SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Qupperneq 44
44 30. janúar 2011
Brock Clarke – An Arsonist’s Guide to Writers’
Homes in New England bbbnn
Heitið á þessari bók er í senn fráhrinandi og
einkar spennandi; hér hlýtur eitthvað að vera á
seyði. Í sem stystu máli þá segir bókin frá ungum
manni sem varð á að kveikja í slysni í húsi Emily
Dickinson. Ólánið magnast við það að tvennt
fórst við brunann og piltur, Sam Pulsifer, því
dæmdur til tíu ára fangelsis. Ekki voru þó allir
ósáttir við verknaðinn, í fangelsinu barst Pulsifer
grúi bréfa þar sem hann var beðinn um að
brenna hús annarra framliðinna rithöfunda.
Þegar þau taka síðan að brenna hvert af öðru berast böndin eðlilega
að Pulsifer sem stendur í ströngu við að sanna sakleysi sitt með tak-
mörkuðum árangri. Skemmtileg en nokkuð langdregin.
David Nicholls – One Day bbbbm
15. júlí 1988 hittist ungt par í Endinborg, Emma
og Dexter, hann spjátrungslegur lífsnautnasegg-
ur, hún alvörugefið gáfnaljós. Það gerist ekkert
sérstakt á milli þeirra þessa nótt, þau fara hvort í
sína áttina, en næstu áratugina slitnar þráðurinn
ekki á milli þeirra eins og rakið er þegar Nicholls
segir söguna af 15. júlí 1989, 15. júlí 1990 og þar
fram eftir götunum. Um leið dregur hann upp
mynd af Bretlandi uppsveiflunnar, þar sem allt
var mögulegt og allt fáanlegt nema það sem gefið
gæti lífinu inntak. Þau Emma og Dexter geta ekki séð hvort af öðru
en þau virðast ekki heldur geta náð saman. Gamansöm saga og sorg-
leg í senn, með lifandi og trúverðugum persónum.
Catherine O’Flynn – The News Where You Are
bbmnn
Fyrsta skáldsaga Catherine O’Flynn, What Was
Lost, var forvitnileg i meira lagi og fékk enda
fjölda verðlauna. Í bókinni The News Where You
Are er hún enn að skifa um Birmingham en
beinir nú sjónum að arkitektúr borgarinnar sem
er ekki mikið fyrir augað svo ekki sé meira sagt.
Aðalpersóna bókarinnar er útvarpsmaður sem
faðir hans var þekktur arkítekt á sinni tíð, en
brátt verður búið að rífa öll hús sem hann teikn-
aði og hvað verður þá um minningu hans? Bókin
veltir einnig fyrir sér því hvernig það sé að verða gamall og til hvers
sé lifað yfirleitt. Það er því mikið undir og varla nema von að ekki
gangi allt upp, sérstaklega er aðalpersónan lufsuleg, en bókin prýði-
leg afþreying engu að síður og sumar persónur eftirminnilegar.
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Erlendar bækur
Eymundsson
1. Worst Case – James Pat-
terson
2. The Leopard – Jo Nesbø
3. Savour the Moment – Nora
Roberts
4. The Bourne Objective – Er-
ic Van Lustbader & Robert
Ludlum
5. The Wedding Girl – Made-
laine Wickham (Sophie
Kinsella)
6. Breaking Dawn – Steph-
enie Meyer
7. Caught – Harlan Coben
8. Altar of Eden – James Roll-
ins
9. Run For Your Life – James
Patterson
10. The Whisperers – John
Connolly
New York Times
1. The Inner Circle – Brad
Meltzer
2. The Sentry – Robert Crais
3. The Girl Who Kicked The
Hornet’s Nest – Stieg Lars-
son
4. Dead or Alive – Tom Clancy
& Grant Blackwood
5. What The Night Knows –
Dean Koontz
6. The Help – Kathryn Stoc-
kett
7. The Confession – John
Grisham
8. Three Seconds – Anders
Roslund & Borge Hellst-
rom
9. Cross Fire – James Patter-
son
10. Freedom – Jonathan Fran-
zen
Waterstone’s
1. The Classic FM Hall of
Fame – Darren Henley,
Sam Jackson & Tim Liho-
reau
2. The Return: Midnight – L.J.
Smith
3. A Dance with Dragons –
George R.R. Martin
5. Sail – James Patterson
6. The Leopard – Jo Nesbo
7. The Twilight Saga – Steph-
enie Meyer
8. Land of Painted Caves –
Jean M. Auel
9. Awakened – P.C. Cast &
Kristin Cast
10. One Day – David Nicholls
Bóksölulisti
Lesbókbækur
Jólabókaflóðinu er ekki fyrr lokið en nýjarbækur koma á markað, alveg eins og á aðvera. JPV útgáfa sendi nýlega frá sér tværþýddar kiljur sem eiga það sameiginlegt að
vera fyrsta skáldsaga höfundanna. Sú fyrri er Ut-
angarðsbörn eftir hina sænsku Kristina Ohlsson,
en bókin er ofarlega á metsölulista Eymundson. Sú
seinni er Prjónaklúbburinn eftir hina kanadísku
Kate Jacobs sem búsett er í Kaliforníu.
Það er engin tilviljun að Utangarðsbörn er
nefnd hér á undan Prjónaklúbbnum, því í sam-
anburði ber hún af.
Spennuþrungið verk
Kristina Ohlsson vinnur sem öryggisráðgjafi hjá
sænska ríkislögreglustjóraembættinu. Dag einn
fékk hún þá hugmynd að skrifa skáldsögu, nánar
tiltekið spennusögu. Oft finnst manni að of margir
fái þá hugmynd að þeir hafi ýmislegt fram að færa
í spennusagnageiranum, án þess að hafa til þess
næga innistæðu. En þessi hugmynd Ohlsson var
ekki alls ekki galin því Utangarðsbörn, fyrsta
skáldsaga hennar, er ágæt spennusaga. Móðir
missir af lest sem ung dóttir hennar er í. Dóttirin
hverfur úr lestinni. En þetta er ekki eina barns-
hvarfið og lögreglan er ráðþrota.
Ohlsson tekst vel að skapa spennuþrungið verk,
persónusköpun er góð og sagan heldur athygli les-
andans allt til enda. Þarna er fjallað um sjúkan
hugarheim, ofbeldi og klám á áhrifaríkan hátt án
þess að verkinu sé steypt út í eina allsherj-
arpredikun. Þetta er lipurlega skrifuð bók. Höf-
undurinn má vera ánægður með verk sitt og unn-
endur spennusagna sömuleiðis.
Í sérstökum kafla þakkar höfundur fjölda
manns fyrir aðstoð. Það er reyndar orðið nokkuð
algengt að rithöfundar skrifi sérstakan þakk-
arkafla með mikilli nafnarunu þeirra sem hafa
veitt aðstoð við verkið. Ekki er alveg ljóst hvaða
hlutverki þessir þakkarkaflar eiga að gegna öðru
en að kitla hégómakennd þeirra sem þar eru
nefndir. Þegar Kristina Ohlsson á í hlut grunar
mann að það sé ekki að ástæðulausu að hún telji
sig eiga mörgum ýmislegt að þakka við samningu
bókarinnar. Hún virðist hafa fengið góðan yf-
irlestur og strangt aðhald, sem sannarlega skilar
sér í góðri spennusögu.
Uppskrift að bók
Fyrsta skáldsaga Kate Jacobs er Prjónaklúbb-
urinn, sem komst í efsta sæti metsölulista New
York Times og er nú komin á metsölulista Ey-
mundson.
Georgia Walker rekur prjónabúð í New York og
þar er haldinn prjónaklúbbur einu sinni í viku.
Sagan, sem er 379 blaðsíður, segir síðan frá lífi
ólíkra kvenna, átökum í einkalífi, sorgum og sigr-
um. Allt er þetta sett í fremur þægilegan búning en
fyrirsjáanlegan. Þetta er bók sem hefur fengið
gríðarlega góða dóma í tímaritum á borð við
Glamour og Marie Claire. Sem er vitanlega
ánægjulegt fyrir höfundinn en breytir engu um
það að Kate Jacobs er ekki mikið skáld. Hún býr til
þokkalega sápu sem þjónar sínu hlutverki fyrir
lesendur sem vilja þægilega lesningu sem skilur
lítið sem ekkert eftir. Fyrir aðra sem gera strangar
kröfur um góða persónusköpun og tilþrif í stíl get-
ur þessi bók verið ansi þreytandi með klisju-
kenndum samtölum og yfirborðskenndri heim-
speki. Bókinni lýkur á kökuuppskrift sem er
nokkuð lýsandi fyri verkið því uppskriftarleg er
bókin öll.
Kristina Ohlsson skrifar góða spennusögu.
Spenna og uppskrift
Utangarðsbörn eftir Krist-
ina Ohlsson og Prjóna-
klúbburinn eftir Kate Jacobs
eru splunkunýjar kiljur frá
JPV.
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Kate Jacobs skrifar þokkalega sápu.