SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Síða 47

SunnudagsMogginn - 30.01.2011, Síða 47
30. janúar 2011 47 Þetta nýjasta bindi með Ríp-urhreppi og Viðvíkurhreppihefur verið þrjú ár í smíðum.Bókin átti að vera aðeins stærri en ég stytti um einn hrepp. Hólahrepp- urinn verður því í næsta bindi ásamt Hofsósi,“ segir Hjalti Pálsson. Ritstjórinn er í vikulangri vinnuferð í Reykjavík, hittir fjölda fólks og safnar heimildum og ljósmyndum fyrir þær bækur sem ókomnar eru í þessari veglegu og fróðlegu ritröð. Hjalti hefur unnið að henni, ásamt meðhöfundum sínum, frá árinu 1995. „Í þessu verki er umfjöllun um hverja einustu bújörð sem hefur verið í ábúð einhvern tímann á síðustu 230 árum,“ segir hann. „Þær jarðir eru um 600 í Skagafirði – núna eru á milli tvö og þrjú hundruð jarðir í byggð. Þar fyrir utan eru gróflega áætlað um 400 aðrar jarðir sem ég kalla fornbýli, bæir sem hafa á ein- hverju skeiði verið í ábúð á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Við getum því talað um 1.000 bújarðir í Skagafirði frá upphafi.“ Hjalti segist styðjast við ákveðna grind við samningu bókanna. „Í fyrsta lagi er lýst landsháttum jarðar, greint frá núverandi byggingum, farið er í gamlar jarðarlýsingar, eignarhaldið rakið og samfellt ábúendatal frá 1780. Á vegum Sögufélags Skagfirðinga kom um miðja síðustu öld út ritverkið Jarða- og bú- endatal í Skagafirði, mikið brautryðj- endaverk, og við höfum í raun byggt ofan á það. Þessi uppsetning er svipuð frá einni jörð til annarrar en síðan er sagt frá ýmsu sem heyrir jörðinni til, einhverju sögu- legu, leitað er aftur í elstu heimildir, hve- nær jörðin er fyrst nefnd, til dæmis í fornbréfasafn og Sturlungu. Ég hef stund- um sagt að í bókunum sé fullt af „leið- inlegum“ fróðleik,“ segir hann og brosir, „og þess vegna var nauðsynlegt að lífga upp á verkið. Ég valdi því að krydda með skemmtilegu ívafi, einhverju sem tengd- ist jörðunum og ákvað að setja inn mikið af innskotsefni. Þetta eru til dæmis þjóð- sögur, frásagnir af atburðum, köllum og kellingum, vísur, draugasögur, sögur af huldufólki … Þetta þykir lesendum áhugavert og gerir bækurnar miklu skemmtilegri.“ Forréttindi að takast á við verkefnið Sögufélag Skagfirðinga gefur Byggðasög- una út en félagið hefur staðið að mynd- arlegri útgáfu gegnum árin, meðal annars sent frá sér 32 hefti af Skagfirðingabók og 18 bækur af skagfirskum æviskrám. En hvernig kom til að Hjalti fór að skrifa þessar bækur, sem kalla má æviskrár jarða í Skagafirði? „Þetta er orðinn óheyrilega langur tími,“ segir Hjalti og brosir. „Eftir að ég kom út úr skóla flutti ég norður á Sauð- árkrók og tók við Héraðsbókasafninu. Það var 1976. Þá lenti ég strax í Sögufélaginu og var orðinn formaður árið eftir. Allar götur síðan hef ég unnið að bókaútgáfu. Í mörg ár var búið að ræða við mig hvers vegna ekki væri gerð „svona bú- kolla“ um Skagafjörð. Ég hafði ekki áhuga á að gera verk með þeim hætti eins og víða hefur tíðkast, með upplýsingum á einni eða tveimur blaðsíðum um hverja jörð.“ Mál þróuðust þannig að Hjalti tók við stöðu héraðsskjalavarðar af Kristmundi Bjarnasyni á Sjávarborg og oddvitar í hér- aðsnefndinni fengu áhuga á að ráðist yrði í ritun byggðasögu. „Þeir vildu gera þetta af metnaði og ég fékk leyfi frá Héraðs- skjalasafninu til að ráðast í verkið – það var árið 1995,“ segir Hjalti. „Ég var fenginn til að gera áætlun um verkið og vissi ekkert hvað ég var að gera. Fyrsta áætlun hljóðaði upp á sex bækur og 10-12 ár. Hefðu menn gert sér grein fyrir umfanginu hefði aldrei verið farið út í þetta! Ég naut þess einstaka trausts fá al- gjört sjálfdæmi í því hvernig þetta verk væri hannað og enginn hefur reynt að beita mig þrýstingi um efnistök eða hvað ég mætti vera lengi að þessu. Það eru ótrúleg forréttindi að hafa fengið tækifæri til að takast á við þetta verkefni.“ Fyrsta bindi Byggðasögunnar kom út árið 1999. Hjalti segir að fyrstu tvö árin hafi farið í að leita heimilda í bókum og á söfnum fyrir norðan og sunnan. „Ég safnaði að mér ýmiskonar fróðleik, ljósritaði og safnaði í möppu um hverja jörð. Það var úrvinnsluefni. Þá tók við að heimsækja fólkið og jarðirnar – það er grundvallaratriði. Ef ég skrifaði bara við skrifborðið heima væri það allt annars eðlis, og ómögulegt. Ég legg mikið upp úr vettvangsferðum, að sjá það sem ég fjalla um og tala við fólk, ábúendur og brott- flutta. Það er gríðarlega tímafrekt en skiptir sköpum. Ég hef þannig náð mörgum heimildum sem ekki er annars staðar að hafa og munu falla í gleymsku með því fólki þegar það hverfur af sjónarsviðinu.“ Gangandi, akandi, ríðandi og í flugvél Frá 2000 hefur Hjalti eingöngu unnið við Byggðasöguna og segir að fyrirhugað sé að bindin verði níu. Í lokabindinu verða miklar skrár sem verða lykillinn að verk- inu; manna-, staðanafna og atriðaorða- skrá. Hann áætlar að heildarverkið verði alls um 4.000 síður í níu bókum. Hvenær býst hann við að verkinu ljúki? Hjalti hikar en segir síðan að áætlað sé að lokabindið komi út árið 2017 eða 2018. „Það er erfitt að fastsetja það, reynslan er sú að þetta vex í umfangi, ég eyði nú meiri tíma í hvert bindi en í fyrstu; grindin er sú sama en ég er farinn að vinna ákveðna verkþætti betur en í upphafi.“ Skagfirðingar hljóta að vera ánægðir með ritröðina? „Jú, ég verð að segja að það er mikill og góður áhugi á þessu verki. Það er keypt á flestum heimilum í héraðinu. Ég nýt mik- illar velvildar í þessu starfi og bind vonir við að þetta nýtist sem uppflettirit í fram- tíðinni. Það er þegar mikið notað, til dæmis í ferðaþjónustu, fornleifaskrán- ingu og landskipulagi. Frá upphafi hef ég sett í bækurnar staðsetningarpunkta, með gps-tæki svo að nú eru auðfundin fornbýli og sel uppi um heiðar og dali. Bækurnar bera nokkurn keim af því að ég hef áhuga á fornleifafræði og hef verið í miklu samstarfi við fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga. Við höfum skoðað nokkra tugi af dularfullum stöð- um og aldursgreint. Síðasta sumar fund- um við kirkjugarð í Kolbeinsdal sem ekk- ert var vitað um og verulegar rannsóknir hafa verið gerðar á fornum eyðibyggðum, til dæmis í Vesturdal og Austurdal. Ég reyni að finna öll gömul búsetusvæði í Skagafirði, hef lagt óhemjutíma og fyr- irhöfn í að spora þau uppi; leitað gang- andi, akandi, ríðandi og í flugvél, á bátum og vélsleða. Frá upphafi hafa nokkrir starfað með mér við Byggðasöguna. Nú er aðstoð- armaður minn Kári Gunnarsson frá Flata- tungu. Verkefnið er gríðarlega yfirgrips- mikið, umfjöllun um 600 jarðir, og ekki gefst alltaf tími fyrir djúpar rannsóknir. En eftir á að hyggja þá spyr enginn um hvað þetta verk hafi kostað eða hvaða tíma það hafi tekið, heldur hver árang- urinn varð og hvað eftir stendur,“ segir Hjalti. Nýverið kom út fimmta bindi hins viða- mikla ritverks Byggðasögu Skagafjarðar, sem Hjalti Pálsson frá Hofi ritstýrir og er aðalhöfundur að. Í þessu fimmta bindi er fjallað um Rípurhrepp og Viðvíkurhrepp. Ætíð er gefin lýsing á jörðinni, getið bygginga og birt tafla yfir fólk og áhöfn á tímabilinu 1703-2010. Yfirlit er um eign- arhald og söguleg umfjöllun allt frá því jörðin kemur fyrst við heimildir. Lýst er öllum fornbýlum og seljum sem tengjast jörðunum og gefið upp GPS-stöðuhnit þeirra. Drjúgur hluti bókarinnar er ým- iskonar áhugavert innskotsefni sem teng- ist jörðunum: þjóðsögur, vísur eða frá- sagnir af fólki og atburðum. Rík áhersla er lögð á myndefni. Þetta nýjasta bindi er í stóru broti eins og hin fyrri, með 540 ljósmyndum af ýmsu tagi, kortum og teikningum. Ítarleg og glæsileg heim- ildarit Gríðarlega yfirgripsmikið Hjalti Pálsson, höfundur hinnar viðamiklu Byggðasögu Skagafjarðar, við efnisöflun í Kolbeinsdal. Ingjaldshnúkur gnæfir yfir dalnum. Út er komið sjötta bindi af níu af hinni viða- miklu Byggðasögu Skagafjarðar sem Hjalti Páls- son frá Hofi ritstýrir og er aðalhöfundur að. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.