SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Side 35
tímabili frá ’83-’94 létust 13 börn, 35 til
viðbótar voru næstum því drukknuð og
þrjú þeirra varanlega sköðuð.“
Hún fór með gögnin til ráðherra bara til
að komast að því að það þýðir ekkert að
sýna ráðamönnum tölfræði. „Það er betra
að taka þá á persónulegu nótunum og tala
máli eins einstaklings. Þeir eru svo vanir
að skoða tölfræði.“
Hún lét þennan mótvind í upphafi ekki
á sig fá. „Ég er þannig gerð að ég læri af
öllu sem ég geri. Ég geri fullt af mistökum
en læri af þeim og byggi mig sjálfa upp.
Þetta kenndi mér mikið og styrkti mig
sem manneskju. Ég fékk þetta í gegn á
endanum, það var sett reglugerð um ör-
yggi á sundstöðum sem mætti þvílíkri
andstöðu. Þeir sem æptu hæst voru
rekstraraðilar sundstaðanna. Í dag fagna
þeir einmitt þessum reglum varðandi ör-
yggi,“ segir hún en það er ástæða fyrir því
að hún tekur þetta dæmi þegar litið er til
baka, því það hefur skilað miklum ár-
angri.
„Í dag hefur þessi vinna skilað því að
við erum með lægstu tíðni drukknana í
hinum vestræna heimi. Það horfa lönd
hingað og spyrja hvað gerðuð þið til að ná
þessum árangri,“ segir hún og nú síðast
fékk hún fyrirspurn frá spænska heil-
brigðisráðuneytinu og er að aðstoða það
við að bæta úr þessum málum þarlendis.
„Drukknanir heyra nánast fortíðinni til
hér og þetta hefur lækkað dánartíðni
barna alveg óskaplega mikið á Íslandi,“
segir Herdís sem leggur samt áherslu á að
hún geri ekki neitt ein. „Ég er bara lítill
hlekkur í stórri keðju, ef ég fæ ekki aðra
með mér þá gerist ekki nokkur skapaður
hlutur.“
Slysavarnir eru stöðug vinna, það þarf
alltaf að breyta og bæta og aðlaga nýjum
aðstæðum. „Við getum alltaf gert betur og
þurfum að horfa gagnrýnum augum á
okkar starf,“ segir hún en í gegnum tíðina
hefur mikið af hennar starfi farið í það að
gæta þess að það sé tekið tillit til barna í
reglugerðum.
Henni finnst þurfa viðhorfsbreytingu á
ýmsum sviðum. Hún er líka þreytt á því
að talað sé um slys eins og eitthvert lög-
mál. „Orðið slys er svo mikið notað að það
eru allir búnir að gleyma því hvað orðið
þýðir. Staðreyndin er sú að slys er ekki
tilviljun. Það er hægt að fyrirbyggja 98%
allra slysa. Við eigum ekki að sætta okkur
við slysin heldur horfa á þessa núllsýni.
Við getum aldrei tekið smotteríisslysin í
burtu, að börn fái skeinur og skrámur.
Það er hluti af lífinu.“
Viðhorf til uppeldis
Líka þarf að horfa til uppeldisins. „Gamla
uppeldiskenningin að börn þurfi að læra á
umhverfið gengur ekki. Það þarf að átta
sig á því að börn geta ekki lært af um-
hverfinu fyrr en þau eru átta ára gömul.“
Hún tekur dæmi. „Fjögurra ára gamalt
barn er eitt úti að leika sér í garðinum og
það er pollur á lóðinni. Þarna erum við
með barn sem hefur ekki þroska, aldur
eða getu til að sjá hættuna í pollinum.
Pollurinn hefur hinsvegar aðdráttarafl
fyrir barnið. Þarna ertu komin með tvo
þætti, hættuna í umhverfinu og barn sem
skortir þroska. Þriðji þátturinn er að það
er ekkert eftirlit með barninu og þar með
hækka verulega prósentulíkurnar á því að
barnið drukkni. Ef þú vilt að barnið sé eitt
úti í garðinum á þessum aldri þarftu að sjá
til þess að það sé ekki pollur þar en af því
að pollurinn er þar þarftu að vera úti með
barninu. Þetta er ég að reyna að leggja
áherslu á í mínu starfi.“
Herdís sér fyrir sér tækifæri til þess
núna að endurskoða forvarnir, byrja fyrr
og að fólk á mismunandi sviðum lýðheilsu
vinni saman hvort sem rætt er um mann-
eldi, reykingar, slys eða fíkniefni. „Það er
tækifæri til þessa núna. Þjóðfélagið er í
naflaskoðun, við þurfum að grípa tæki-
færið, fara í endurskoðun og horfa jákvætt
fram á veg. Börnin eru framtíðin,“ segir
hún en eftir samtal við Herdísi verður
þessi setning sem svo oft er farið með ein-
hvern veginn sannari.
Alltaf að slökkva elda
„Það býr mikill auður í börnum og við
eigum að styðja foreldrana betur. Við er-
um alltaf að slökkva elda í áfengis- og
vímuvörnum. Við eigum að styrkja
grunninn sem er fjölskyldan. Það er ekki
meðfætt að ala upp barn.“
Hún hefur tekið á móti mörgum ný-
bökuðum foreldrum á forvarnanámskeið
og er nú svo komið að kynjaskiptingin er
orðin nokkurn veginn jöfn. „Öryggis-
málin á heimilinu voru kvennamál. Núna
er miklu meira um það að karlmenn
hringi með fyrirspurnir. Þetta hefur
breyst mikið á síðustu fjórum eða fimm
árum. Karlmenn taka hlutverki sínu sem
feður mjög alvarlega.“
Eitt af því sem Herdís gerir er að svara
fyrirspurnum frá foreldrum um öryggis-
mál og fyrirspurnirnar eru margar, bæði í
gegnum síma og tölvupóst. Þegar blaða-
maður heimsótti hana snemma morguns
höfðu henni borist átta fyrirspurnir frá
foreldrum, og það var aðeins frá því hún
kíkti á tölvupóstinn sinn síðast klukkan
tíu kvöldið áður.
Herdís lærði ennfremur kennslu- og
uppeldisfræði í Danmörku en þar var lögð
áhersla á gagnrýna hugsun. „Börnin voru
til dæmis búin að mynda sér skoðun á
endurvinnslu. Ég kom líka einu sinni inn í
bekk þar sem verið var að kenna sex ára
börnum að horfa gagnrýnum augum á
auglýsingar. Þetta finnst mér skorta í
uppeldinu hérna,“ segir hún en er ekki
aðeins að skora á menntakerfið. „Þetta er
alltaf samstarf milli heimilis og skóla. Ég
ber ábyrgð á mínu barni, að það fari eftir
settum reglum og hagi sér.“
30. janúar 2011 35
Starf Herdísar tekur ekki bara til
yngstu barnanna heldur líka þeirra
eldri. „Áhættuhegðun er í tísku meðal
unglinga. Kannski vegna þess að það
er búið að taka sköpunargleðina frá
börnunum og allt kemur upp í hend-
urnar á þeim? Að minnsta kosti er hluti
af þessu að börnunum leiðist og í kjöl-
farið fylgir áhættuhegðun,“ segir hún
og bætir við að hún hafi heyrt frábær-
an fyrirlestur frá kollega sínum um
þetta mál fyrir tveimur árum, sem
gengur út á það að ekki dugi að banna
unglingunum að gera eitthvað heldur
frekar fræða þau um áhættuna.
„Þessi kona kennir börnunum að taka
yfirvegaða ákvörðun og reikna út
áhættuna,“ segir hún og útskýrir nán-
ar.
„Það er orðið þannig að áhættu-
hegðun er eitthvað sem krakkar gera
og stunda. Það er ekki hægt að segja
þeim að gera þetta ekki því þau eru bú-
in að ákveða sig. Tökum dæmi af 12
ára stráki á fjallahjóli sem er búinn að
vera að horfa á aðra stráka stökkva í
sjónvarpinu. Hann á sjálfur ekki sér-
stakt hjól til að stökkva á eins og þarf.
Síðan þarf líka að læra að nota þessi
hjól, læra að detta án þess að meiða
sig og líka nota réttan öryggibúnað.
Það að kenna börnum að vega og
meta áhættuna áður en þau taka hana
skilar miklum árangri. Barnið hættir
við, því það hefur vitsmunaþroska til
að reikna út áhættuna. Þetta skilar sér
líka í betri bílstjórum þegar þessir
sömu krakkar taka síðan bílpróf.“
Hún tekur dæmi um að eitt sumarið
hafi börn mikið verið að hoppa á hjól-
um, dottið og fengið stýrið í magann.
„Oft er þetta á lokuðum svæðum langt
frá mannabyggðum. Þegar börn hafa
sett líffæri í sundur getur þetta verið
spurning um tíu mínútur. Það er betra
að fara þessa leið, að kenna þeim að
reikna út áhættuna. Það þarf að endur-
skoða forvarnir. Það er ekki bara hægt
að banna. Maður verður að fá börnin í
lið með sér. Öll athyglin í mínu starfi
hefur fyrst og fremst beinst að for-
eldrum hingað til, því ég hef bara ekki
komist yfir meira.“
Áhættuhegðun
unglinga í tísku