SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Síða 43

SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Síða 43
30. janúar 2011 43 Í heilli bók er stundum aðeins eitt ljóð, sem anda þinn hrífur í tjáningu sinni, kannski ein hending, jafnvel eitt einasta orð, sem áfram mun lifa ferskt í vitund þinni. Sú eilífa þrá að baki ljóðsins býr í búning að klæða draumsýn manns og vilja, en stundum duga orðin alls ekki til, að aðrir nái höfund ljóðsins að skilja. Úr ljóðasafni Árna Grétars Finnssonar, Lífsþori, sem börn hans gáfu út 2010. Ljóðið og skáldið Fertugur að aldri reisti Bárður nýbýl- ið Höfða í Mývatnssveit ásamt konu sinni, en þau eignuðust átta börn á 16 árum. Báður seldi Höfða árið 1930 og flutti til Akureyrar, þar sem hann starfaði við Krossanesverksmiðjuna og við smíðar. Hann fékk heilablóðfall 1933, varð óvinnufær og fjölskyldan tvístraðist. Bárður var þá fluttur í heimasveit sína og var rúmliggjandi á ýmsum bæjum þar til hann lést árið 1937. Eðvarð Sigurgeirsson ljósmyndari á Akureyri keypti glerplötusafn Bárðar af ekkju hans. Nýlega afhentu börn Eðvarðs, þau Elsa Friðrika og Egill, Minjasafninu á Akureyri plöturnar til varðveislu og eru prentin á sýningunni gerð eftir þeim. Bárður Sigurðsson var listhneigður maður, eins og myndir hans bera með sér. Mest tók hann af mannamyndum, eftir pöntun, en aðrar eru sprottnar af áhuga hans: merkar myndir af fólki við vinnu og í frístundum, af bæjum og mönnum á hestbaki. Þar var Þingeyingurinn að mynda sveitunga sína – þessar myndir opna dyr inn í horfinn heim. Fjalla-Bensi, Benedikt Sigurjónsson, ásamt vinum sem fylgdu honum á fjöll og lifa í Að- ventu Gunnars Gunnarssonar, hrútinum Eitli og hundinum Leó; á ljósmyndastofunni í Höfða. Baðstofulíf í Víðum eða Vetrarkvöld á sveitaheimili, árið 1906. Bárður notaði bæði þessi heiti um myndina sem sýnir íbúana hlýða á húslestur og allir að fást við sitt í rökkrinu. Hlé gert á heyskapnum í veðurblíðu í heimasveit ljósmyndarans við Mývatn. átt við ljóðin að öðru leyti. Ljóðabækur Árna Grétar hafa verið ófáan- legar um margra ára skeið og Lovísa segir að fjölmargir hafi leitað til hans eftir bókum í gegnum árin og það hafi meðal annars þrýst á að koma bókinni út núna; „annars hefðum við eflaust látið barnabörnin um þetta“. Hafði mikla ánægju af að yrkja Lovísa segir að Árni Grétar hafi haft mikla ánægju af að yrkja og hann hafi einsett sér að leggja miklu meiri rækt við ljóðagerð eftir að hann hætti að vinna, hann hafi verið með mörg ljóð í kollinum. „Við systkinin munum varla eftir honum öðruvísi en hann hafi verið að skrifa og ekki bara ljóð. Þegar við vorum yngri var hann að leika sér að því að skrifa smásögur og skáldsögu, sem ekkert varð úr. Svo var hann alltaf að skrifa í blöðin um þjóðfélagsmál og mikið af minningargreinum og greinargerðir og álitsgerðir í lögfræðinni og svo má lengi telja. Það lá afskaplega vel fyrir honum að skrifa og hann hafði af því mikla ánægju. Hann las líka mikið, átti mikið safn af ljóðabókum og var alltaf að kalla á okkur til að lesa upp fyrir okkur ljóð sem honum fannst sérstaklega merkilegt eða gott. Manni fannst það kannski ekki svo spennandi sem barni að sitja og hlusta á ljóða- lestur, en það er yndislegt í minningunni, hann var alltaf að ala mann upp og reyna að gera að betri manni.“ arnim@mbl.is sem honum fannst ekki nóg vel gert og byrjaði á því fyrir nokkrum árum, enda stóð til að koma út ljóðasafni 2009. Hann var búinn með fyrstu bók- ina og langt kominn með aðra þegar hann féll frá og því kom það í hlut okkar að klára verkefnið,“ segir Lovísa. Þær endurbætur sem Árna Grétari auðnaðist að ljúka eru í ljóðsasafninu, en ekki var Ljóðskáldið Árni Grétar Finnsson. Ljósmynd/Lárus Karl Ingason

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.