SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Side 26
26 30. janúar 2011
Þær birtingarmyndir sem dregnar eru upp í fjöl-miðlum af geðröskunum og fólki með geðrask-anir hafa mikil áhrif, bæði á fólkið sjálft og al-menning. Það skiptir því máli að þekking á
geðheilbrigðismálum sé til staðar á fjölmiðlum og að vilji
sé til þess að fjalla um þau mál af fagmennsku og hlut-
lægni. Erlendar rannsóknir sýna að í gegnum tíðina hef-
ur það ekki verið reyndin. Fjölmargir erlendir fræði-
menn eru sammála um að umfjöllun fjölmiðla um
geðraskanir og fólk með geðraskanir, jafnt í fréttum sem
í afþreyingarmiðlum, hafi áhrif á þá fordóma sem þeir
upplifa frá samfélaginu og félagslega skömm þar sem
fjölmiðlar eru svo stór hluti af félagmótun okkar. Und-
irrituð gerði rannsókn á umfjöllun Morgunblaðsins um
geðraskanir og fólk með geðraskanir á tímabilinu 1993-
2008. Tekin voru út fjögur ár í gagnasafni Morgunblaðs-
ins, 1993, 1998, 2003 og 2008 en alls voru 1636 greinar
greindar eftir ákveðnum atriðisorðalista og ákveðnum
þáttum með aðferðum innihaldslýsingar. Meginmark-
miðið var að skoða þróun umföllunar og hvers konar
birtingarmyndir dregnar voru upp, skoða hvers eðlis
umfjöllunin var, umfang hennar og sjónarhorn.
Sprenging í umfjöllun á milli áranna 1993-1998
Í rannsókninni kom í ljós að umfjöllun um geðraskanir
og fólks með geðraskanir fimmfaldast á milli áranna
1993 og 1998, en hana er erfitt að skýra nema í ákveðinni
þjóðfélagslegri vitundarvakningu sem verður á þessum
árum. Árið 1993 var nær engin umfjöllun um geðrask-
anir en árið 1998 fengu allar geðraskanir einhverja um-
fjöllun. Árin 1998, 2003 og 2008 var fjallað um nær allar
raskanirnar nema áfallaröskun og áráttu- og þráhyggj-
uröskun sem fengu enga umfjöllun árið 2003 og 2008,
þrátt fyrir að um 2-3% landsmanna séu að jafnaði
haldnir þeim síðarnefnda. Sama á við um félagsfælni en
um 12% þjóðarinnar eru með hann og um 2% lands-
manna með persónuleikaröskun sem einnig fær litla sem
enga umfjöllun. Það er því ljóst að mikið misræmi er í
hlutfallsskiptingu geðraskana í raunveruleikanum og
umfjöllunar á mismunandi tegundum geðraskana í
Morgunblaðinu öll árin. Meginumfjöllunin er um þung-
lyndi en 12-15% þjóðarinnar eru með þá röskun hverju
sinni en það hlutfall er næst raunveruleikanum.
Greinar þar sem leitarorðið þunglyndi kom upp í leit-
arvél gagnasafns Morgunblaðsins voru mjög fjölbreyttar
og fjölluðu um nokkrar tegundir þunglyndis eins og
öldrunarþunglyndi og fæðingarþunglyndi. Lögð var
áhersla á fræðslu um sjúkdómanna, einkenni og hugs-
anlegar lausnir. Oftar var fjallað um þunglyndi sem or-
sök eða afleiðingu annarra vandamála sem koma upp í
lífi fólks eins og í kynlífi, við skilnað, áfengis- og vímu-
efnavanda, í kjölfar kynferðislegrar misnotkunar, ein-
eltis og ástarfíknar, við svefn- og svefntruflunum, of-
virkni eða fjármálavanda. Þá er fjallað um þunglyndi í
tengslum við listsköpun eins og bókmenntir, kvik-
myndir og tónlist án þess að það sé þungamiðja umfjöll-
unarinnar og sömuleiðis kemur það við sögu þegar rætt
er um stefnumótun í heilbrigðisþjónustu, geðheilbrigði,
sjálfsvíg og erfðatengsl þunglyndis.
Þar sem orðið þunglyndi hefur svo margar birting-
armyndir og tengist svo mörgum öðrum sjúkdóms-
myndum og lífstíl þá getur það verið ástæðan fyrir því að
það komi svo mikið oftar fyrir í orðaleitinni en aðrir
sjúkdómar, þó ekki sé verið að fjalla um geðröskunina
þunglyndi eingöngu. En séu listir fjarlægðar þá er um-
fjöllunin fremur sjúkdómsvædd en um leið kemur í ljós
að þunglyndi tengist mjög mörgu í veruleika fólks.
Læknar oftast viðmælendur
Læknar voru í meirihluta viðmælenda (36%) Morg-
unblaðsins á þessu árabili. Þeir voru fyrst og fremst við-
mælendur blaðamanna og þá í hlutverki sérfræðingsins,
þess sem veit og það sjaldnast gagnrýni á það. Áherslan
var á sjúkdóminn og læknirinn sem sérfræðingur svarar
spurningum um hugsanlegar orsakir, einkenni, lyfja-
notkun eða aðrar mögulegar lausnir.
Þrátt fyrir aukna umfjöllun um geðraskanir á milli ár-
anna 1993 og 2008 jókst sýnileiki fólk með geðraskanir
ekki að sama skapi í Morgunblaðinu. Það er hins vegar
þversögn í því að fleira fólk með geðraskanir sendi inn
aðsendar greinar með hverju rannsóknarárinu. Heild-
arfjöldi viðtala við fólk með geðraskanir og aðsendra
greina þeirra öll rannsóknarárin er um 6% af heild-
arfjölda greinanna. Séu þessar tölur bornar saman við
sýnileika lækna eða heilbrigðisstarfsfólks í greinunum
var sá hópur sex sinnum oftar í blaðinu. Það jókst með
hverju árinu að fólk með geðraskanir sendi inn greinar
til birtingar í blaðinu en í þessum greinum er það að
fjalla um einelti, heilabilun, kvíða, skort á umfjöllun um
geðheilbrigðismál og óviðunandi aðbúnað í geðheil-
brigðiskerfinu svo eitthvað sé nefnt.
Aðstandendur var hópur sem Morgunblaðið fjallaði
ekki oft um en gerði sig sýnilegan í gegnum aðsendar
greinar, rétt eins og fólk með geðraskanir sjálft gerir
líka. Um 6% af greinunum, eða um 100 greinar, voru
sendar inn af aðstandendum til blaðsins til birtingar á
árunum fjórum. Í þeim greinum var oft verið að benda á
brotalamir í kerfinu, ósk um betri þjónustu, verið að
fræða til að draga úr fordómum í samfélaginu eða hrein-
lega kalla á hjálp.
Það má segja að þótt Morgunblaðið fjalli ekki mikið
sjálft um fólk með geðraskanir og aðstandendur rann-
sóknarárin þá hafi síður þess engu að síður staði opnar
fyrir þessum tveimur hópum.
Orðanotkun breytist og þróast og greinar á innsíðum
Eitt sem breytist og þróast á milla ára er orðanotkunin.
Öll árin voru orðin geðsjúkdómur eða geðsjúkdómar fá-
tíð en svo leysa orðin geðröskun og geðraskanir þau nær
alveg af hólmi árin 2003 og 2008, svo tala má um
sprengingu, en þau voru notuð í örfáum tilfellum árið
1998. Það virðist þó ekki alveg verða á kostnað orðanna
geðsjúkdómur og geðsjúkdómar en þau síðarnefndu
voru á síðustu tveimur árunum notuð allt að fjórum
sinnum sjaldnar. Notkun orðsins geðveiki breytist lítið
og er hlutfallslega sú sama öll árin en orðunum geðsjúkl-
ingur og geðsjúklingar fór verulega fækkandi frá árinu
1998. Árið 1993 kom upp eitt tilvik en fór upp í 28 tilvik
1998 og fækkaði svo aftur niður í átta árið 2003 og sex
árið 2008. Jákvæð orð eins og geðheilbrigði, geðheilsa og
geðrækt virðast ekki koma inn í umræðuna fyrr árið
2003 og þá með verkefninu Geðrækt. Orðið átröskun
kom ekki til sögunnar fyrr en 1998 en þangað til er not-
ast við erlendu heitin anorexía og bulímía eða/og svo ís-
lensku heitin lotugræðgi og lystarstol. Sömuleiðis virðist
orðið geðhjúkrunarfræðingur ekki hafa unnið sér sess í
málinu 1993, en það er þá tiltölulega nýtt starfsheiti.
Umfjöllun um geðraskanir fór sárasjaldan á forsíðu
Morgunblaðsins þessi ár og er því samkvæmt fræðunum
ekki talin söluvæn. Í þeim tilvikum sem umfjöllun um
geðsjúkdóma fór á forsíðu er oftast um að ræða erlent
frægt fólk eða fréttir sem tengjast geðröskunum. Annars
voru fréttir sem vörðuðu geðraskanir eru svo fáar á for-
síðu þessi ár eða ellefu talsins, að það er ekki hægt að
greina neitt mynstur í efnistökum. Frétt fer aldrei bak-
síðu, nema árið 2003 en þá verður sprenging. Er þá yf-
irleitt verið að vísa í frekar umfjöllun inni í blaðinu en þá
var uppi mikil umræða um átröskunarsjúkdóma. Annars
fara nær allar greinar, fréttir eða viðtöl um geðraskanir
eða fólk með geðraskanir fara á innsíður Morgunblaðsins
þessi ár.
Greinarnar hafa fræðslugildi og eru hlutlægar
Greinar voru í meirihluta (66%), fréttir komu þar á eftir
(28%) og hrein viðtöl ráku lestina (6%). Fréttirnar voru
frekar af pólitískum toga eða fréttir af opinberri stefnu-
mótun eða stjórnsýslu en það var þó ekki einhlítt. Það
gátu líka verið stuttar fréttatilkynningar, t.d. frá Land-
læknisembættinu og hagmunasamtökum. Greinarnar
höfðu margar fræðslu- eða forvarnargildi en fjölluðu um
Fagleg umfjöllun
en fólk með geð-
raskanir fjarverandi
Í þessari þriðju og síðustu grein um birtingamyndir geðraskana og
fólks með geðraskanir í fjölmiðlum, bæði almennt og í Morgunblaðinu
á tímabilinu 1993-2008 er fjallað um meginniðurstöður rannsóknar
greinarhöfundar og rætt við Styrmi Gunnarsson fyrrv. ritstjóra.
Unnur H. Jóhannsdóttir
’
,,Sýnileiki lækna og heilbrigð-
isfólks er sex sinnum meiri en
fólks með geðraskanir í um-
fjöllun Morgunblaðsins og eru þá að-
sendar greinar teknar með sem hífir
töluna töluvert upp.“