að lifa með konum sínum. Þegar
hann var að vinna að einhverju, komst
ekkert annað að. Hann gerði sér fulla
grein fyrir því, að hann hafði vanrækt
eiginkonur sínar, en ferill hans sem lista-
manns var honum miklu meira virði.
Þegar Clive hafði sökkt sér niður í vinnu
og hafði ekki áhuga á samræðum, sleppti
hann því alveg að tala og sýndi eigin-
konunni ótrúlegt fálæti. Þannig liðu
oft heilu dagarnir, án þess að eitt ein-
asta orð væri sagt á heimilinu. Clive
kom aðeins fram til að borða og hvarf
síðan aftur inn í vinnustofu sína, vitandi
að konu hans mislíkaði tómlæti hans.
En hún var horfin úr huga hans eftir
nokkur pensilför. Með árunum hafði
hann þróað með sér þann eiginleika að
geta lokað sig algerlega af fyrir öllum
truflandi áhrifum. Clive óttaðist óvið-
komandi áhrif á líf sitt, og hann hrædd-
ist ekkert meira en að of sterkur per-
sónuleiki myndi rugla hugsanagang
hans. Veröld hans var byggð upp af
ótal smáum hlutum, sem hann virti og
veittu honum gleði. Þeir voru flestir
tengdir honum sjálfum með einhverjum
hætti, og því var hann í rauninni oftast
að hugsa um sjálfan sig. Clive dáði eng-
an mann, hvorki lífs né liðinn. Hann
vissi sem var, að flestir hæfileikamenn
eru miklir persónuleikar, og vissi af
reynslunni, að ef hann las of mikið um
eða eftir t.d. einhvern rithöfund, fóru
skoðanir og viðhorf þessa höfundar að
hafa áhrif á hann. Clive fannst eins og
hann tæki að hegða sér í samræmi við
eða til að þóknast lífsskoðunum ein-
hvers annars og um leið að efast um
eigin viðhorf. Þetta olli honum ólýsan-
legri vanlíðan, og eftir því sem hann
varð eldri, fór hann að forðast að kynn-
ast of náið lífsmynstri listamanna jafnt
sem annarra svo mjög, að það jaðraði
við ofsóknarbrjálæði. En Clive varð að
vera viss um að hann og verk hans væru
ólík öllu öðru. Það var vissan um að
hann væri einstakur, sem oft hafði verið
eina haldreipi hans, þegar þunglyndið
helltist yfir hann, því að sorg snillinga
hlýtur tilgang og verður falleg, þegar
fólk les um hana síðar meir. Þetta
nægði til þess að halda sálarskipi hans
á floti og knúði hann jafnframt til þess
að ná takmarki sínu sem listamaður.
Ef hann næði því ekki, yrði allt líf hans
hlægilegur eltingarleikur við tálsýn
miðlungsgóðs málara. Clive hafði eitt
sinn dreymt að hann læsi viðtal við er-
lendan myndlistarmann. Eftir því sem
hann las lengur, rann það upp fyrir
honum, að þessi maður mat hlutina á
sífellt líkari hátt og hann sjálfur. Að
lokum var svo komið að Clive las spurn-
ingar spyrjandans og gat síðan vitað
nákvæmlega hvernig svarið yrði. Hann
fylltist skelfingu, því að þessi maður
var alger tvífari hans í hugsun. Clive
sá að nú var hann ekki lengur einstakur
og því var allt líf hans og öll verk hans
einskis verð. Hann hryllti við þessum
skelfilegu örlögum og vaknaði með
hræðilegum öskrum. Og hvílíkur fegin-
leiki hafði ekki gagntekið hann þegar
hann gerði sér grein fyrir því að ótti
hans hafði aðeins fengið útrás í draumi.
Clive hafði unnið sleitulaust og eftir
því sem árin liðu, varð nafn hans meira
metið, samtímis því að nöfn jafnaldra
hans úr málarastétt hljómuðu sífellt verr.
Nú var hann 45 ára gamall, viðurkennd-
ur sem sérstæður Iistamaður, sem alltaf
færi eigin leiðir. En allt til þessa dags
var hann talinn óskiljanlegur af alþýðu
manna. Fólk skildi ekki hugarheim
hans og gat því ekki fyllilega áttað sig
á hverju myndir hans byggðust. En allir
þekktu nú nafn hans, og enginn þorði
að lýsa yfir opinberlega að honum lík-
aði ekki við list Clive Warners, vegna
þess hve virtur hann var nú orðinn. Þó
vissi Clive, að fáir kunnu að meta hann
heils hugar — því bar lítil sala glöggt
vitni. Hve oft hafði hann ekki viljað
fá tækifæri til þess að koma sjónarmið-
um sínum opinberlega á framfæri til að
gefa fólki innsýn í flókinn hugarheim
sinn? En hann var ófáanlegur til þess
að skýra út myndir sínar í stuttum sjón-
varpsviðtölum, að þurfa að benda á
einhvern hluta myndar og segja hvaða
tilfinningar sá blettur ætti að vekja.
Clive hafði oft séð aðra listamenn gera
þetta, og hann sá hve fáránlegt og nið-
urlægjandi það var. Fólk yrði að skilja
verk hans út frá honum sjálfum, og
þannig yrði persónuleiki og list hans ó-
aðskiljanleg. Þegar listunneridur kæmu
auga á hin fíngerðu tengsl, sem tengdu
þessa tvo þætti saman, myndu þeir upp-
götva heim hans, ferskan og ómengað-
an af öllu öðru.
36