SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Qupperneq 9
27. febrúar 2011 9
E
kki get ég sagt að óánægja og reiði foreldra í Reykjavík,
hvort sem er foreldra leikskólabarna, grunnskólabarna
eða tónlistarnemenda, sem brotist hefur út með áber-
andi hætti að undanförnu, hafi komið mér á óvart.
Reiðin beinist að borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík, þar
sem oddvitar Besta flokksins, Jón Gnarr, og Samfylkingarinnar,
Dagur B. Eggertsson, tróna á toppnum, og hugðust leggja til at-
lögu við þá þjónustu sem börnunum stendur til boða í leik-,
grunn- og tónlistarskólum borgarinnar. Skera átti niður
kennslumagn, skerða gæslu á skólatíma, auka ruslfæði skóla-
barna á kostnað heilsufæðis, allt í þágu hagræðingar og sparnað-
ar, því eins og borgarstjórinn sjálfur, Jón Gnarr, lýsti í sjónvarps-
viðtali á dögunum, þá felast
svo fjölmörg tækifæri í
þeirri hagræðingu sem
hann ætlar að beita sér fyrir.
Ekki sé hægt að hagræða
frekar í yfirstjórn borg-
arinnar, það væri eins og að
„höggva af sér fótinn, ef
maður vildi losna við eitt
kíló“. Afar gáfuleg ummæli
úr þeim munni, eins og
endranær! Ekki satt?
Vitanlega bera foreldrar
hag barna sinna, menntun
þeirra og velferð fyrir
brjósti, alla daga. Þannig er
það og þannig á það að vera.
En ég velti því fyrir mér,
hversu stór hluti hinna
öskureiðu foreldra, sem hafa
mætt á hitafundi og mót-
mælt af lífs og sálar kröftum
fyrirhuguðum niðurskurði
og atlögu að menntun og
velferð barnanna, kaus
Besta flokkinn í fyrra.
Það hlýtur að vera umtalsverður hluti hinna reiðu foreldra
sem kaus ósköpin yfir sig, væntanlega með það í huga að hér
væri á ferðinni góður brandari, sem þeir vildu gjarnan taka þátt í
að gera að veruleika. Miðað við útkomu Besta flokksins í borg-
arstjórnarkosningunum snemma í júní í fyrra, 34,7% atkvæða,
er ekki ólíklegt að þriðjungur hinna óánægðu foreldra leik- og
grunnskólabarna í Reykjavík hafi einmitt kosið Besta flokkinn og
Jón Gnarr. Nú er svo komið að borgarstjórn nýtur trausts 16%
borgarbúa.
Þótt svo stór hluti Reykvíkinga sem kusu í borgarstjórnar-
kosningunum í fyrra hafi litið á kosninguna sem þátttöku í
brandara, þá eru kosningar alls enginn brandari, heldur graf-
alvarlegt mál. Við, með atkvæðisrétti okkar, höfum tækifæri til
þess að hafa áhrif á það, hvers konar fulltrúa við veljum til þess
að treysta fyrir fjármunum okkar, skipulagi, velferð, menntun,
heilbrigðismálum, hverju sem er, sem á annað borð kemur til
kasta sveitar- eða ríkisstjórna.
Það má því segja, að þeir sem kusu yfir sig þessa samsuðu Besta
flokksins og Samfylkingarinnar eigi ekki betra skilið en það sem
borgarstjórn Reykjavíkur býður upp á um þessar mundir. Það
skánaði satt best að segja fátt við það að menntaráð hætti við að
skerða kennslumagnið á næsta skólaári og gafst að því leyti upp
fyrir mótmælunum. Það eru einfaldlega allir kjósendur í Reykja-
vík sem fá að finna fyrir því eina ferðina enn, að meirihluti borg-
arstjórnar hefur engin önnur úrræði en að hækka gjöld okkar og
álögur, því nú ætlar meirihlutinn að hækka útsvarið.
Alveg er ég viss um það, að ef gerð yrði skoðanakönnun nú,
þar sem spurt yrði hvaða flokk Reykvíkingar myndu kjósa ef
gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú, þá hlyti Besti flokk-
urinn afar lélega útkomu og hinn málhalti, fókuslausi og ófyndni
borgarstjóri kæmist vart á blað.
Ég er jafnsannfærð um að meirihluti þeirra sem kusu Besta
flokkinn í fyrra myndi freistast til þess að segja ósatt til um hvað
kosið var, væri slík spurning borin fram. Það hlýtur einfaldlega
að vera of vandræðalegt að viðurkenna að atkvæðisréttinum hafi
verið kastað á glæ Gnarrsins, til þess að taka þátt í lélegum og af-
ar kostnaðarsömum brandara, sem snerist upp í andhverfu sína,
okkur öllum til ama.
Kastað á glæ
Gnarrsins
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Jón GnarrDagur B.
’
Það hlýtur að
vera umtals-
verður hluti
hinna reiðu foreldra
sem kaus ósköpin yfir
sig, væntanlega með
það í huga að hér
væri á ferðinni góður
brandari
6.50 Klukkan hringir. Fer
niður í eldhús og set hafragraut-
inn yfir. Fer í sturtu, klæði mig,
snyrti og hlusta á sjöfréttirnar á
meðan. Við hjónin fáum okkur
hafragraut með epli, rúsínum,
kanil (ekki kanilsykri) og kalk-
bættri hrísgrjónamjólk. Síðan
ristað brauð með kotasælu og
apríkósumauki með lútsterku
kaffi. Mikilvægasta máltíð dags-
ins.
7.55 Býð skólariturunum
góðan dag og þá byrjar vinnu-
dagurinn.
8.30 Reglulegur fundur með
verkefnastjóra Olweusar-
áætlunarinnar gegn einelti.
Hann og eineltisteymið eru að
útbúa eyðublöð fyrir kennara í
viðtölum vegna eineltismála og
gátlista sem gefur kennara yf-
irsýn yfir stöðu máls. Á fund-
inum fórum við yfir þessi drög
og þau verða lögð fyrir skóla-
starfsmennina seinna í dag á sí-
menntunartíma.
9.00 Átti gott símtal við for-
mann stjórnar foreldrafélagsins,
þar innanborðs eru mjög áhuga-
samir foreldrar um skólamálin.
Fór og hlustaði á nemendur í
unglingadeild flytja verkefni sín
í hátíðarsal skólans. Í síðustu
viku var vika uppbrots og við-
fangsefni allra nemenda skólans
var VATN í sinni margbreytilegu
mynd. Þemað snerti t.d. lista-
verk, tilraunir, hringrás vatns,
fræðslu um slysavarnir við
bryggjur og á bátum, jökla,
orku, virkjanir, mengun, kapp-
róður í Nauthólsvík og vett-
vangsferðir. Allir nemendur í
unglingadeild kynntu afrakstur
hópavinnunnar á sviði og dóm-
nefnd gaf umsögn. Efnistök
voru ólík þó að rannsókn-
arspurningarnar væru svipaðar.
Nemendum fór þetta vel úr
hendi.
10.30 Hitt og þetta. Náms-
og starfsráðgjafinn kom og
ræddi um fyrirlögn Skólapúlsins
sem lagður er mánaðarlega fyrir
úrtak nemenda í 6.-10. bekk.
Niðurstöðurnar eiga að bæta
skólastarfið. Formaður stjórnar
nemendafélagsins og einn með-
stjórnandinn stoppuðu mig á
ganginum og spurðu hvort ég
væri búin að bera undir tvo
skólastjóra í hverfinu að hafa á
næstunni sameiginlegan dans-
leik í Hólabrekkuskóla. Það er
gaman að vinna með stjórn
nemendafélagsins og unglinga-
deildinni. Öll samskipti við
nemendur í 10. bekk hafa verið
sérlega gefandi og ég hef sagt
þeim að ég ætli ekki að útskrifa
árganginn í vor. Þau skapa svo
góðan skólabrag að mig langar
til að halda í þau lengur.
11.30 Tölvupósturinn yf-
irfarinn og samþykktir nokkrir
reikningar til greiðslu.
12.30 Hádegismatur. Góð
soðin ýsa með kartöflum, græn-
meti og rúgbrauðssneið. Við
matarborðið voru m.a. umræð-
ur um hreyfingu. Hólabrekku-
skóli sem vinnustaður tekur
þátt í Lífshlaupinu – lands-
keppni í hreyfingu. Mikill
metnaður meðal starfsmanna og
hóparnir innanhúss bera
grimmt saman bækur sínar.
Einnig voru umræður um sam-
svörun á milli sveitasímans
gamla og fésbókarinnar í sam-
tímanum.
13.00 Vann í fjárhagsáætl-
uninni, út frá nýjum forsendum
sem samþykktar voru í borg-
arráði
14.40 Símenntunartími
stafsmanna.Verkefnastjóri Ol-
weusar-áætlunarinnar sá um
fræðsluna. Á sama tíma var
kennarahópur á kynningu um
byrjendalæsi sem náms- og
kennslustjóri skipulagði.
16.00 Undirbjó fund með
deildarstjóra unglingadeildar.
Spurningalið skólans ásamt
kennara kom í dyragættina og
hlakkaði til keppninnar í kvöld.
16.30 Var með þróunarstjóra
í stærðfræði að undirbúa opnun
stærðfræðivers á morgun er fyrir
alla árganga. Stærðfræðiverið er
skipulegt sem námssvæði með
fjölbreyttum og aðgengilegum
náms- og kennslugögnum.
18.15 Vikulegur Rótarýf-
undur á Grand hóteli hjá Rót-
arýklúbbnum Reykjavík –
Breiðholt. Alltaf ánægjulegt að
hitta félagana og ég er sammála
Vigdísi Finnbogadóttur þegar
hún sagði að Rótarý væri eins og
opinn háskóli. Fræðsluerindi
kvöldsins flutti Þorsteinn Hjart-
arson, framkvæmdarstjóri Þjón-
ustumiðstöðvar Breiðholts.
19.45 Kem heim og spjalla
við mömmu og eiginmanninn.
Spurði þau hvað væri helst í
fréttum og ræddum Icesave,
ekki í fyrsta sinn. Renndi síðan
yfir bæði dagblöðin.
20.30 Við hjónin fáum okk-
ur kvöldgöngu sem við gerum
einstaka sinnum. Förum hefð-
bundinn hring og göngum í 40
mín.
21.30 Fór í tölvuna, fór yfir
tölvupóstinn og náði að svara
nokkrum póstum. Endaði á að
skoða heimasíðu Norðfirðinga-
félagsins, alltaf gaman að fylgj-
ast með því góða átthagafélagi.
22.45 Tók til fötin fyrir
morgundaginn, undirbjó svefn-
inn, leit í bók á náttborðinu las
bara örfáar blaðsíður. Slökkti
ljósið og þakkaði fyrir daginn.
Dagur í lífi Hólmfríðar G. Guðjónsdóttur, skólastjóra Hólabrekkuskóla
„Öll samskipti við nemendur í 10. bekk hafa verið sérlega gefandi og ég hef sagt þeim að ég ætli ekki að út-
skrifa árganginn í vor. Þau skapa svo góðan skólabrag að mig langar til að halda í þau lengur,“ segir Hólmfríður.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Samsvörun sveita-
símans og fésbókar