SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Qupperneq 38

SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Qupperneq 38
38 30. janúar 2011 Hann stóð á ganginum með kústinn í hendinni. Hannbrosti. Tennurnar og hvít sápan runnu saman í andlitihans, sem var eins og hvítur jökull, þangað til maðurhorfði í augun, þau voru hlý og tilgerðarlaus. Þetta voru ekki frægs manns augu. Og þó. Reynslan kennir blaðamanninum einn hlut: eftir því sem fólk er frægara er það alúðlegra, fasið einlæg- ara,“ segir Matthías Johannessen í samtali sínu við Louis Armstrong, konung djassins, sem kom í tónleikahald hingað til lands í febrúar 1965. Samtalið áttu ritstjórinn og Armstrong á herbergi á Hótel Sögu en þar bjó þessi heimsfrægi tónlistarmaður meðan á Íslandsdvöl hans stóð. „Djassinum sló eins og eldingu niður í mig einan. Annars hefur áreiðanlega verið músík í forfeðrum mínum. Ég hlýt að vera kominn frá Afríku, það er ómögulegt annað. Þar hafa forfeður mínir verið svartir þrælar, fluttir inn til Ameríku. Þetta hefur verið óskaplegt líf fyrir þetta fólk,“ sagði Armstrong þar sem hann lýsti Íslendingum sem áheyrendum að sínum smekk.Louis Armstrong rakar sig og talar við Matthías Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, sem er til hægri. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Myndasafnið 9.2. 1965 Mikill djass í þessu fólki Það voru fleiri en stjórnvöld og kjörstjórnir á Íslandi sem áttu undir högg aðsækja í vikunni – öll spjót stóðu á sjálfu almættinu. Forsvarsmenn spjallsíðunnarMumsnet í Bretlandi rituðu því bréf og lýstu, fyrir hönd notenda vefjarins, van-þóknun sinni á efnisþræði einnar sögunnar í Nýja testamentinu. Hermir þar af konu einni sem fyrir slysni kæfir barn sitt í rúminu og rænir í staðinn barni vinkonu sinnar. Þegar upp kemst um ránið tryllist konan og hrópar á Salómon konung: „Það skal hvorki verða mitt né hennar. Skiptu því til helminga með sverði þínu.“ Að vonum blöskrar mæðrum í Bretlandi – og þótt víðar væri leitað – hryllingssögur af þessu tagi. Að sögn Justine Roberts, eiganda Mumsnet, letja þær ekki aðeins mæður til að leyfa börnum sínum að gista í annarra manna húsum, heldur draga þær líka upp drunga- lega mynd af syrgjandi mæðrum sem ræna börnum náung- ans. „Fjöldi mæðra hefur sett sig í samband við almættið eftir hefðbundnum leiðum [hverjar sem þær svo eru! Innsk. blm.] til að kvarta og eru að vonum ósáttar við að fá engin svör,“ segir Roberts en almættinu hefur nú formlega verið boðið að taka þátt í vefspjalli á Mumsnet og standa fyrir máli sínu. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hvort almættið þekkist boðið en í yfirlýsingu sem upplýsingafulltrúi þess sendi frá sér í vikunni kemur fram að almættið lýsi vonbrigðum sínum með viðbrögð kvennanna. Þau bendi til þess að sköpunarverkið hafi skolast til. Ekki beri að trúa öllu sem í Nýja testamentinu stendur eins og nýju neti. Pungurinn besta dæmið um vanhæfi skaparans? Fleiri hafa borið brigður á sköpunarhæfni himnaföðurins en nýlega hleypti guðleysinginn Sean Duff öllu í bál og brand á kristilegri samkomu í Southampton á Englandi með því að dreifa bæklingi með myndum af pörtum á mannslíkamanum sem hann telur virkilega illa hannaða. Hermt er að guðhræddir öldungar hafi snúið bæklingnum á hvolf til að freista þess að fá einhvern botn í innihald hans og boðskap. Engum sögum fer af árangri. Að dómi Duffs er pungurinn besta dæmið um vanhæfi skaparans. „Hvaða heilvita hönnuður myndi henda eins viðkvæmu líffæri og eistunum í húðpoka og hengja þau framan á menn? Þetta dæmi eitt og sér hlýtur að sanna að hönnuðurinn er ekki starfi sínu vaxinn,“ benti hann á. Duff tilgreindi líka hárvöxt og hárlos máli sínu til stuðnings. „Hvaða snilldaráætlun gerir það að verkum að hár fellur af höfði manna en byrjar í staðinn að vaxa út úr eyrum þeirra? Og hvað er svona gáfulegt við fílapensla, flösu, útferð hjá konum eða hár í rassa- skorunni?“ Þegar Duff hafði lokið máli sínu var hann vinsamlega beðinn um að yfirgefa svæðið. Þegar hann kinokaði sér við því var lögregla kölluð til. Til ryskinga kom en Duff lét loks segjast þegar laganna vörður setti hnéð upp í klofið á honum. „Þarna sjáið þið,“ var það síðasta sem Duff heyrðist muldra áður en hann hvarf sjónum – mjórri röddu. Himnafaðirinn á ekki sjö dagana sæla. Breskar mæður eru reiðar og rituðu Honum bréf og trúleys- inginn Sean Duff dregur hönnunarhæfni Hans í efa. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ætli Paul Gascoigne hafi hugsað til skaparans þegar Vinny Jones tók hann hreðjataki um árið. ’ Hver setur eistu í poka og hengir framan á menn? Almættið fær ákúrur Frægð og furður

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.