SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Side 10

SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Side 10
10 30. janúar 2011 Þau undur og stórmerki gerðust á Alþingi á fimmtu-dag, þar sem stjórnlagaþingsklúðrið var til umræðu,að tveir stjórnarþingmenn báðust afsökunar áklúðrinu. Þetta voru þingmennirnir Róbert Mars- hall, sem er formaður allsherjarnefndar Alþingis og þingmað- ur Samfylkingarinnar, og Árni Þór Sigurðsson, starfandi þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs. Ég er þeirrar skoðunar að þingmennirnir hafi með afsök- unarbeiðni sinni til íslensku þjóðarinnar verið menn að meiri og ólíkt meiri mannsbragur hafi verið á málflutningi þeirra en málflutningi þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Forsætisráðherra sparaði ekki gífuryrðin í málflutn- ingi sínum og sagði m.a. að „íhaldið“ væri „skíthrætt“ við að sett yrði inn í stjórn- arskrá ákvæði um að auð- lindirnar yrðu í þjóðareign. Er svona málflutningur samboðinn forsætisráð- herra? Forsætisráðherra er eðli málsins í forsæti rík- isstjórnarinnar og ber ábyrgð á stjórnsýslunni. Hefði nú ekki verið vitinu nær hjá Jóhönnu að beina augum að því sem úrskeiðis fór við kosninguna til stjórnlagaþings og skoða vel ígrundaðan rökstuðn- ing Hæstaréttar fyrir ógild- ingu kosninganna? Svo skoraði ráðherrann á þingheim að koma sér saman og færa þjóðinni það stjórnlagaþing sem hún hefði kallað eftir. Ja hérna hér! Ekki hef ég orðið þess vör að þjóðin hafi kallað eftir einu eða neinu í þessum efnum. Þetta hefur frá upphafi verið sérstakt gæluverkefni Jóhönnu Sigurðardóttur og ekk- ert hefur breyst í þeim efnum. Búið er að kosta til mörg hundruðum milljóna króna við undirbúning og kosningu, en samt sem áður ætlar enginn ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu að axla ábyrgð á klúðrinu. Slík meðferð á almannafé myndi kalla á afsagnir í öðrum löndum, sem við, á hátíðis- og tyllidögum berum okkur saman við. Innanríkisráðherrann var ekki mikið skárri í munnlegri skýrslu sinni sem hann flutti þingheimi á fimmtudag, því hann tiltók í fyrsta lagi að Hæstiréttur væri ekki hafinn yfir gagnrýni, í öðru lagi þyrfti að beina sjónum að löggjafanum, Alþingi, sem bæri ábyrgð á lagasetningunni. Í þriðja lagi taldi ráðherrann að væri í lagi að líta til þeirra sem framkvæmdu lögin, þ.e. dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins og landskjörstjórnar. Hefði ekki verið réttara og sanngjarnara af innanrík- isráðherranum, miðað við ákvörðun Hæstaréttar, sem byggir ógildingu sína á löglausri framkvæmd kosninganna, að hefja upptalninguna á innanríkisráðuneytinu, sem bar höf- uðábyrgð á framkvæmd kosninganna. Ekki veit ég hvernig ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn á Alþingi ætla að reyna að greiða úr þeirri flækju og klúðri sem þau standa nú frammi fyrir að verða að gera, en um hitt er ég sannfærð að það mun kosta okkur skattgreiðendur þessa lands a.m.k. aðrar 300 milljónir króna. En það eru vitanlega smápeningar, þegar slíkt þjóðþrifamál á í hlut, sem a.m.k. tveimur þriðju hlutum þjóðarinnar er skítsama um! Það verð- ur bara skorið enn meira niður í heilbrigðiskerfinu, öldr- unarþjónustunni, menntakerfinu og öðrum velferðarsviðum samfélagsins, til þess að fjármagna nýtt stjórnlagaþings- klúður. Allir vita hver kosningaþátttakan var, þegar kosið var til stjórnlagaþings í nóvember sl. og mér býður í grun, að þátttakan í nýjum kosningum, verði þær knúnar í gegn af Jó- hönnu og co., verði mjög fjarri því að ná þriðjungi kosn- ingabærra manna í kjörklefana því nú liggur fyrir að það verða að vera klefar, ekki skilrúm og þá verður biðtíminn á kjörstað lengri en hann var þegar skilrúmin og númeruðu kjörseðlarnir voru fullnægjandi að mati innanríkisráðherr- ans. Voru menn að meiri Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Árni Þór Sigurðsson Róbert Marshall ’ Slík meðferð á almannafé myndi kalla á afsagnir í öðrum löndum, sem við, á hátíðis- og tyllidög- um berum okkur saman við. 8:49 Ekki seinna en átján mínútum eftir framúrstig er ég mættur á svæðið, eða sá karakt- er sem þykist vera ég í þessu til- tekna lífi. Karakterinn er ekki alltaf velkominn, bæði þar sem hann talar mikið í hausnum á mér og kemur með ýmiss konar áhyggjur og verkefni. Maður vill helst ekki vera þessi karakter. Hljómar ruglingslega, en maður veit varla hver maður er, hvað þá aðrir. Rétt áður en hristarinn lýkur við matseld skýst sú hugs- un í gegn að það væri líklega ekkert til lífsbóta þó að einhver vissi það. Held að þarna sé kom- in þema fyrir daginn. 11:07 Skoppað um í ræktinni með Elmu, sem kvelur skottið á mér fram og til baka, á milli rembinga hugsa ég um vinnuna, að ég þurfi að pússa stikluna fyr- ir myndina KURTEIST FÓLK (rak mig í hástafatakkann), sem verður frumsýnd 30. MARS (há- stafatakkinn aftur eitthvað að stríða mér). Man alls ekki hver ég er á meðan æfingu stendur enda er Elmu alveg sama. 12:07 Einn af hápunktum dagsins, að spila fótbolta með skemmtilegum fýrum í mýrinni. Læri mjög mikið á þessum stundum, auðmýktin mikil að fá að læra knatttækni af þessum snillingum. Þeir virðast heldur ekki vita hver maðurinn er, a.m.k. ekki þegar manni er hent í gólfið, tæklaður hægri til vinstri, allt til að minna mig á smæð mína í alheiminum. 13:34 Stjórnarfundur með Kristínu Andreu framleiðanda í höfuðstöðvum Poppoli- kvikmyndafélags á Hallveig- arstíg. Fundur settur og farið yf- ir markaðssetningu á kvik- myndinni KURTEISU FÓLKI (þarf að fara með lyklaborðið í viðgerð, þessir hástafir virka engan veginn rétt). Hérna virð- ist Kristín Andrea vita hver ég er, eða hún setur upp gott leikrit til að sannfæra mig um að svo sé. Ég geng brattur út af fundi, kankvís á hæl, í slagtogi við lítið „aha, kannski fékk ég þarna vís- bendingu um hver ég sé“. 14:30 Upptökur á kynning- arefni fyrir KURTEIST FÓLK, viðtöl við helstu stjörnur mynd- arinnar (eru þessir leikarar stjörnur? Ég meina, eru þeir eitthvað meira en ég? Hefði kannski átt að vera leikari, þá kannski vissi ég, eða aðrir hver ég er, reyni að fela biturleika eftir megni). Bjarni Felix töku- maður lýsir og tekur, Guðni Páll setur í spurningar og umsjónar. Stefán Karl stígur í stól, setur upp Skype fyrir okkur frá Los Angeles og tekur upp viðtalið, Eggert Þorleifsson mætir strangsvipaður enda atvinnu- maður fram í góma. Benni Er- lings og Hilmir Snær negla þetta og Ágústa Eva (ég er ekki að name-droppa hérna) spilar sig áfram á sínu óútreiknanlega augnaráði. Halldóra Geirharðs (Okei, núna viðurkenni ég name-dropp) man ekkert eftir sínum karakter, ber því við að langt sé liðið frá upptökum á myndinni. Ég tek kast því hún veit augjóslega ekkert hver ég er. Halldóru tekst að róa mig með sögum frá Afríku. 16:00 Gunnhildur Þórð- ardóttir kemur í heimsókn á skrifstofuna með Nikulás Hrafn, sem ég giska á að sé nokkurra mánaða. Ég fæ að halda á hon- um, rembist við að ná augn- sambandi í von um svar. Í sam- starfi við móður finn ég æviferil fyrir pilt, gæti verið ýmist rokk- stjarnan (fallin stjarna þ.e.), skífuþeytirinn eða arkítektinn Nikky Raven, sem yrði hans „nom de guerre“. Ég og Nikky förum í langferð um skrifstof- una, hægt, í laumi þefa ég af honum, nokkrir huldir eggja- stokkar ná júdóbragði á tilfinn- ingum sem hafa setið í aftursæt- inu vegna vinnufíknar. Sleppi þó að íþyngja barninu með þeirri áþján, hann á eftir að fá sínar saltöldur. 16:41 Fer á Kaffismiðjuna, sit með kaffi og ætla mér að hugsa einbeitt um heim- spekilega hluti. Eftir að hafa rembst við það í þónokkurn tíma ákveð ég að hætta að reyna og drekk bara kaffið. Píri samt augun svo aðrir haldi að eitthvað sé í gangi. 18:00 Hugleiðsla, leiðinlegar þrjátíu mínútur, fylgst með andardrætti. Það má víst ekki tala mikið um það. 18:47 Matur, hent í eggja- köku með grænmeti, farið á Fa- cebook á meðan og beðið eftir því hvort einhver spjalli við mig á chattinu. Ekkert gerist. Beðið. Íhuga alvarlega að senda nokkur „hæ“ yfir á chattinu, en hætti við á síðustu stundu. Lífið verð- ur varla meira spennandi. Eggjakakan étin. 19:40 Te með sjálfum mér. Farið yfir klippur og fínpúss á fólkinu kurteisa fyrir hljóð- vinnslu og leitað að mexíkósk- um lagahöfundi á netinu, við- komandi gerði lag sem ég vil nota í, jú, mikið rétt, KURTEIST FÓLK. Þar syngur ekkja nokkur um týnda syni sína. 21:12 Fótbolti, í þetta skipt- ið í tölvu með Benna litla bróð- ur, mikill þroski bræðranna kemur í veg fyrir samkeppnis- andrúmsloft. 22:48 Róað fyrir svefn, kíkt á kvikmyndina „Three Days of the Condor“ með Bobba Red- ford. Max von Sydow í formi. Fatta nokkra hluti úr myndinni sem ég ætla skammarlaust að stela. 00:17 Rólega gefst ég upp og fer frá sjálfum mér, reyni að skilja bitur- og eftirsjálaust við daginn, tekst það þrátt fyrir að færanýting hefði mátt vera betri í fótboltanum. Sé fyrir mér nokkra takta sem skal beitt næst, Nikky Raven útskýrir fyrir mér nýstárlega tækni sem hann ætlar að nota sem arkítekt … ZZZZZ Ólafur Jóhannesson kvikmyndagerðarmaður sötrar te með sjálfum sér. Dagur í lífi Ólafs Jóhannessonar kvikmyndagerðarmanns Smæðin í alheiminum Morgunblaðið/Kristinn

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.