SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Qupperneq 31

SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Qupperneq 31
30. janúar 2011 31 Þóra Arnórsdóttir sjónvarpskona fæddist 18. febr-úar 1975, yngsta og fimmta barn hjónanna ArnórsHannibalssonar heimspekiprófessors og Nínu S.Sveinsdóttur viðskiptafræðings. Eldri bræður hennar eru Ari, Kjartan, Auðunn og Hrafn, og hún segist aðspurð ekki hafa verið nægilega mikið fordekruð, miðað við stöðu sína í systkinahópnum. Þóra ólst upp í vesturbæ Kópavogs og gekk í Kársnesskóla og Þinghólsskóla en fór svo í Menntaskólann við Hamrahlíð og útskrif- aðist þaðan 1994. Að loknu stúdentsprófi lauk Þóra BA- prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands, tók eitt ár í háskólanum í Genúa á Ítalíu en fór svo í framhaldsnám í Johns Hopkins- háskólanum í Washington. Þaðan lauk hún prófi í alþjóðastjórnmálum og þróunarhagfræði 2004. Maður Þóru er Svavar Halldórsson fréttamaður og eiga þau Halldór Narfa sem er fimm ára og Nínu Sól- veigu sem er tveggja og hálfs árs. Afi Hannibal gaf mér þessa mynd af sér. Halldór stóri bróðir með Nínu litlu nýfædda. Fjölskyldumynd frá jólunum 2009. Við höfum greinilega pláss fyrir fleiri krakka! Í London 2006 en við Svavar misstum af vélinni á leið heim frá Ítalíu. Átta ára með fjölskyldunni þegar Kjartan bróðir útskrifaðist frá MK. Auðunn bróðir og mamma komu til að vera við útskriftina mína frá Johns Hopkins SAIS vorið 2004. Ekki nægilega fordekruð Myndaalbúmið Að þessu sinni opnar Þóra Arn- órsdóttir fréttakona mynda- albúmið sitt fyrir lesendum. Með stjúpdætrum mínum þremur í Útsvarssettinu, þeim Guð- björgu, Rebekku og Ernu. Þær eru frábærar. Fótboltaliðið sem ég hélt úti í skólanum í Bandaríkj- unum hét auðvitað Thora‘s Hammers. Alltaf í 2. sæti. Með Ryani vini á Halloween. Ég er Björk. Tveggja ára með mömmu og föð- urömmu minni Sólveigu Ólafsdóttur. Dóttir mín heitir eftir þeim. Með pabba nokkurra mánaða. Ein af mjög fáum myndum sem til er af mér sem smá- barni. Svona er að vera fimmta í röðinni. Handboltavinkonurnar úr HK. Við höfum haldið hópinn í 20 ár. 10 ára Blikastelpa

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.