SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Síða 6
6 27. febrúar 2011
Muammar Gaddafi er maður litrík-
ur, eins og meðfylgjandi ljósmynd
gefur glöggt til kynna. Sé hann
ekki í hershöfðingjabúningi, skó-
síðum af medalíum, klæðist hann
jafnan miklum kufli sem ýmsir öf-
unda hann af.
Föruneyti Gaddafis er ekki síð-
ur skrautlegt í opinberum heim-
sóknum. Þeir sem byrja efst á síð-
unni þegar þeir lesa blöð vita allt
um Amazon-sveitina, sem fylgir
leiðtoganum hvert fótmál. Auk
þess ferðast hann aldrei án leið-
togatjaldsins sem slegið er upp í
hótelgörðum, þar sem Gaddafi
drepur niður fæti. Gestir á Ritz í
París um árið ráku víst upp stór
augu. Þá fer Líbíuleiðtogi aldrei
að heiman án þess að hafa forláta
úlfalda með sér. Mun það vera
ævagömul hefð. Engum sögum fer
af aðbúnaði úlfaldans núna.
Ferðast jafnan með tjald og úlfalda
Muammar Gaddafi í opinberri heimsókn á Ítalíu um árið. Fjölmiðlar gerðu
því skóna að Silvio Berlusconi hlyti að öfunda leiðtogann af lífvörðunum.
H
verflyndi, nafn þitt er kona!“
segir Hamlet prins í einni af
sínum meitluðu einræðum.
Líkast til er Muammar Gadd-
afi, leiðtogi Líbíu, ekki vel lesinn í Shake-
speare, alltént treystir hann engum betur
fyrir lífi sínu en konum. Þær eru fjörutíu
talsins í lífverðinum, sagðar hreinar
meyjar að ósk leiðtogans, og víkja aldrei
frá vinnuveitanda sínum, hvorki dag né
dimma nátt. Eins gott enda þrengir að
Gaddafi með hverri mínútunni sem líður
þessa dagana. Þjóðin vill jafna við hann
sakirnar og andstæðingar einræðisherr-
ans hafa nú náð flestum borgum og bæj-
um í Líbíu á sitt vald.
Spranga um í vestrænum klæðum
Meðan flestir menn í hans stöðu girða
kringum sig með hávöxnum, helmöss-
uðum og helköttuðum körlum kýs Gadd-
afi spengilegar stúlkur, ekki virðist vera
verra séu þær fyrir augað. Þeim er í það
minnsta leyft að púðra á sér nefið, lakka á
sér neglurnar og spranga um í vestræn-
um klæðum sem ekki er alls staðar vel
séð í heimi íslams. Búrka er þeim fram-
andi hugtak. Oftast sjást þær opinberlega
í bláum felubúningum svo sem sjá má á
myndunum hér að ofan. Sólgleraugun
eru ekki keypt á götumarkaði.
Réttindi kvenna eru víða fótum troðin í
arabaheiminum og hvað sem annars má
segja um Gaddafi er hann langt á undan
sinni samtíð í þessum efnum. Ekki er vit-
að hvort líbískir karlar hafa hugleitt að
stefna kappanum fyrir alþjóðlega dóm-
stóla fyrir brot á jafnréttislögum.
Gaddafi er svo sem ekkert misrétti í
huga, hann treystir konum einfaldlega
bara betur en körlum að þessu leyti. Segir
þær næmari og skynja aðsteðjandi hættu
betur og fyrr en karlar. Nú reynir sem
aldrei fyrr á þá kenningu.
Oft er flagð undir fögru skinni og enda
þótt Amazon-sveitin, eins og lífvarða-
sveit Gaddafis kallast, virki kannski sak-
laus á yfirborðinu láta konurnar sér ekk-
ert fyrir brjósti brenna. Bregða vopnum
án þess að blikna – gerist þess þörf. Allar
hafa þær heitið almættinu að fórna lífi
sínu fyrir leiðtoga sinn – án nokkurra
skilyrða.
Fórnaði lífi sínu fyrir leiðtogann
Raunar hefur það gerst. Árið 1998 féll ein
úr sveitinni og sjö aðrar særðust þegar
herskáir bókstafstrúarmenn sátu fyrir
Gaddafi og bílalest hans.
Sú er lést fleygði sér fyrir kúlnahríðina
og forðaði hinum bróðurlega leiðtoga frá
bráðum bana. Hermt er að stúlkan, Al-
isha að nafni, hafi verið í miklum metum
hjá Gaddafi og verið honum harmdauði.
Konurnar eru stríðþjálfaðar enda hefur
Gaddafi alltaf valið þær hæfustu sjálfur úr
breiðum hópi umsækjenda. Starfið nýtur
mikillar virðingar í Líbíu og er eftirsótt.
Amazon-sveitin er að sönnu jafnvíg á
Kalashnikov og Gucci.
Konur á Vesturlöndum
ekki öfundsverðar
Gaddafi undrast alltaf spurningar um líf-
varðasveit sína jafnmikið. „Það er eðli-
legasta mál í heimi að þjálfa konur fyrir
bardaga,“ var einhverju sinni haft eftir
honum. „Þannig verða þær ekki auðveld
bráð fyrir óvini sína. Að mínu viti eru
konur á Vesturlöndum ekki öfunds-
verðar. Vissulega eru þær komnar út af
heimilunum en til hvers? Að keyra
trukka eða lestar.“
Má vera að við séum á villigötum?
Jafnvígar á
Gucci og
Kalashnikov
Gaddafi treystir aðeins
konum fyrir lífi sínu
Muammar Gaddafi Líbíuleiðtogi á göngu. Amazon-sveitin vaska víkur aldrei frá honum.
Gaddafi á blaðamannafundi í Brussel.
AP
Vikuspegill
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Muammar Abu Minyar al-
Gaddafi, eins og hann heitir
fullu nafni, er 68 ára gamall.
Hann hrifsaði til sín völdin í
Líbíu í byltingunni 1969 og
hefur setið á valdastóli síð-
an. Enginn núlifandi þjóð-
arleiðtogi, sem ekki er kon-
ungborinn, hefur verið
lengur við völd og raunar hef-
ur Gaddafi þegar skipað sér
á bekk með þaulsætnustu
einræðisherrum sögunnar.
Eiginkona Gaddafis er Safia
Farkash og eiga þau tíu
börn, þar af tvö ættleidd.
Þaulsætinn
einræðisherra
www.noatun.is
Fermingarveislur
Nánari upplýsingar á noatun.is eða í næstu Nóatúns verslun.
1990
KR./MANN
VERÐ FRÁ
AÐEINS