SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Side 22

SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Side 22
22 30. janúar 2011 Öll fyrirtæki þurfa stöðugt að vera í stefnu-mótun – að meta tækifæri og ógnanir semþarf að bregðast við,“ segir Hörður Arn-arson, forstjóri Landsvirkjunar. „Það á sér- staklega við hjá Landsvirkjun, þar sem ytri skilyrði hafa breyst mikið. Eðli starfseminnar er að selja raforku til er- lendra viðskiptavina og fer 80% af okkar orku til fjöl- þjóðlegra fyrirtækja, en 20% til innlendrar notkunar. Það stefnir í að þetta hlutfall verði 90% á móti 10%. Okkar möguleikar ráðast því mikið af því, hvernig þróunin verður á erlendum raforkumörkuðum.“ – Hvernig eru horfur þar? „Fram til ársins 2000 byggðu markaðirnir á rík- isreknum fyrirtækjum, sem voru miðstýrð og hagn- aðarsjónarmið ekki ríkjandi, en það breyttist um áramót- in þegar raforkumarkaðurinn varð markaðsvæddur. Ísland á mesta umframorku af öllum löndum í heiminum, ekkert land framleiðir svona mikið rafmagn á íbúa, en við eigum samt ekkert mikið af rafmagni. Þegar raforkuverð fer hækkandi erlendis skapar það ný tækifæri fyrir Landsvirkjun, fleiri tegundir af fyrirtækjum sýna áhuga og það gerir okkur kleift að fá hærra verð. Við þurfum þó áfram að bjóða lægra verð hér en í Evrópu vegna fjar- lægðar frá mörkuðum.“ Straumhvörf og breytingar – Hvaða nýju áherslur er lagt upp með í rekstrinum? „Að Landsvirkjun verði markaðs- og rekstrardrifnara fyrirtæki. Við vorum í framkvæmdaferli, sem náði há- marki með byggingu Kárahnjúkavirkjunar sem var tekin í gagnið árið 2007. Það er eðlilegt í lífsskeiði fyrirtækja að leggja fyrst grunninn, en að næsta skref sé ekki byggt eins mikið upp á framkvæmdum. Þær eru líka orðnar um- deildari en áður. Það fara því saman ákveðin straumhvörf á Íslandi og breytingar á markaðsaðstæðum erlendis. Við höfum unnið að því allt síðasta ár og verðum fram á þetta ár að endurskoða stefnuna. Á haustfundinum hófum við umræðuna um hvert við stefndum til þess að hagsmuna- aðilar og eigendur, sem eru þjóðin, gætu myndað sér skoðun á því og í raun haft áhrif á ferlið, því við munum hlusta á sjónarmið annarra.“ – Þú segir að Landsvirkjun sé að stíga út úr uppbygg- ingarfasa, sem þú skilgreinir frá 1965 til 2010, og sú stefna sem fylgt hafi verið, hafi verið rétt fyrir þann tíma? „Já, ég tel hana hafa verið rétta fyrir fyrirtækið. Í fyrsta lagi voru markaðsaðstæður þannig erlendis, að lítið var hægt hrófla við verði, samningsstaða Íslands var til- tölulega veik, því það fór vel um fyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum þó að verðið væri aðeins hærra. Nú eru hinsvegar engir langtímasamningar í boði í Evrópu. Á þessum tíma var hinsvegar erfitt að sækja fyrirtæki til Ís- lands. Við þurftum líka að byggja upp grunn í raf- orkukerfið til að geta öðlast stærðarhagkvæmni. Að því leyti er Landsvirkjun eins og önnur tæknifyr- irtæki, til dæmis Marel. Það þurfti að fara í gegnum eðli- legt þróunarskeið. Svo þegar grunnurinn hefur verið lagður færist áherslan yfir á reksturinn. Áherslurnar breytast á ólíkum lífsskeiðum fyrirtækja, smám saman færast þær úr framkvæmdum yfir í rekstur og á endanum eru engar framkvæmdir – aðeins markaðsmál og rekst- ur.“ Arðsemi drifkrafturinn – Þú talar um að stefnan sé sjálfbær þróun, verðmæta- sköpun og hagkvæmni. Er það verðmætasköpun fyrir þjóðfélag eða fyrirtæki? Felst samfélagslega ábyrgðin í arðgreiðslum en ekki öðrum áhrifum, svo sem að skapa störf og búa í haginn fyrir sprotafyrirtæki? „Við berum ríka samfélagslega ábyrgð gagnvart því hvernig við vinnum á Íslandi, sem felst í kröfunni um fagleg vinnubrögð, samstarf við menntastofnanir með nýsköpun sem markmið og góðri umgengni við landið. En ábyrgðin felst líka í því að skila arðsemi til þjóð- arinnar. Við ræddum það á haustfundinum sem var hald- inn í nóvember og erum að átta okkur á því, að arðsemin getur orðið mikil ef vel tekst til og þróunin er áfram hag- stæð á erlendum mörkuðum. Geta fyrirtækisins ræðst af því.“ – Hvað um hugmyndir Michaels Porters að jarð- hitaklasa sem hann kynnti á orkuráðstefnu í haust? „Við erum að vinna að verkefni með Porter. Lykillinn að jarðhitaklasanum er að okkar mati arðbær raforkufyr- irtæki, sem síðan kaupa innlenda þjónustu til að verða enn arðbærari. Hann nefndi sjávarútveginn sem dæmi og sá öflugi fyrirtækjaklasi sem myndast hefur þar er drifinn áfram af vilja til að skapa arðsemi. Drifkrafturinn felst í vel reknum og arðsömum fyrirtækjum, sem borga svo fyrir rannsóknirnar, að sjálfsögðu með sjálfbærni í huga, ábyrga nýtingu á náttúruauðlindum og að vera ábyrgur borgari í samfélaginu. Ef arðsemi er ekki til staðar nær greinin ekki að styðja við klasann. Porter lagði áherslu á það að ekkert væri að því að fyrirtæki í ríkiseigu væri í orkuframleiðslu, svo lengi sem það hegðaði sér eins og fyrirtæki á markaði. Ef það hegðaði sér eftir öðrum for- sendum, þá hefði það slæm áhrif á þróun á raforkumark- aðnum og skerti möguleika samkeppnisaðila.“ – Porter var ómyrkur í máli er hann auglýsti eftir orkustefnu frá stjórnvöldum á sviði jarðhita. „Já, ég held að langtímastefnu skorti á mörgum sviðum á Íslandi. Það er mjög mikilvægt að móta bæði orkustefnu og eigendastefnu ríkisins fyrir þau fyrirtæki sem það rek- ur. En eins og komið hefur fram hjá fjármálaráðherra og rætt hefur verið á fundum, þá verður stefna fyrirtækisins til innan eigendastefnu og stóra myndin felst í orkustefn- unni – hvernig við viljum nýta orkuauðlindirnar og hverskonar leikreglur gilda á markaðnum. En orkustefna á ekki að fjalla um að ákveðin tegund af fyrirtækjum sé æskileg umfram aðra – sú leið beið skip- brot með laxeldi og loðdýrarækt. Það þarf líka að liggja til grundvallar skýr stefna til umhverfismála, hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá að starfa á Íslandi. Stjórnvöld þurfa að leggja skýran ramma, leikreglur og skýrar kröf- ur, en síðan þarf markaðurinn að ráða sér sjálfur.“ Óskýr stefna óþægileg – Skapar það óvissu að málflutningur stjórnarflokkanna ber með sér að þeir séu á öndverðum meiði í virkj- anamálum? „Það hefur engin bein áhrif, en það er óþægilegt fyrir alla sem starfa í orkugeiranum að stjórnvöld hafi ekki skýra stefnu. Í raun er það stjórnvalda að ákvarða nýt- ingar- og náttúruverndarstefnu, annarsvegar ramma- áætlun um nýtingu og verndun og hinsvegar nátt- úruverndaráætlunina. Þegar núningur verður á milli þessara áætlana, má velta fyrir sér hvort þær eru jafn- réttháar eða önnur eigi að koma á undan hinni. En hinsvegar er það ekki Landsvirkjun sem ákveður hvar er virkjað. Við höldum til haga öllum virkj- unarkostum, jafnvel þó að þeir séu umdeildir. Hagsmunir fyrirtækisins felast í að halda þeim til haga og leitast við að nýta mögulega virkjunarkosti með sem minnstum umhverfisáhrifum. Röksemdafærslan er einföld, það er samkeppni á markaðnum og ef við sem fyrirtæki föllum frá virkjunarkostum þýðir það ekki að hætt verði við að virkja – annar einkaaðili gæti ráðist í það. Þannig að við höldum þessum kostum opnum, en bíðum ákvarðana stjórnvalda um þessa kosti. Við munum að sjálfsögðu sætta okkur við þær niðurstöður sem koma frá stjórn- völdum, eins og í Gjástykki; við erum ekkert að vinna neitt á þessum svæði sem rýrir verndargildi þess. En við föllum ekki frá því geta tapast verðmæti og annað sjálf- stætt fyrirtæki sótt um leyfið. Ríkið þarf að semja við landeigendur og eigendur auðlindarinnar um verndunina og það getur verið flókið ferli, því aðilinn sem á auð- Hörður Arnarson vill að Landsvirkjun verði markaðs- og rekstrardrifnara fyrirtæki. Auðlindir orka og Landsvirkjun Stefna Landsvirkjunar er í mótun um leið og auðlindamálin eru til umræðu í þjóð- félaginu. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, talar um framkvæmdir á teikniborðinu, arðgreiðslur í þjóðarbúið, eignarhald á auðlindum og margt fleira. Pétur Blöndal pebl@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.