SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Page 28
28 30. janúar 2011
Mér skilst að hann sé í endurskoðun og vonandi
bera menn gæfu til að setja saman raunhæft plagg í
þetta skiptið.
Stjórnendur RÚV hafa alltof lengi verið í þeim
fasa að líta á kvikmyndagerðarmenn sem enn einn
þrýstihópinn sem þarf að díla við, jafnvel af illri
nauðsyn. Það er auðvitað mikill misskilningur, það
er ekkert „þeir gegn okkur“-dæmi í gangi, við til-
heyrum öll sama hópnum, fólkinu sem býr til dag-
skrá fyrir íslenskt sjónvarp. Sum okkar vinna inn-
anhúss, önnur utanhúss en þetta er sama mengið.“
Gerum það samt
Þú hefur verið kvikmyndagerðarmaður í fjölmörg
ár. Er auðvelt að gera íslenska kvikmynd í fullri
lengd í dag?
„Ja, nú hef ég ekki gert slíka mynd sjálfur en mér
skilst á kollegum mínum að það hafi aldrei verið
auðvelt, oftast bölvað vesen, og þá skipti meint
góðæristímabil litlu máli. Þegar hrunið kom hugs-
aði maður: Já, nú eru allir Íslendingar orðnir
blankir og komnir á sama stað og kvikmyndagerð-
armenn sem hafa alltaf þurft að berjast í bökkum.
kerfið og menntamálaráðherra hefur reyndar tekið
vel í þær hugmyndir.“
RÚV er ekki fréttastöð
Kvikmyndagerðarmenn hafa verið afar gagn-
rýnir á Ríkissjónvarpið og sagt að það standi ekki
vörð um íslenska menningu. Er þetta ekki of hörð
gagnrýni?
„Þetta er í rauninni sárgrætilegt upp á að horfa
því ég vil veg Sjónvarpsins sem mestan. Eitt af
helstu vandamálum þess, og það er eins og það hafi
ágerst með árunum, er að fréttir eru þar upphaf og
endir alls. Fréttamenn hafa til dæmis hertekið inn-
lenda dagskrárdeild. Hvers vegna, með allri virð-
ingu fyrir því ágæta fólki? Fréttir birta okkur aðeins
takmarkaða sýn á samfélagið, þó að fréttamenn og
pólitíkusar virðist stundum halda annað.
Núverandi útvarpsstjóri, sem gat sér góðan orðs-
tír sem fréttamaður, virðist leggja sig fram við að
gleyma því að erindi RÚV, samkvæmt lögum, er
ekki aðeins fólgið í því að sinna fréttaflutningi.
RÚV er ekki fréttastöð. RÚV hefur einnig skil-
greindar menningarlegar skyldur. Það er annað
jafnmikilvægt erindi. Ég sé hins vegar fá merki um
að þeim skyldum sé sinnt af einhverri sannfæringu
í Sjónvarpinu. Hvar er metnaðarfull áætlun um
uppbyggingu leikinnar dagskrárgerðar? Hvar er
samskonar plan um sýningar á vel unnum heim-
ildamyndum sem taka á samfélagi okkar og sögu
með einhvers konar markvissum hætti? Það er
hlutverk stjórnenda RÚV að hafa á þessu skoðanir
og taka frumkvæði. Leggja fram sínar áætlanir
þannig að hægt sé að fylgjast með og skapa umræð-
ur og aðhald.
Hvar er dagskrárstefna Sjónvarpsins, sem þeim
er uppálagt að leggja fram samkvæmt þjónustu-
samningi? Mér skilst að þeir hafi sagt ráðuneytinu
að dagskrárstefnan birtist á skjánum á hverjum
degi og það væri nóg. Það er auðvitað ekki nóg.
Bæði er framkvæmdinni afar ábótavant og annað er
að án gegnsærrar markmiðasetningar endar öll
umræða um dagskrá Sjónvarpsins í einhverjum
þrætum og hnútukasti, yfirsýn skortir og þá er
stutt í fjas um aukaatriði. Ég reyndi að spyrja Pál út
í þetta á málfundi um RÚV um daginn. Hann sagð-
ist ekki skilja spurninguna.
Og talandi um þjónustusamninginn. Samkvæmt
honum átti að auka hlutfall innlends efnis úr 44% í
65% á fimm árum. Og þar sem tekið var fram að
ekki ætti að auka við hlut frétta var í rauninni verið
að tala um 150% aukningu á því sem við köllum
innlenda dagskrárgerð. Vissulega metnaðarfullt og
þarft plan, en samningurinn er auðvitað rústir ein-
ar núna og hefur verið það í raun mestallan tímann.
Kvikmyndaáhugamenn fengu góða við-bót þegar Bíó Paradís við Hverfisgötutók til starfa en þar eru sýndar gamlarog nýjar gæðakvikmyndir. Ásgrímur
Sverrisson kvikmyndagerðarmaður er dagskrár-
stjóri kvikmyndahússins. Hann segir starfsemina
ganga vel.
„Við erum í uppbyggingarferli og lítum á þetta
sem langhlaup. Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur
stutt okkur með ráðum og dáð, borgaryfirvöld hafa
sýnt stuðning sinn í verki frá upphafi og nú höfum
við einnig fengið afar góðan stuðning frá ríkinu.
Þetta eru afar þakklát framlög og þau gera þessa til-
raun mögulega en dekka aðeins hluta kostnaðarins.
Þess vegna erum við að miklu leyti upp á náð ís-
lenskra bíógesta komin, en það er bara ágætis hlut-
skipti. Þetta er fyrir þá gert. Okkar spurning er
hvort nægilega margir séu þarna úti sem vilja fara
aðrar leiðir, prófa nýja hluti.“
Hver er sérstaða Bíós Paradísar?
„Bíóið hefur mjög skýrt erindi: að efla fjölbreytni
í framboði kvikmynda á Íslandi. Það eru kvik-
myndagerðarmenn sem standa að þessum rekstri
ásamt Alþjóðlegri kvikmyndahátíð og grasrót-
arsamtökum kvikmyndaunnenda og það er vegna
þess að okkur rennur blóðið til skyldunnar. Á end-
anum er þetta spurning um kvikmyndamenningu í
landinu. Að almenningur hafi reglulegt aðgengi að
fjölbreyttu úrvali kvikmynda og hafi tækifæri til að
kynnast margs konar frásagnaraðferðum og and-
rúmslofti sem er í mörgum tilfellum ólíkt því sem
býðst innan meginstraumsins frá Hollywood. Við
leggjum áherslu á að sýna það sem önnur kvik-
myndahús hafa ekki verið að sýna nema að tak-
mörkuðu leyti. Ég vil hins vegar taka skýrt fram að
við stillum okkur ekki upp gegn hinum kvik-
myndahúsunum heldur lítum við á okkur sem við-
bót. Við eigum í mjög góðu samstarfi við þau, enda
eru þau einnig dreifingaraðilar og við fáum margar
myndir frá þeim
Kvikmyndamenning okkar er fátækleg. Við Ís-
lendingar förum þjóða mest í bíó, en við vitum ekki
mikið um kvikmyndir, annað en Hollywoodfram-
leiðsluna. Á Íslandi er ennþá verið að deila um
hvort kvikmynd sé listform. Meira að segja innan
stjórnkerfisins finnum við kvikmyndagerðarmenn
að þetta er dregið í efa. Þetta er afleiðing af áratuga
vanrækslu og sinnuleysi gagnvart möguleikum
kvikmyndarinnar. Hún er miklu meira en bara
popp og kók, þótt það geti verið ágætt stundum.
Samfara því að stofna þetta bíó komum við líka
með hugmyndir um að nota bíóið til að stunda
markvissa kvikmyndakennslu fyrir börnin og ung-
linga. Við viljum koma þessari kennslu inn í skóla-
Viðtal
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@
mbl.is
Meira en bara
popp og kók
Tólf ára gamall var Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerð-
armaður orðinn kvikmyndagagnrýnandi og þrettán ára
gerði hann fyrstu mynd sína. Líf hans hefur snúist um
kvikmyndir. Í viðtali ræðir hann meðal annars um kvik-
myndagerð og menningarlegar skyldur RÚV.
’
Þegar hrunið kom hugsaði maður: Já,
nú eru allir Íslendingar orðnir blankir
og komnir á sama stað og kvikmynda-
gerðarmenn sem hafa alltaf þurft að berjast í
bökkum. Kalt mat er að í raun sé ekki hægt að
gera bíómyndir á Íslandi. Við bara gerum það
samt.