SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Page 10
10 27. febrúar 2011
Miðvikudagur
Örn Úlfar Sævarsson Ná
launahækkanir dómara
ekki örugglega til Gettu
betur?
Stefán Friðrik Stef-
ánsson Steingrímur J.
mars ’03: „Treystum við
ekki þjóðinni? Ekki get-
ur það verið vandinn að nokkrum
manni í þessum sal, þingræð-
issinna, detti í hug að þjóðin sé
ekki fullfær um að meta þetta mál
sjálf og kjósa um það samhliða því
að hún kýs sér þingmenn. Stundum
heyrist að vísu einstaka hjáróma
rödd um að sum mál séu svo flókin
að þau henti ekki í þjóðaratkvæði.
Það er einhver allra ömurlegasti
málflutningur sem ég heyri.“
Fimmtudagur
Árni Snævarr The Eag-
les eru auðvirðilegasta
popphljómsveit sög-
unnar. Myndi frekar fara
á tónleika með Geir Ólafs en þeim.
(Hotel California var kannski ok...)
Föstudagur
Sindri Freysson Ég er
einlægur aðdáandi ís-
lenska hersins.
Fésbók
vikunnar flett
H
vernig getur það verið rangt
að endurútgefa fallegar bæk-
ur? Skólaljóð er falleg bók,
sem stuðlar að því að vel sé
með hana farið og það eitt er ekki svo lít-
ils virði. Stundum eru gefin út söfn sem
eru svo léleg að þau detta fljótt í sundur.
Að ég tali ekki um ljósritafarganið í skól-
um, sem kuðlast í töskum þannig að fólk
sýnir textanum enga virðingu.
Ég er svo gamall að ekki var búið að
gefa Skólaljóðin út þegar ég var í barna-
skóla en ég rak mig á það að nemendur
mínir komu oft með bókina í tíma þegar
ég kenndi í Menntaskólanum á Akureyri;
þetta var eina ljóðabókin sem sumir
höfðu aðgang og krökkunum þótti vænt
um hana.
Skólaljóðin eru sýnishorn frá tveimur
öldum áður en hún kom út og val í slíka
bók verður alltaf persónulegt. Það verður
aldrei samkomulag um hvað á að standa í
bókum; í þessari er verið að endurspegla
ákveðinn tíma og engin bók getur verið
verri fyrir það. Og það væri að falsa bók-
menntasöguna ef til dæmis væru jafn-
mörg ljóð eftir konur og karla frá þessu
tímabili (eins og einhver hefur nefnt) því
miklu færri konur voru sýnilegri þó að
auðvitað hafi þær ort líka. Menn verða
sem sagt að athuga að hér er verið að gefa
út bók sem sýnir ákveðinn tíma; það er
ekki verið að gefa út einhverja aðra bók!
Og engum tilgangi þjónar að deila um
val í sýnisbækur. Ekki er mjög langt síðan
út kom bókmenntasaga og allt varð vit-
laust vegna þess að menn söknuðu ein-
hverra nafna, en slíkar bækur byggjast á
þróun, ekki nöfnum.
Alltaf má deila um innihaldið og sum
ljóðin í Skólaljóðunum myndi ég aldrei
velja í svona bók og þekki mörg sem ég
myndi gjarnan vilja hafa þar frekar, en
fyrst og fremst skiptir máli að þar sé eitt-
hvað sem þjóðin skilur. Við verðum að
þekkja ákveðinn grunn til að skilja hvert
annað.
Ég tel því að fengur sé að bókinni, ekki
síst vegna þess að ýmsum þótti vænt um
hana og fá nú tækifæri til að eignast hana
aftur. Það gæti skilað sér með því að fólk
beri aukna virðingu fyrir bókum og
tungumálinu.
Ef einhverjum finnst rangt að gefa
bókina út aftur finnst mér það lýsa for-
dómum og þröngsýni.
MÓTI
Erlingur
Sigurðarson
fyrrv. mennta-
skólakennari
V
ið útgáfu bóka á borð við
Skólaljóð fer fram ákveðin
sögusköpun – borinn er á
borð réttur og sagt: „Hér er
nokkuð sem heiminum hefur þótt mik-
ilvægt fram til þessa, njóttu vel.“ Þetta
á við um allar bækur en á einna helst
við um safnrit og enn frekar þegar
safnritið er ætlað börnum sem hafa ekki
sögulega yfirsýn til þess að leggja
(nokkurt) mat á valið. Þetta átti við
þegar Skólaljóð voru gefin út árið 1964
– smekkfull af vísnakveðskap á miðri
atómöld, í miðri atómstyrjöld – og
þetta á við í dag þegar hún er endur-
útgefin, þótt sögupólitísk merking
hennar sé önnur. Skólaljóðin flytja
okkur sýn á horfinn ljóðheim – mikil-
væga sýn á söng og hljóð í ljóðum, sýn
sem hvarf þegar Íslendingar sneru sér
(seint og um síðir) að nútímaljóðinu.
Það er hins vegar undarlegt hversu
fjarlæg sú hugmynd virðist vera að
þessa sýn megi eða eigi að endurskoða.
Líklega væru það einhvers konar helgi-
spjöll í augum þeirra sem ólust upp við
að læra þessa taugaveikluðu drott-
insmærð, þetta viðstöðulausa blómahjal
og þennan sífrandi þjóðrembugrát að
menningararfurinn yrði endurskoð-
aður. Já, endurskoðaður. Því rétt eins
og hann var sköpunarverk þegar hann
var búinn til, þá er hann sköpunarverk
þegar við höldum honum við, end-
urtökum hann og endurútgefum. Ég á
ekki við að „yngri skáldum“ verði
komið að – enda væri hálfri öld of seint
í rassinn gripið með að troða Sigfúsi
Daðasyni inn á milli Gunnarshólma og
Sofðu unga ástin mín, hann er kanón-
íseraður í öðrum bókum. En það mætti
t.d. rétta skarðan hlut kvenna, draga úr
trúarljóðum, þjóðernisrómantík og
kvæðum um fjöll og veðrabrigði. Ég
trúi einfaldlega ekki að þetta sé allt og
sumt í íslenskri kvæðagerð frá 17. öld til
okkar daga. Menningararfurinn á ekki
að vera óbreytanleg stærð heldur und-
irorpinn sífelldri sköpun þeirra sem
skoða hann, þeirra sem ætla að leyfa
honum að móta sig og fólkið í kringum
sig. Annars þjónar hann ekki öðrum
tilgangi en að tigna fortíðina og færir
samtímanum – að ónefndri framtíðinni
– ekki annað en dauðastjarfa, nostalgíu
og kits.
MEÐ
Eiríkur Örn
Norðdahl
rithöfundur
Var rangt að gefa Skóla-
ljóð út á ný óbreytt?
’
Ég trúi einfaldlega
ekki að þetta sé allt
og sumt í íslenskri
kvæðagerð frá 17. öld til
okkar daga.
Námsgagnastofnun gaf bókina út á ný í tilefni af því að í haust voru 30 ár liðin síðan
stofnunin tók formlega til starfa. Skólaljóð hafa verið ófáanleg í rúma tvo áratugi.
’
Ég tel að fengur sé að
bókinni, ekki síst
vegna þess að ýmsum
þótti vænt um hana og fá nú
tækifæri til að eignast hana
aftur.