SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Síða 39
30. janúar 2011 39
Tyrki nokkur, búsettur í Þýskalandi,
leitaði í öngum sínum til lögreglu í vik-
unni og bað um vernd frá eiginkonu
sinni til átján ára. Ástæðan? Jú, frúin er
víst með öllu óseðjandi í rúminu. Þegar ást-
leitni eiginkonunnar fór að gerast manninum
hvimleið fyrir fjórum árum flutti hann búferlum
inn í stofu og hefur sofið á sófanum síðan. Sú
ráðstöfun hefur þó reynst skammgóður vermir
en frygð konunnar halda engin bönd og hefur
hún áfram sótt að honum á öllum mögulegum
og ómögulegum tímum. Nú er svo komið að maðurinn er hættur að
hvílast og mætir á morgni hverjum örmagna til vinnu. Því leitaði hann
til lögreglu.
Óseðjandi eiginkona
Jack gamli Nicholson er hættur að daðra
við konur. Þetta upplýsti leikarinn í samtali
við breska götublaðið The Sun. „Ég get
ekki reynt við stúlkur opinberlega eins og
ég gerði í gamla daga. Ég átti aldrei von á
því að nota orðið „óviðeigandi“ um sjálf-
an mig en nú er það blákaldur veruleiki.
Ég get ekki gert þetta lengur. Það er
beinlínis óþægilegt. Ég held raunar að
öðrum sé sama hvað ég bralla en
mér finnst það sjálfum ekki eiga við lengur,“ seg-
ir leikarinn sem orðinn er 73 ára gamall.
Nicholsons vegna má fólk þó áfram halda
að hann sé kvensamur. „Ég var alltaf „þrjót-
urinn“ og væri það enn hefði ég kraftinn og
úthaldið.“
Hættur að daðra
Jack Nicholson
Ef þú ferð inn á vinsæla fréttasíðu í anda til dæmis Huff-ingtonpost.com, þá er ólíklegt að nokkurs staðar sé minnstá bók málfræðingsins Deborah Cameron, The Myth of Marsand Venus, eða vitleysuna sem hún leitast við að hrekja. Ef
þú hins vegar slærð inn „Mars Venus“ í leitarvél síðunnar, finnur hún
a.m.k. tylft blogga þar sem minnst er á hvernig karlar og konur tala
mismunandi tungumál. Sú kredda sem John Gray setti fram í bók
sinni „Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus“ er alls staðar og allar
líkur eru á að hún nái brátt enn meiri útbreiðslu þar sem Summit En-
tertainment hefur keypt kvikmynda- og sjónvarpsréttinn að bók-
inni.
En af hverju ætti okkur ekki að standa á sama? Af því að samkvæmt
Cameron, og vísindalegum rannsóknum, hefur Gray, og öll sú sjálfs-
hjálpar/poppsálfræði-bylgja sem hann hratt af stað með útgáfu bók-
arinnar, algjörlega rangt fyrir sér varðandi tjáskipti „hans“ og
„hennar“. Það eru engar vísindalegar rannsóknir sem styðja fullyrð-
ingar Gray en á hinn bóginn hafa þær skaðað sambönd og þá ímynd
sem við höfum af kynjunum.
Samkvæmt öllum Mars/Venus-heimildum nota karlar og konur
tungumálið á ólíkan hátt til að hafa samskipti. Þessi munur er síðan
sagður meðfæddur frekar en að hann
megi rekja til uppeldis. Mannfólkið sé
forritað þannig að konan skari fram úr í
samtalshæfileikum, sem á síðan að út-
skýra af hverju hún vill tala um tilfinn-
ingar, þarfir, hvert sambandið er að fara og af hverju hann nennir
ekki að hlusta á hana, alveg þar til það blæðir úr eyrunum á honum.
En, eins og Cameron bendir á í bók sinni, þá benda rannsóknir á
það hvernig kynin haga samskiptum sínum, til allt annarrar nið-
urstöðu. Tökum sem dæmi:
Goðsögn: Konur tala meira en karlar.
Staðreynd: Í 34 könnunum af 56, komust Deborah James og Janice
Drakich að þeirri niðurstöðu, að karlar tala meira en konur og í aðeins
2 þeirra var niðurstaðan sú að konur tali meira en karlar. Í 16 tilfellum
var niðurstaðan sú að kynin tala jafn mikið. Í nýlegri könnun sem
framkvæmd var við University of Arizona, sem birt var í tímaritinu
Science, var niðurstaðan sú að kynin nota næstum því nákvæmlega
jafn mörg orð á dag; um 16.000 talsins.
Rannsóknir sýna að bæði kynin hafa jafn mikla tungumálahæfi-
leika. En samkvæmt þeim kreddum sem rannsóknirnar leitast við að
afsanna, eru kynin alltaf að misskilja hvort annað af því að þau eru
forrituð þannig genalega. Og þar sem fjölmiðlar hampa þessum Mars/
Venus-útskýringum, þá hefur þessi kenning verið notuð til að út-
skýra allt milli himins og jarðar; allt frá því af hverju nauðgarar skilja
ekki mótspyrnu fórnarlambsins og til þess af hverju karlar geti ekki
bara farið út með ruslið þegar þeir eru beðnir um það. Að lokum bitn-
ar þetta á báðum kynjum.
Karlar eru sagðir illa máli farnir, agressívir Neanderthalsmenn, til-
finningalausir og ónærgætnir. Konur eru gagnrýndar fyrir að vera of
eftirlátssamar og fyrir að vera umhyggjusamar dyramottur. Mis-
munun af þessu tagi hefur áhrif á það hvernig við hugsum og mótar
gjörðir okkar í einkalífi og á vinnumarkaðnum. Þegar kemur að sam-
böndum á hann að fá að draga sig til baka þegar erfiðleikar steðja að
sambandinu eða eitthvað þarf að gera eða ræða. Hún á að viðhalda
sambandinu, með því að laga sig að hans tjáskiptavenjum. Þegar
kemur að vinnumarkaðnum eru konur sagðar hæfari í störf sem
krefjast samskipta og hluttekningar en karlar eru hæfari í störf þar
sem unnið er með flókin kerfi. Hún stendur framar í störfum sem
viðkoma kennslu, umönnun og ráðgjöf. Hann er hæfari til að fara
með völd og taka ákvarðanir og hefur því forgang í störf sem tengjast
verkfræði, bankaumsýslu eða pólitík.
Allir upplýstir einstaklingar sem vita eitthvað um karla, konur og
sambönd, vita að þetta er vitleysa. Þrátt fyrir það halar Mars/Venus-
fyrirbærið inn milljónum. Spurningin er: hvenær ætlum við að leyfa
vísindunum að ráða orðræðunni um hann/hún-samskiptin?
Goðsögn:
Konur tala
meira en karlar.
„Karlar eru frá
Mars og konur frá
Venus“-goðsögnin
Kynlífs-
fræðingurinn
Yvonne Kristín Fulbright
„Það er mikill djass í þessu fólki, það klappar saman lófunum. Það
er skemmtilegt. Ég var glaður að geta gert það hamingjusamt.“
Louis Armstrong kom hingað til lands fyrir tilstuðlan knatt-
spyrnudeildar Víkings sem hélt tónleikana til fjáröflunar fyrir starf-
semi sína. Undirtektir Íslendinga voru frábærar og halda þurfti ferna
tónleika í Háskólabíói svo allir kæmust að sem vildu. Úr ævintýrinu
gerðu ýmsir sér svo yrkisefni síðar, til að mynda Ómar Ragnarsson
sem brá sér í hlutverk Armstrong og kynnti sem hann fulltrúa BSRB;
Bandalags sargara og rámra bassasöngvara.
„Mér eru þessir tónleikar alveg ógleymanlegir,“ segir Kristján Sig-
urjónsson, fréttamaður á Útvarpinu, sem var meðal þeirra fjölmörgu
sem tónleikana sóttu. „Faðir minn Sigurjón Sigurðsson var djass-
áhugamaður og átti sína heilögu stund á fimmtudagskvöldum þegar
Djassþáttur Jóns Múla Árnasonar var í Útvarpinu. Sveiflan var í eft-
irlæti hjá pabba. Armstrong og Benny Goodman voru hans menn og
eðlilega fór hann því á tónleikana. Fyrir níu ára strák var mikil upp-
lifun að fara með. Tónlistin var einstök og svarta menn hafði ég aldrei
séð áður nema í blöðum eða í bíó. Upplifunin af þessum tónleikum
var einstök – og nánast ólýsanleg stemning myndaðist þegar blás-
arasveit meistarans lék lagið When The Saints Go Marching In og
hljóðfæraleikarar marserðu meðal áhorfenda. Mér finnst ég nánast
geta upplifað þessa stund aftur, svo sterk er hún í minningunni,“
segir Kristján sem síðar á þessu herrans ári – 1965 – sótti tónleika
með Kinks í Austurbæjarbíói og ári síðar Ellu Fitzgerald og segir þá
einnig eftirminnilega þó að með öðrum hætti hafi verið.
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
’
Nánast ólýs-
anleg stemning
myndaðist þeg-
ar blásarasveit
meistarans lék lagið
When The Saints Go
Marching In
Kristján
Sigurjónsson
Kim Kardashian, sem er ofboðslega fræg enda þótt
enginn viti nákvæmlega fyrir hvað, ljóstraði upp göfugu
leyndarmáli á dögunum – hún gefur hluta af tekjum sín-
um til góðgerðarmála á ári hverju. Kirkjan hennar fær
alltaf 10% og ýmis góðgerðarsamtök njóta einnig góðs
af gjafmildi stúlkunnar.
„Það er mikilvægt að styðja samtök sem standa
manni næst,“ sagði Kardashian í spjallþætti Piers
Morgans á CNN. „Þetta snýst ekki bara um að gefa,
heldur líka að finna eitthvað sem skiptir mann raun-
verulega máli. Það er alltaf verið að biðja mann um að
leggja fram fé en sumt af því skil ég hreinlega ekki.
Málstaðurinn verður að skipta mig máli til að ég láti fé
af hendi rakna.“
Stúlkan er greinilega stór í fleiri en einum skilningi.
Kardashian gjafmild
Frygð er falli næst.