SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Side 13
27. febrúar 2011 13
FRJÓTT – L IFANDI – GAGNRÝNIÐ
Nýtt Tímarit
Máls og
menningar
samræðuhefti um
íslenska menningu
· l j ó ð
· a r k i t e k t ú r
· p ó l i t í k
· s a g n f r æ ð i
· b ó k m e n n t i r
· l e i k l i s t . . .
skapast hætta á að við tökum vinnuna með okkur heim,
gleymum okkur í að ræða um þetta atriði eða hitt. En á
einhverjum tímapunkti ákváðum við að skilja slíkar um-
ræður eftir á vinnustaðnum. Þetta gengur því allt eins og
í sögu.“
Steve hefur fengist við fleira um dagana en dans; hann
er lærður íþróttakennari og keppti árum saman í karate.
„Ég var níu ár í karate, byrjaði ellefu ára gamall og er ná-
lægt því að fá svarta beltið. Þjálfarinn vildi að ég tæki við
skólanum, svo ég fór að kenna karate og þetta var það
sem ég ætlaði að leggja fyrir mig í lífinu. Þess vegna fór ég
í nám sem íþróttakennari. En þar var líka kenndur dans
og smám saman tók hann yfir. Í lok námsins varð ég að
gera upp hug minn, og ég hugsaði með mér að maður
gæti bara verið í dansi ungur, þannig að ég ákvað að
spreyta mig fyrst.“
Steve var sextán ára þegar hann byrjaði í dansnámi.
„Það er mjög algengt um stráka, þeir byrja venjulega um
16 til 17 ára aldur en stelpurnar mun fyrr. Auðvitað eru til
dansarar sem byrja þriggja eða fjögurra ára en þetta starf
reynir mikið á líkamann þannig að ég held að það sé
ekkert endilega betra. Það þarf líka að halda áhuganum
lifandi, alltaf að vera skapandi og ögra sjálfum sér, svo
það myndist ekki leiði.“
– Það er ekki nóg að kunna bara nokkur trikk?
„Nei, og það á sérstaklega við á Íslandi, þar sem það
eru alltaf sömu áhorfendurnir, þannig að ef maður gerir
sama trikkið þrisvar fjórum sinnum segja allir: „Ó, þetta
aftur!“ Fólk vill sjá eitthvað nýtt.“
Enn fordómar
Hann segir að það geti verið vandi að fá stráka til að æfa
dans. „Við erum enn að glíma við fordóma, að strákar
sem dansa hljóti að vera gay. Það er leiðinlegt því við er-
um með námskeið fyrir stráka, förum í skóla og kennum
nokkur spor og þar eru sumir með mikla hæfileika en
þora ekki að byrja að æfa því það þykir stelpulegt. Og
þetta er ekki einu sinni ballett, langt í frá, heldur dans!
Mér finnst líka brýnt að segja fólki frá dansi, hvað það
er og hvað felst í því að vera dansari. Stundum er ég
spurður hvað ég vinni við á daginn og fólk verður undr-
andi að heyra að dansinn sé vinna frá morgni til kvölds.
Þetta er nokkuð sem við þurfum að breyta.“
Og fólk þarf líka að nálgast dansinn með opnum huga.
„Við erum með marga dansunnendur sem elska að koma
á sýningar,“ segir Steve. „En ég held að leikrit séu vin-
sælli því þar er skýr söguþráður á meðan fólk þarf stund-
um að spyrja sig hvað dansverkið fjalli um, leita að
merkingunni.
En ég hugsa alltaf með mér að ef fólk horfir á Ólymp-
íuleikana spyr það ekkert af hverju íþróttamennirnir
hlaupa eða synda. Það horfir bara á og finnst stórkostlegt
hversu hátt þeir stökkva eða hratt þeir hlaupa. Af ein-
hverri ástæðu spyr fólk sig hinsvegar hvað er um að vera
í dansi, í stað þess að horfa á hreyfingarnar og líkams-
tjáninguna – og hugsa með sér: „Vá, þetta er virkilega
flott.“
Eins og í umferðinni sem við lýsum í verkinu næsta
föstudag, þar sem tónlistin ýtir undir stemninguna, einn
gengur hægt og annar hraðar. Dans er ekki alltaf saga,
stundum er hann flæði og orka, mjúkir tónar og sterkir
tónar – það skiptir líka máli. Og stundum snýst hann um
stemningu og andrúm.
En það er mikið lagt upp úr því hjá Íslenska dans-
flokknum að vekja áhuga fólks, gleðja það líka með
danssögum, svo það sé ekki algjörlega týnt ef það er að
mæta í fyrsta sinn. Við reynum að gera sýningarnar að-
gengilegar en höldum í listrænu hliðina því það verður
líka að hreyfa við dönsurunum.“
Það fljúga neistar á dansgólfinu þegar kærustuparið dansar, enda hafa bæði starfa af því.
’
Mér leið eins og í
bíómynd. Sjónin
var óskýr, rödd-
in farin og mamma
stóð við hlið mér, hafði
komið frá Þýskalandi.
Ég hugsaði með mér að
þetta hlyti að vera
draumur, þetta gæti
ekki verið, en smám
saman áttaði ég mig á
því að eitthvað alvar-
legt hafði gerst.