SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Síða 11
30. janúar 2011 11
Því er ekki að neita aðgamla málmhjartað slóörar í vikunni þegarþær mergjuðu fréttir
bárust frá Noregi að Dave Mus-
taine hefði bjargað þrettán ára
gömlum dreng úr gini soltinna
úlfa. Gamli flösufeykirinn var að
vísu í góðu yfirlæti heima í Kali-
forníu meðan hann vann þetta
frækilega afrek, en aðkoma hans
að málinu var með þeim hætti
að pilturinn, sem var einn á ferð
í drungalegum skógi, gróf Mus-
taine og sveit hans, Megadeth, í
örvæntingu sinni upp í farsíma
sínum og spilaði á hæstu mögu-
legu tíðni fyrir úlfahjörðina.
Ekki var að sökum að spyrja,
úlfarnir snerust á hæli og
dreifðust í allar áttir. Skelfingu
lostnir.
Fréttin hefur breiðst hratt út
um heimsbyggðina og gaman
var að heyra fréttamanninn
knáa Gissur Sigurðsson herma af
þessu í Bítinu á Bylgjunni. Eitt-
hvað þarf Gissur þó að lesa
málmvísindin sín betur því
hann spyrti Megadeth við
dauðarokk. Það er vitaskuld
misskilningur, Megadeth hefur
aldrei leikið annað en þrass.
Þeir sem þekkja til Megadeth
skilja mætavel angist aumingja
úlfanna. Dave Mustaine er ekki
beint frýnilegur þegar sá gállinn
er á honum. Rymur sig gegn um
tónsmíðarnar svo molnar úr
veggjum. Mat þeirra ferfættu
hefur því verið hárrétt – að taka
til fótanna.
Ógleymanlegt símtal
Svo skemmtilega vill til að ég
hringdi einu sinni í Mustaine.
Hann var á leið með sveit sína
hingað upp á skerið til að þrassa
á Nösu og tónleikahaldarinn út-
vegaði Morgunblaðinu einka-
viðtal gegnum síma. Raunar átti
fremsti málmvísindamaður
blaðsins, Arnar Eggert Thor-
oddsen, að taka viðtalið en hann
gekk úr skaftinu á elleftu stundu
– fótbrotnaði í kappleik með
vinnufélögum. Þar sem sú ógæfa
skrifaðist á minn reikning (ég
hafði um árabil hvatt hann
óspart til að mæta í boltann) sá
ég sæng mína upp reidda.
Símtal þetta verður mér alla
tíð ógleymanlegt. Kappinn var
rétt risinn úr rekkju (um há-
degi) og brann ekki beint í
skinninu að skiptast á orðum
við önhvurn misvitran blaða-
mann norður í ballarhafi. Eftir
vægast sagt erfiða byrjun (þar
sem ég velti alvarlega fyrir mér
að taka úlfinn á þetta) fór kapp-
inn þó á flug og úr varð þokka-
legasta spjall. Mustaine skamm-
aði mig hins vegar eins og hund
(tja, eða úlf) þegar ég færði Met-
allica í tal en sem kunnugt er var
hann á sínum tíma rekinn úr því
sögufræga bandi.
Ég held ég eigi ennþá upptök-
una af þessu samtali okkar Mus-
taines og í ljósi síðustu atburða
hef ég hugsað mér að vera fram-
vegis með hana á mér. Maður
veit aldrei hvenær úlfar skjóta
upp kollinum á Kjalarnesinu!
Það er ekkert grín að mæta glorsoltnum úlfi. Nema maður sé með Megadeth í fórum sínum.
Dave Mustaine rymur fyrir landann á Nösu um árið.
Morgunblaðið/Sverrir
Málmað á úlfa
Heimurinn stóð á öndinni í vikunni
þegar fréttist að gamli flösufeykirinn
Dave Mustaine hefði bjargað norskum
unglingi frá því að enda í úlfskjafti.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
–– Meira fyrir lesendur
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað um Tísku og förðun
föstudaginn 18. febrúar 2011.
Í Tísku og förðun verður fjallað
um tískuna vorið 2011 í förðun,
snyrtingu og fatnaði, fylgihlutir
auk umhirðu húðarinnar,
dekur og fleira.
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 14. febrúar.
MEÐAL EFNIS:
Förðunarvörur.
Förðrun.
Húðin,krem og meðferð.
Snyrting.
Neglur.
Kventíska.
Herratíska.
Fylgihlutir.
Skartgripir.
Það heitasta í tísku fyrir
árshátíðirnar.
Hvað verður í tísku á vor-
mánuðum.
Tíska & Förðun
sérblað
Fyrirtæki leitar að góðu húsnæði til leigu
fyrir verslun og verkstæði í miðborginni.
Leitað er eftir vönduðu húsnæði á fyrstu
hæð fyrir verslunina.
Skilvirkum greiðslum heitið. Vinsamlegast sendið
upplýsingar um eign og verð á info@ellabyel.com
Nánari upplýsingar fást í síma 551 5300.
101 HÚSNÆÐI