SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Qupperneq 19
30. janúar 2011 19
maganum að leika Pétur Pan. Þegar ég
sagði þetta leit Friðrik Friðriksson, sem
lék hlutverkið árið 1997, á mig og svaraði
eftir nokkurra sekúndna þögn. Það yrði
þá að vera ansi flippaður leikstjóri!“
Þórunn segir að leikari þurfi „að læra
að dýrka og dá styrkleika sína“ og Jó-
hannes Haukur tekur undir það. „Það er
ósköp eðlilegt að leikstjóri velji leikara
eftir því sem hentar best. Við leikararnir
verðum síðan að passa upp á það sjálf að
hafa þetta fjölbreytt.“
Þau hlakka bæði til að sýna fyrir fullu
húsi af börnum. „Þetta eru uppáhalds-
vikurnar mínar í leikhúsinu, svona síð-
ustu tvær vikurnar fyrir sýningu þegar
allt smellur saman,“ segir Þórunn og fé-
lagi hennar tekur við. „Nema þegar mað-
ur er í sýningum þar sem allt er í rugli, þá
er þetta versti tíminn!“
„En þegar maður finnur árangur erf-
iðisins og er bara að uppskera eins og
núna, það er uppáhaldið mitt.“
Lærdómurinn og vináttan
Sýningin hefur vissulega skemmtanagildi
en hver er helsti lærdómur hennar?
Jóhannes Haukur verður fyrir svörum.
„Að hlusta á hvert annað og gefa hvert
öðru gaum þó að við séum ólík. Að öllum
líkindum getum við lært eitthvað af hin-
um aðilanum. Verkið fjallar ekki síst um
vináttu, að standa saman og hjálpa hvert
öðru,“ segir hann.
En skyldu þau hafa lært af hlutverkum
sínum? „Ég er ekkert svo ólík þessari
prinsessu. Ég er sjálf svo lífsglöð og finnst
gaman að vera til. Þess vegna finnst mér
hún kannski svona skemmtileg,“ segir
hún og hlær.
„Það kemur ekki alltaf fyrir en oft, að
maður læri eitthvað af persónunum sem
maður er að leika. Það fer eftir því hversu
ólík hún er manni sjálfum. Maður er líka
alltaf að spá í hvernig persónan sem mað-
ur er að leika bregst við í sínum að-
stæðum,“ segir Jóhannes Haukur.
„Maður verður alltaf pínulítið betri
manneskja held ég. Maður hugsar um
persónurnar: Mig langar að verða svona
eða mig langar alls ekki að vera svona og
hugsar: Hvað get ég gert,“ segir Þórunn.
Lærdómurinn er ekki síst fenginn frá
öðrum leikurum. „Svo er hann Örn
Árnason hérna með okkur og hann er
með heil þrjátíu ár í bransanum að baki.
Það er mikill fengur að hafa hann hér.
Hann fleygir í okkur hverjum gullmol-
anum á fætur öðrum á sviðinu með alls
kyns ábendingar. Hann er mjög gjafmild-
ur.“
Þórunn tekur undir þetta. „Og hann er
alltaf að segja mér sögur af leikhúsinu í
gamla daga, öllum kempunum hér í Þjóð-
leikhúsinu.“
Jóhannes Haukur á stelpu sem er að
verða tveggja og hálfs árs. „Ég er búinn að
vera duglegur að fara með hana í leikhús.
Hún hefur bara gott af því, ég ætla að láta
hana sjá þetta fjórum fimm sinnum og
held hún hafi bara gaman af því. Hún
hefur séð mig leika áður en varð bara
hrædd við mig. Tók mig ekkert í sátt fyrr
en þegar hún var að fara að sofa um
kvöldið. Hún þarf að venjast þessu stelp-
an. Bara á meðan hún fer ekki að kalla í
mig uppi á sviði!“
Er skemmtilegasta frænkan
Þórunn á ekki barn en er „skemmtileg-
asta frænka í heimi“ en systkini hennar
eiga börn. „Það er ekkert skemmtilegra
en að koma að gista hjá Tótu frænku. Þau
fá öll miða á frumsýninguna. Ég hef líka
verið að vinna mikið með krökkum, ver-
ið með leiklistarnámskeið og í leikskóla
og finnst það mjög skemmtilegt.“
Þórunn segir alltaf gaman að leika og
Jóhannes Haukur tekur undir það. „Mað-
ur venst því ekkert að vera á sviði og leika
fyrir fimm hundruð manns. Það er stór-
kostlegt í hvert skipti. Þú ert alltaf með
fólk sem er að upplifa þetta í fyrsta sinn
og það gefur manni svo mikla orku. Þetta
er endalaust skemmtilegt.“
’
Þetta eru uppáhalds-
vikurnar mínar í
leikhúsinu, svona
síðustu tvær vikurnar fyrir
sýningu þegar allt smellur
saman.
Morgunblaðið/Kristinn