SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 24
24 30. janúar 2011 Fólk fer í heilsurækt til að bætaheilsuna,“ segir Gauti Grétarssonsjúkraþjálfari. „Það vill komast íbetra líkamlegt ástand, minnka fitulagið og auka vellíðan. En æfingunum hættir til að snúast frekar um magn en gæði. Það er fínt að hreyfa sig í hálftíma eða þrjú korter á hverjum degi, en það að hreyfa sig einn til tvo klukkutíma og hlaupa 15 til 20 kílómetra er ofurþjálfun sem hentar ekki öllum. Vandinn er að stíg- andin er of hröð. Það veldur því að stoð- kerfið nær ekki að aðlagast þjálfunarálag- inu, fólk fer að finna til í öxlum, baki og hnjám sem er ekki það sem það lagði upp með. Þá er það farið að skaða líkamann með of mikilli þjálfun og heilsuræktin að snúast upp í andhverfu sína.“ – Ertu þá með líkamsræktarstöðvar í huga? „Ég horfi frekar á tilhneiginguna. Þetta er ekki neinum að kenna. Ég líki þessari þróun við ofþensluna í fjármálakerfinu. Þegar allir stefna í sömu átt getur orðið mikið kapphlaup. Það kemst í tísku að gera svo svakalega mikið; enginn er maður með halda honum í réttri stöðu. Ef of mikið er gert af því að þjálfa stóra og sterka vöðva hafa hinir ekki tíma til að standast álagið. Það styrkir vöðva sem þarf ekki að styrkja, en veikir vöðva sem þurfa að vera sterkir. Ég fæ til mín margt fólk sem stundar hnébeygjur með þung lóð en þegar það stendur upp af stól notar það hendurnar til að lyfta sér upp. Ég fæ íþróttamenn sem geta lyft 100 kílóum í bekk en sitja eins og rækjur í stól. Það þarf að byrja á því að rétta úr fólki og kenna því að bera sig rétt, vera upprétt og sitja rétt, þá strax erum við farin að hjálpa einstaklingum. Störfin eru þannig að flest sitjum við lungann úr deg- inum, hvort sem við erum í skóla eða vinnu, og erum hokin framan við tölvur. Þá þurfum við ekki að gera æfingar sem ýta undir að vera í hokinni stöðu. Þessar hefð- bundnu kviðæfingar, svo dæmi sé tekið, toga okkur í sömu stöðu og þegar við sitj- verða fyrir skaða eru mjög miklar og mörg dæmi um efnilega íþróttamenn, sem keppa í tveimur til þremur flokkum samtímis, og það endar yfirleitt með ósköpum. Svo erum við sjúkraþjálfarar að reyna að lappa upp á þá. Oft á tíðum er skaðinn það mikill að viðkomandi verður að hætta þátttöku í þeirri íþrótt. Ábyrgð foreldra er mikil, íþróttakennara og þjálfara.“ – Það þurfa allir að gæta sín? „Líkamskeðjan hefur ákveðna veikleika og það sem skiptir máli er að styrkja þá veikleika, en ekki styrkja það sem eykur á veikleika líkamans. Oft á tíðum eru þessir svokölluðu stóru sterku vöðvar þjálfaðir til að styðja við útlitsdýrkunina en flestir þeirra eru frekar skaðlegir stoðkerfinu en hitt. Þess vegna tölvum við um djúpa bol- vöðva, kviðvöðva og bakvöðva, sem eru meginvöðvar í að halda líkama uppréttum, mönnum nema hann sé á milljón á öllum vígstöðvum. Fólk er alltaf hvatt til að gera meira en minna. Ég geri ekki ráð fyrir að það sé endilega stefna þeirra sem reka þessar stöðvar, í raun eru allir að reyna að hjálpa til, en þetta gerist bara.“ – Það þarf að huga að jafnvægi í æfing- um? „Já, þegar fólk er farið að hlaupa á mal- biki 10 til 20 kílómetra í hvert skipti fer það ekkert voðalega vel með stoðkerfið. Það er engum hollt að þjálfa sig upp í það að geta gert 100 armbeygjur í einu.“ – Æ fleiri setja markið hátt og taka þátt í ýmsum ofuríþróttum. „Fólk verður að átta sig á að þátttaka í ofuríþróttum felur í sér áhættu. Það er hætta á slitmeiðslum í baki, hnjám og mjöðmum. Og sömuleiðis þarf að horfa alla leið – hvað skrokkurinn þolir marga kíló- metra á einni ævi. Bílar endast 200 þúsund kílómetra, en þola líkamar einstaklinga svona mikinn þjösnaskap á skömmum tíma? Það sama gerist með unga íþróttamenn þegar þeir æfa alltof mikið. Líkurnar á að Útlitsdýrkun á kostnað heilsunnar Nú er runninn upp árstími áramótaheitanna. Það hafa margir í hyggju að hlaupa af sér samviskubitið eftir átveisluna yfir hátíðarnar. Sumir setja jafnvel markið hátt og stefna á maraþon eða meiri þol- raunir. En Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari hefur áhyggjur af heilsuræktaræðinu sem hann segir hafa gripið um sig á Íslandi og leggur áherslu á að kapp sé best með forsjá. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari segir æfingum hætta til að snúast meira um magn en gæði.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.