SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Qupperneq 12
12 30. janúar 2011
Miðvikudagur
Hildur Rún Björns-
dóttir tók Reyni Pét-
ur á þetta í dag … 14
km með vagninn ;o)
Sæl með roða í kinn-
um …
Gylfi Þór Þorsteinsson segir að á
vinnustað sínum sé ótrúlega
skemmtilegt fólk. Mér finnst gam-
an að mæta í vinnuna á hverjum
degi.
Valur Benedikt Jónatansson spil-
aði golf í Sandgerði í dag – 7 stiga
hiti, léttskýjað og smágola. Það er
víst janúar, bara frábært.
Fimmtudagur
Arnór Gísli Ólafsson
segir að það sé vor í
lofti. Sótti mótorfák-
inn og tók dásam-
legan rúnt í bænum í
gær. Mér finnst að Trygg-
ingastofnun eigi að niðurgreiða
mótorhjól eins og önnur geðlyf.
Föstudagur
Sigurður Bogi Sæv-
arsson sá par að
kyssast í heita pott-
inum í Laugardals-
lauginni í gærkvöldi.
Voðalega voru þau ástfangin og
hamingjusöm! Má gera ráð fyrir að
fjör færist í leikinn þegar heim er
komið!
Fésbók
vikunnar flett
Í slendingar virðast hafa unun afþví að skipta sér upp í tvær and-stæðar fylkingar og þessi spurn-ing er tilvalin til þess. Sumir
munu svara játandi á meðan aðrir, ég
þar á meðal, svörum nei, súrmaturinn
er ekkert lostæti og hvað þá ómissandi.
Auðvitað skilur maður forfeður okk-
ar sem urðu að nýta þær aðferðir sem
tiltækar voru til að geyma matvæli yfir
vetrarmánuðina. Lambafita í súr sam-
ræmist kannski ekki hugmyndum
samtímans um æskilegt mataræði en
þessi hitaeiningaríka fæða hélt lífinu í
landanum í skammdeginu. Og vissu-
lega er hægt að hafa skilning á því að
menn vilji halda í gamlar hefðir, sem
oft hafa gengið í arf kynslóð frá kyn-
slóð.
Þetta er í sjálfu sér ekkert sér-
íslenskt. Á flestum menningarsvæðum
eru til fornar matarhefðir sem aðrir en
innvígðir eiga erfitt með að tileinka
sér. Svíar eiga sinn surströmming, í
suðurhluta Evrópu eru til ostar sem
minna meira á lifandi verur en matvæli
og í Alaska eru þorskhausar grafnir í
jörð og síðan geymdir í fötum þar til
þeir standa undir nafninu „stink
heads“. Allt ómissandi lostæti í hugum
hóps heimamanna.
Súrmatur, kæst skata og hákarl sóma
sér vel í þessum félagsskap og smell-
passa inn í þennan afkima mat-
armenningarinnar.
Okkur sem ekki erum alin upp við
súrmat (sem er líklega eina leiðin til að
venjast þessu) finnst það vissulega
broslegt hvað áhangendur þorramatar
þurfa alltaf að dásama þetta fæði og
vera með yfirlýsingar um hvað það sé
mikið lostæti. Ef sú væri raunin ætti
auðvitað að hafa þetta á boðstólum ár-
ið um kring og jafnvel hefði maður
búist við því að hér hefðu sprottið upp
skyndibitastaðir til að anna hinni
miklu eftirspurn, þar sem hægt væri að
fá punga með frönskum eða þá að há-
karlabitar væru bornir fram í staðinn
fyrir hnetur á kokkteilbörum.
Sú er hins vegar ekki raunin. Utan
þessa eina mánaðar eru þessar afurðir
fyrst og fremst notaðar til að hrekkja
grunlausa ferðamenn, sem fölna og
kúgast á meðan heimamenn veltast um
af hlátri.
MÓTI
Steingrímur
Sigurgeirsson,
ritstjóri vefsins
vinotek.is
Það er engin spurning í mínumhuga, og hefur aldrei verið, aðsúrmaturinn er ómissandi áþorranum. Ekkert getur komið
í staðinn fyrir þær aldagömlu hefðir sem
eru í heiðri hafðar á þessum árstíma.
Þorramaturinn er, og á að vera, í aðal-
hlutverki í þessar fimm vikur og á meðan
á fólk að leggja frá sér pasta, pítsur og
annað slíkt.
Ég er vanur súrmat úr barnæsku og
það er margsannað að þetta er hollur
matur. Pabbi byrjaði með þorramat strax
og hann stofnaði fyrirtækið, fyrir 48 ár-
um, fimm árum eftir að Naustið byrjaði
með þetta. Við höfum því verið lengst
allra í þessu.
Við lögum allan okkar súrmat sjálf hér
í Múlakaffi og hlustum ekki á neitt kjaft-
æði um að hann sé óhollur vegna fitu eða
annars.
Mér hefur alltaf fundist pungarnir
langbestir, alveg hreint magnaðir, og
þeir eru langvinsælastir. En það eru
tískubylgjur í þessu eins og öðru hjá
þessari þjóð; fólk borðar orðið lítið af
bringukollum og lundaböggum, líka
hefur dregið úr því að fólk borði lifr-
arpylsu og blóðmör, en að sama skapi er
mjög aukin ásókn í pungana og sviða-
sultuna.
Það hefur reyndar dregið töluvert úr
því að fólk borði súrmat í gegnum árin
og í sumum veislum er lítið um hann en
þeim mun meira um saltkjöt, hangikjöt,
harðfisk, sviðakjamma og fleira slíkt.
Fjölbreytnin er alltaf að aukast.
En hvort sem menn eru hrifnir af súr-
matnum sjálfum eða ekki verð ég mikið
var við að fólki finnst það nauðsynlegur
hluti af lífinu á þessum tíma árs að fá sér
þorramat; það vill lyfta sér upp í
skammdeginu og finnst skemmtilegt að
gera sér dagamun með þessum hætti.
Mörg þúsund manns borða þorramat frá
okkur árlega; í heimahúsum, fyr-
irtækjum, hesthúsum og sum-
arbústöðum, svo ég nefni dæmi, og
stemningin er alltaf mikil. Hjá okkur
eykst salan á hverju ári og það segir sína
sögu að aldurshópurinn er mjög breiður.
Við erum með mötuneytið í Háskólanum
í Reykjavík, og það vakti gríðarlega
lukku hjá nemendum þegar við vorum
með þorrablót þar í hádeginu fyrir
stuttu.
MEÐ
Jóhannes
Stefánsson,
veitingamaður
í Múlakaffi
Er súrmatur ómissandi
lostæti á þorranun?
Mér hefur alltaf fundist
pungarnir langbestir, alveg
hreint magnaðir, og þeir
eru langvinsælastir.
Utan þessa eina mánaðar
eru þessar afurðir fyrst
og fremst notaðar til
að hrekkja grunlausa
ferðamenn.