Skólablaðið - 01.03.1984, Page 44
Um ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur
Ingibjörg Haraldsdóttir heitir skáld,
ungt skáld (fædd árið 1942) og ekki
mjög þekkt, varla heimsfræg á íslandi,
hvað þá annars staðar. En það er sem
betur fer ekki mælikvarði á skáldskap.
Ég veit satt að segja ekki hvað Ingi-
björg á sameiginlegt með hvaða skáldum
af sinni kynslóð né undir áhrifum frá
hverjum hún er og annað sem tíðkast
að tína til um skáld, og þó að ég geti
e.t.v. séð upp úr hvaða „félagslega raun-
veruleika“ ljóð hennar eru sprottin,
skiptir það ekki mestu máli hér, ljóðin
hennar eru falleg, þau eru sérkennilega
opin og einlæg, og þau sýnast ekki, held-
ur eru.
Ingibjörg hefur gefið út tvær bækur:
Þangað vil ég fljúga, sem kom út árið
1974, og Orðspor daganna, árið 1983,
en hér verður einkum fjallað um ljóð úr
seinni bókinni. Báðar bækurnar má lesa
sem ævisögu höfundar í ljóðum.
Ingjbjörg hóf reyndar feril sinn í Skóla-
blaði MR, en héðan brautskráðist hún
1962. Eftir það lærði hún kvikmynda-
leikstjórn í Moskvu í nokkur ár og flutt-
ist þaðan til Kúbu, en hefur verið búsett
hér á landi síðan 1975.
Það er táknrænt, að fyrsta ljóð fyrri
bókarinnar nefnist Upphaf og er svona:
Ég fœddist í gráu húsi
í bláhvítu landi viðysta haf
einn októberdag fyrir löngu.
ílandinu því var skógur
mikill og forn og dimmur
og draugar riðu þar hjá.
Á kvöldin kom fuglinn ífjörunni
og söng mér ódáinsljóð
meðan öldur brotnuðu á klettum.
Um húsið fórgustur af sögum
og lygasagan um heiminn og mig
hófst þar einn októberdag...
Og síðan hefur lygasagan haldið á-
fram og tekið á sig ýmsar myndir. Hún
tekur á sig myndir úr lífi barns á fimmta
áratugnum í Reykjavík, barns, sem býr
í kjallara á Snorrabrautinni og á sér
þar mömmu, pabba og lítinn, slefandi
bróður og vill fá að vita hvað verkfall
er. Seinna er barnið orðið útlendingur i
framandi landi, kona í undarlegum
heimi.
Fyrri bókin, Þangað vil ég fljúga, má
segja að sé fullt af heimþrá, enda hafði
höfundur verið lengi búsett utanlands
þegar bókin kom út. En þar er að finna
ljóð sem er eins konar stefnuskrá þrátt
fyrir fánýti og einmanaleika, stefnuskrá
um líf og ljóð:
EFTIRMÆLI
Minn síðasti dagur
mun líða að kvöldi
sem aðrir dagar.
Sólin mun setjast
og fólk mun ganga til svefns
og kannski verður einhverjum
einhvers staðar að orði:
Hún Inga dó í dag
og annar mun spyrja:
Hver var hún, hvað gerði hún?
Og mœtti ég ráða svörum
þann dag myndi ég segja:
Þótt dagar hennar yrðu stundum
hver öðrum líkur
þessi sama brennandi sól
í hvirfilpunkti á hádegi
og kvöldin með jasmínangan
úr garðináungans
og annarra manna börn
að leikjum á götunni
og einveran köld og stingandi
angistarfull heimþrá.
Þrátt fyrir þetta
gat hún glaðst yfir litlu
eins og barn sem skilur allt.
44