SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Blaðsíða 32
32 30. janúar 2011 Fræg er smellan um manninn sem sat í óp-eruhúsinu. Þegar forleik sýningarinnarlauk sagði hann þungbúinn við sinnsessunaut: „Ef þetta var bara forleik- urinn, þá líst mér ekki á eftirleikinn.“ Það er úr- skurður Hæstaréttar um stjórnlagaþingskosn- inguna sem kallar fram þessa sögu. Nú er orðið ljóst að stjórnvöld geta ekki tekið ákvörðun Hæstaréttar af þeim manndómi sem ætlast er til af þeim sem stýra landi. Þau leitast við að lesa úr dóminum eitthvað allt annað en í honum stendur. Það var lagasetningin um kosninguna sem brást. Flestar þær athugasemdir sem dómurinn gerir eiga augljóslega rót í mistökum löggjafans. Það óhugn- anlega er að forsætisráðherrann og ríkisstjórnin þrýstu á þingið með offorsi til að knýja í gegn að stjórnlagaþingi, sem kjósa átti til af slíkum van- efnum, yrði fengið valdið til að breyta stjórnar- skránni. Það vald er að sjálfsögðu á hendi Alþingis sjálfs. Þó getur ekkert þing á einu kjörtímabili breytt stjórnarskránni. Það þarf tvö kjörtímabil til og þar með er einnig tryggð aðkoma þjóðarinnar, sem getur gripið inn í villist þingmenn af leið. Sem betur fer tókst staðföstum þingmönnum, sem þó voru fáliðaðir þegar þarna var komið sögu, að standa af sér yfirganginn og þær hótanir og for- mælingar sem fylgdu. Hefði það ekki tekist væri hið alvarlega mál sem upp er komið hálfu verra. Hvar liggur ábyrgðin? Sá ráðherra sem ber stjórnskipulega ábyrgð á þessum óförum, svo ekki sé talað um stjórn- málalega ábyrgð, er forsætisráðherrann. Í málum sem lúta að breytingum á stjórnskipuninni og stjórnarskránni er verkaskiptingin algjörlega skýr og hefur verið frá því að Íslendingar öðluðust for- ræði eigin mála. Forsætisráðherrann fer með fyrir- svarið í málinu. Augljóst er, þegar þetta er skrifað, að Jóhanna Sigurðardóttir, sem aldrei tekur ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut sem úrskeiðis fer á meðan hún stendur vaktina, og eru þeir orðnir ótrúlega margir, gerir nú allt til að láta aðra taka skellinn sem henni ber. Nú er reynt að láta landskjörstjórn verða blóraböggulinn í þeirri von að þannig megi beina athyglinni frá alvarlegum mistökum forsætisráðherrans sjálfs. Það er rétt, að landskjörstjórn átti einn fræðilegan kost í stöð- unni. Hún gat tilkynnt að lagagrundvöllurinn sem ríkisstjórnin hafði keyrt í gegn væri þannig úr garði gerður að henni væri ófært að láta efna til kosninga til stjórnlagaþings. Yrði ekki mark á því tekið færi hún frá í heild sinni. Þessi kostur er fjar- lægur mjög þótt hægt sé að halda því fram að hann hafi verið fræðilega fyrir hendi. Kjörstjórnin tók þann kost að hafast ekki að á því stigi svo sem vel er skiljanlegt. Framkvæmdavaldið, sem hefur verklega umsjón með kosningum, fór því af stað og reyndi að finna flöt á að halda stjórnlagaþings- kosningar undir þeim undarlegu formerkjum sem lögin frá Alþingi höfðu sett. Þegar að kjördegi var komið má segja að landskjörstjórn hefði átt næsta kost til að blása kosningarnar af, því að augljóst væri orðið að þær uppfylltu hvorki sérlögin um þær né, og enn síður, almennu kosningalögin sem tóku við þar sem sérlögin þraut. Sá kostur var á hinn bóginn mjög fjarlægur, svo ekki sé meira sagt, og reyndar engar líkur til að fyrir svo alvar- legri aðgerð hefði nokkru sinni fengist meirihluta- stuðningur í landskjörstjórn. Það ber því allt að sama brunni. Skaðinn var skeður þegar lagasetn- ingarferlinu um stjórnlagaþing lauk á Alþingi. Þeir sem síðar komu að málinu eru sekir um það eitt að hafa reynt að bjarga því sem bjarga mátti. Til þess höfðu þeir því miður ekki lagalegar forsendur segir Hæstiréttur í sínum athyglisverða dómi. Vel má vera að forsætisráðherranum takist að fá aðra en þá sem endanlega ábyrgð bera til að taka á sig kár- ínurnar af eigin klúðri. Það væri ekki í fyrsta sinn og vissulega ekki stórmannlegt enda sýnir reynsl- an að ekki er við neinu stórmannlegu að búast úr þeirri átt. Fræðasamfélagið fer á kreik Samfylkingin býr ótrúlega vel að þægum þjónum í svokölluðu fræðasamfélagi Háskólans. Það hefur heldur betur sést að undanförnu í umræðum um Evrópumál, þar sem slíkir hafa algjörlega þurrkað út allan trúverðugleika Háskólans á þessu mikil- væga sviði og er erfitt að horfa upp á þá niðurlæg- inu á sjálfu aldarafmæli svo mikilvægrar stofn- unar. Hugmyndir kennara í stjórnmálafræðum í framhaldi af samhljóða ákvörðun 6 dómara Hæstaréttar Íslands sem settar hafa verið fram eru farsakenndar svo fastara sé ekki kveðið að. Sá lagði til að það ágæta fólk sem kosið var í hinum ógiltu kosningum yrði bara kosið aftur af Alþingi! Með fullri virðingu fyrir því fólki er ekki endilega víst að alþingismenn treysti því best til að breyta stjórnarskránni. Sumt af því sem þaðan hefur heyrst um stjórnarskrána, tilgang hennar og hlut- verk er næsta sérkennilegt, svo ekki sé meira sagt. Þó er það í rauninni aukaatriði í umfjöllun um þessa ótæku hugmynd. Rökstuðningurinn virðist einkum vera sá, að þar sem ekkert hafi verið sann- að um að misfellurnar hafi haft áhrif á útkomu kosninganna þá sé þessi furðuleið alveg rakin. Hver veit þetta? Megingrundvöllur kosninga í þessu landi er sá að þær séu leynilegar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þessi meginforsenda hefði ekki verið fyrir hendi. Þess vegna ógilti hann kosninguna. Þar með eru kjörbréf þau sem útgefin voru úr sögunni. Handhafar þeirra hafa ekki ríkara tilkall um sérstaka traustsyfirlýsingu frá Alþingi en annað fólk. Ef Hæstiréttur hefði ekki komist að þeirri niðurstöðu að forsendur leynilegra kosninga væru ekki uppfylltar hefði hann vafalítið, með vís- un til fjölmargra annarra annmarka sem hann til- færir, gert annað tveggja eða hvort tveggja: Verið með alvarlegar athugasemdir og/eða ákveðið að endurtalning atkvæða skyldi fara fram. Orðuð hefur verið sú ábending að í kosninga- lögum, sem sérlögin um stjórnlagaþing vísa til, sé ákvæði sem segi að ekki skuli ógilda kosningar nema annmarkar við framkvæmd þeirra hafi haft áhrif á niðurstöðuna. Þarna er augljóslega um van- þekkingu eða útúrsnúning að ræða. Gefum okkur það að kosning hefði farið fram á skólaborðum án minnstu skilrúma, frambjóðendur hefðu verið á rölti um kjörstaðina og áróður um stuðning við einstaka frambjóðendur verið uppi á kjörstöð- unum. Þeir frambjóðendur hefðu þó fengið lítið sem ekkert fylgi og jafnvel minna en aðrir. Myndu menn með vísun til þess að ósannað væri að allir þessir stórannmarkar hefðu ekki haft áhrif á niðurstöðuna ákveðið að slíkar skrípakosningar skyldu standa? Það ákvæði sem menn eru að teygja sig í hefur auðvitað þann megintilgang að koma í veg fyrir að eyðileggja megi kosningar vegna at- vika sem hafi vissulega verið alvarleg, en afmörk- uð, svo sem ákveðin brot á tilteknum kjörstöðum, hugsanlega framin til að reyna að láta ónýta við- komandi kosningu. Þeir alvarlegu annmarkar sem Hæstiréttur tók afstöðu til lutu að kosningunum sem heild. Þeir giltu um alla kjörstaði alls staðar á landinu, meðvitaða framkvæmd yfirvalda á kosn- ingunum og þeir urðu m.a. til þess að ekki var talið hægt að líta svo á að kosningarnar uppfylltu það frumskilyrði að teljast leynilegar kosningar. Óskiljanlegar kosningareglur Þess utan voru ýmsir þættir kosninganna nær óskiljanlegir fyrir venjulegt fólk og helsti sérfræð- ingur kosninganna sem kom fyrir Hæstarétt viðurkenndi að kerfið sem valið var (hver gerði það?) gengi í raun naumast upp þegar frambjóð- endur væru svo margir sem reyndin varð. En það Reykjavíkurbréf 28.01.11 „Atkvæði rötuðu ekki á leiðare

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.