SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Page 42
42 30. janúar 2011
Yfir hvaða fyrirbæri á íslensktunga flest orð? Þessar spurn-ingu varpa ég stundum framþegar tilefni gefst til og fáir eiga
kollgátuna. Fólk nefnir fyrirbæri eins og
snjó, haf og vind og vissulega er til fjöl-
breyttur orðaforði yfir þau náttúruöfl
sem þjóðin hefur þurft að kljást við frá
öndverðu, til að mynda húsbóndann í
neðra en hann hægt er að ávarpa með
margvíslegum hætti. En ef fjölbreytni
orðanna endurspeglast í baráttunni þjóð-
arinnar við hvimleið öfl hlýtur heimska
að vera versta ólukka okkar Íslendinga
því að orðið heimskingi á sér fleiri sam-
heiti en nokkurt annað í málinu.
Sá sem flettir upp í Íslenskri sam-
heitaorðabók til að finna viðeigandi orð
yfir heimskingja fyllist trúlega valkvíða
því að þar hefur hann hvorki fleiri né
færri orðum úr að spila en 75. Sum þeirra
virðast fremur meinleysisleg, svo sem
fífl, flón og kjáni en önnur eru öllu
bragðmeiri, svo sem afglapi, beinasni,
skynskiptingur og þöngulhaus. En svo er
ýmislegt þar á milli sem heyrist sjaldan,
svo sem flautakollur, gláni og kusi. Að-
eins tvö samheitanna hafa krosstákn sem
merkir að þau séu úrelt, þ.e. áni og trefill
en a.m.k. tvö orð af erlendum uppruna
hafa greinilega öðlast þegnrétt í þessum
fjölbreytta íslenska munnsöfnuði, þ.e.
imbi og idjót.
Hugtakið heimska telur öllu færri sam-
heiti eða rúmlega 50, en þar gefur rit-
stjóri orðabókarinnar upp andheitið
skynsemi. Hins vegar er ekkert andheiti
gefið upp um heimskingja og því þarf
maður að geta sér til um það. Þá kemur
upp í hugann orðið gáfumaður og sé flett
upp á því kemur í ljós að þar er ekki um
að ræða eins marga jafningja og í tilviki
heimskingjans því að hann er aðeins einn
og nefnist vitmaður. Um það er engum
öðrum blöðum að fletta.
Gamalreyndur kennari sagði eitt sinn
að foreldrar þyldu að heyra hvaðeina um
börn sín annað en að þau væru heimsk
eða illa gefin, þá væri skömminni skárra
að kalla þau þjófótt, undirförul og níðlöt.
Fæst viljum við heldur láta segja upp í
opið geðið á okkur að við séum afglapar,
beinasnar eða erkifífl. En hvernig stend-
ur þá á þessu hrapallega ójafnræði milli
gáfumannsins og heimskingjans í sam-
heitaorðabókinni?
Því verður tæplega svarað á þá lund að
á Íslandi séu bara tveir gáfumenn á móti
76 heimskingjum. Ætli skýringin sé ekki
frekar sú að við metum andlegt atgervi
svo mikils að okkur sómi illa að jaska það
út með merkingarsnauðu orðagjálfri. Að
sama skapi er fátt áhrifaríkara til að láta í
ljósi vanþóknun á öðrum en að fara niðr-
andi orðum um gáfnafar þeirra. Þess
vegna hefur orðabelgurinn um heimska
manninn líklega þanist út eins og púkinn
í fjósi Sæmundar fróða þótt sá hafi raunar
þrifist á annars konar munnsöfnuði sam-
kvæmt skemmtilegri þjóðsögu.
Munnsöfnuður
’
Ef fjölbreytni
orðanna endurspegl-
ast í baráttunni þjóð-
arinnar við hvimleið öfl
hlýtur heimska að vera
versta ólukka okkar Íslend-
inga því að orðið heimsk-
ingi á sér fleiri samheiti en
nokkurt annað í málinu.
El
ín
Es
th
er
Þú ert nú
meiri dárinn!
„Dári“? Það er
heimskulegt orð.
Já, einmitt!
Ha?
Málið
Tungutak
Guðrún Egilson
gudrun@verslo.is
Á einni ljósmyndinni birtistsjálfur Fjalla-Bensi, BenediktSigurjónsson, og er ekki einn áferð heldur er þarna komin hin
ógleymanlega þrenning úr Aðventu
Gunnars Gunnarssonar: Bensi, hund-
urinn Leó og forystuhrúturinn Eitill. Á
bak við þá eru Mývatnsöræfin með
Herðubreið í allri sinni dýrð – reyndar
máluð leiktjöld á smíðaverkstæði Bárðar
Sigurðssonar heima í Höfða í Mývatns-
sveit, eins og hefilbekkurinn í horninu
vitnar um.
Í öðrum myndum á sýningunni stíg-
um við inn í baðstofur á norðlenskum
sveitabæjum, fáum þar kaffi, lendum í
jólaboði eða hlýðum á húslestur meðan
börnin leika sér með leggi á gólfinu.
Í verkum Bárðar, sem kallaður hefur
verið ljósmyndari Mývetninga, upplifa
áhorfendur heim þingeyskra bænda og
búaliðs fyrir um einni öld. Í formála bók-
ar, sem kemur út um Bárð og verk hans
um leið og sýningin verður opnuð, segir
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður
að „enginn ljósmyndari annar hér á landi
hafi komist nær íslenskri sveitamenn-
ingu“. Ástæðan er sú að Bárður er einn af
sveitungunum; hann er að skrásettja sitt
nánasta umhverfi.
Þjóðminjasafn Íslands, Minjasafnið á
Akureyri og Menningarmiðstöð Þing-
eyinga taka höndum saman og efna sam-
eiginlega til sýningarinnar; eftir að henni
lýkur í Reykjavík verður hún opnuð í
báðum söfnunum fyrir norðan.
Bárður Sigurðsson var Þingeyingur,
fæddist í Reykjadal árið 1872 en fluttist 14
ára að Hjalla í Reykjadal þar sem foreldrar
hans voru í húsmennsku en hann var
elstur sjö barna þeirra. Báður varð
snemma vinnumaður á bæjum þar í sveit
og urðu smíðar eitt af hans megin-
störfum. Eftir að hafa fengið grunn-
leiðsögn hjá ljósmyndara í Reykjavík varð
ljósmyndun hlutastarf hjá honum og urðu
næstu ár þar á eftir blómatími hans sem
ljósmyndari. Hann myndaði í ein fimm-
tán ár, fram undir 1920, og bera myndir
hans sterkan keim þess afmarkaða tíma-
bils.
Aldargamall
heimur opnast
í myndum
Sýning á ljósmyndum eftir Bárð Sigurðsson
(1872-1937) verður opnuð í Þjóðminjasafninu í
dag klukkan 15. Myndheimur Bárðar er að mörgu
leyti einstakur en í myndunum birtist persónuleg
sýn á bændasamfélagið sem hann hrærðist í.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
’
Í verkum Bárðar,
sem kallaður hefur
verið ljósmyndari
Mývetninga, upplifa áhorf-
endur heim þingeyskra
bænda og búaliðs fyrir um
einni öld.
Lesbók
Á síðasta ári seldi vefbókaverslunin Amazon í fyrsta sinn fleiri rafbækur en innbundnar bæk-
ur sem þótti eðlilega talsverð tíðindi. Enn vex rafbókum fiskur um hrygg því fyrirtækið sendi
frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að nú selur það fleiri rafbækur en kiljur.
Í yfirlýsingunni sagði að frá síðustu áramótum hefði fyrirtækið selt 117 rafbækur fyrir
hverjar 100 kiljur. Munurinn á rafbókum og innbundnum bókum er síðan kominn upp í það
að þrjár rafbækur seljast fyrir hverja innbundna.
Af yfirlýsingunni má ráða að enn seljist fleiri bækur prentaðar á pappír en rafrænar, um
120 á móti hverjum 100. Eins og tekið er fram í yfirlýsingunni er enn nokkuð af bókum ekki
fáanlegt í rafrænni útgáfu og gera má því skóna að munurinn myndi minnka umtalsvert eða
hverfa ef málum væri ekki svo háttað. Amazon hefur ekki gefið upp hve marga Kindle-lesara
fyrirtækið hefur selt en fróðir hafa giskað á að það séu um átta milljón tæki, aukinheldur
sem hægt er að fá Kindle-hugbúnað fyrir far- og borðtölvur og ýmsar gerðir farsíma.
Rafrænar bækur á siglingu
Árni Grétar Finnsson, sem lést11. október 2009, á 76. ald-ursári, var áberandi í hafn-firsku mannlífi í áraraðir,
áhrifamaður í bæjarpólitíkinni, rak eigin
lögfræðiskrifstofu, var umboðsmaður
Sjóvátryggingafélags Íslands og Sjóvár-
Almennra, varabæjarfulltrúi og bæj-
arfulltrúi, sat í bæjarráði og var forseti
bæjarstjórnar. Hann var einnig formað-
ur fræðsluráðs Hafnarfjarðar, sat í stjórn
Landsvirkjunar, Sparisjóðs Hafnar-
fjarðar, St. Jósefsspítala, markaðs-
skrifstofu iðnaðarráðuneytisins og
Landsvirkjunar, í stjórn Íslenskra að-
alverktaka, Bláa lónsins, Heilsufélags
Bláa lónsins, var formaður Taflfélags
Hafnarfjarðar og skákmeistari Tafl-
félagsins, aukinheldur sem hann gegndi
fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í héraði og á landsvísu.
Meðfram þessari iðju allri orti Árni
Grétar ljóð og gaf út ljóða-
bækur; Leikur að orðum
kom út 1982, Skiptir það
máli 1990, Septemberrós
1997 og Fiðluleikarinn 2007.
Fyrir síðustu jól kom svo út
bókin Lífsþor þar sem bók-
unum er safnað saman í eina.
Að útgáfu Lífsþors standa
börn Árna Grétars, Lovísa,
Finnur og Ingibjörg. Lovísa
segir að í Lífsþori séu engin ljóð sem ekki hafi
komið út áður, en elstu ljóðin í bókinni eru frá
árinu 1966 og 1967. Í inngangi bókarinnar
kemur fram að nokkur ljóðanna séu samin á
árunum 1974-76 og að Árni Grétar hafi byrjað
að yrkja af meiri dugnaði, eins og hann orðaði
það, á árunum 1979-82.
„Hann var mjög upptekinn af höfuðstöfum
og stuðlum og lagði mikla áherslu á að allt
væri rétt gert. Hann hafði því lengi ætlað sér
að fara yfir gömlu bækurnar og lagfæra það
Lífsþor Árna
Grétars á bók
Lovísa
Árnadóttir