SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Síða 14
14 27. febrúar 2011
Þ
að er stund milli stríða – eða öllu
heldur stífra æfinga – hjá Jó-
hanni Sigurðarsyni leikara þegar
við setjumst niður á kaffihúsi til
að spjalla. Ekki svo að skilja að menn sitji
aðgerðalausir þegar frí gefst frá æfing-
unum; leikarar þurfa víst að fara með
skrjóðinn í viðgerð og sinna unglingum í
vetrarfríi eins og annað fólk. En þegar
slíkum hversdagsönnum er lokið er upp-
lagt að spjalla við blaðamenn.
Við höfum ekki setið lengi þegar leik-
ritið ber á góma enda á það allan hug leik-
arans. „Allir synir mínir er eitt af bestu
leikritum 20. aldarinnar,“ segir hann með
áherslu. „Það er hefðbundið í framsetn-
ingu – við erum ekkert að róla okkur eða
neitt slíkt – en alveg svakalega vel skrifað.
Það passar mjög vel inn í okkar samfélag
því það vekur áleitnar spurningar um sekt
og sakleysi sem eru svo áberandi í ís-
lenskri umræðu núna.“
En áður en ég hleypi Jóhanni á flug
varðandi leikritið bið ég hann að spóla að-
eins til baka. „Ég fæddist í Borgarfirð-
inum, á Hamraendum í Stafholtstungum á
því herrans ári 1956. Pabbi og mamma
voru þar með bú, en þegar þau skildu fór
pabbi, Sigurður Sigurðarson, til sjós.
Mamma, Guðrún Birna Hannesdóttir, fór
hins vegar í bæinn með okkur krakkana
og kenndi þar á píanó enda menntaður
tónlistarkennari.“
Jóhann var um fimm ára þegar hann
flutti í bæinn og bjó þar á Laugarnesinu í
drjúgan tíma. „Mamma var nú ein með
okkur þannig að það var svolítill flæk-
ingur á okkur. Við vorum t.a.m. fyrir
norðan á tímabili þegar hún var kennari á
Löngumýri í Skagafirði en við systkinin
gengum þar í sveitaskóla.“
Árið 1977 lá leið Jóhanns síðan í Leik-
listarskóla Íslands. „Það hafði blundað í
mér í svolítinn tíma,“ segir hann en neitar
því aðspurður að hafa mikið troðið upp
fyrir þann tíma. „Ekki nema í partíum
meðal vina og kunningja. Þeir bentu mér á
að athuga þetta með leiklistina og að lok-
um kýldi ég á að sækja um skólann og
komst inn.“
Þannig vildi það til að Jóhann var í
fyrsta árganginum sem gekk í ríkisrekinn
leiklistarskóla á Íslandi en með honum í
bekk voru leiklistarkempur á borð við
Karl Ágúst Úlfsson, Guðjón Pedersen og
Sigrúnu Eddu Björnsdóttur auk fleira góðs
fólks. „Fyrsta stóra hlutverkið sem ég
glímdi við í Nemendaleikhúsinu var í Ís-
landsklukkunni þar sem ég lék accessor
Arnas Arnæus. Svo skrifaði Kjartan Ragn-
arsson fyrir okkur leikrit sem hét Peysu-
fatadagurinn þar sem við vorum látin
glíma dálítið við músík. Allir í bekknum
voru mjög músíkalskir og margir voru lið-
tækir á hljóðfæri. Síðasta verkið okkar var
svo Marat/Sade sem er um uppfærslu
vistmanna Charenton-geðveikrahælisins
á leikriti undir forystu og stjórn Sades
markgreifa.“
Aðspurður staðfestir Jóhann að námið í
leiklistarskólanum hafi verið mikið æv-
intýri. „Þetta var gjörbreyting á lífi okkar
allra enda komumst við loksins í tæri við
það sem við vildum fara að gera. Skólinn
er mjög skemmtilegur en krefjandi og erf-
iður; dagarnir voru langir og við vorum
látin glíma við snúin viðfangsefni, s.s.
grísku harmleikina og leikrit eftir Shake-
speare og Tjekov. Á sama tíma var verið að
kenna okkur leiktúlkun, söng og að bera
okkur rétt á sviðinu – í raun var verið að
umpóla okkur meira og minna. Þetta var
mjög ævintýralegur tími og skemmti-
legur. Þarna eignaðist maður líka félaga og
vini fyrir lífstíð.“
Ákveðið lífsmark í óvissunni
Strax að lokinni útskrift 1981 var Jóhann
ráðinn til Leikfélags Reykjavíkur þar sem
hann debúteraði í Iðnó í aðalhlutverki í
Jóa, verki Kjartans Ragnarssonar, en það
er um þroskaheftan dreng, sem rætt er
um hvort eigi að vera inni á heimilinu hjá
fjölskyldu sinni eða á stofnun. Verkið
gekk mjög vel og var sýnt í um 150 skipti.
„Fyrstu 10-15 árin var brjálað að gera því
ég lék í 150-200 sýningum á ári, fyrir utan
allt annað. Ég var fastráðinn hjá Leikfélagi
Reykjavíkur í fjögur ár og lausráðinn eftir
það en fór svo yfir til Þjóðleikhússins 1986
og fékk þar fastan samning ári síðar. Þar
var ég svo í 20 ár, eða til ársins 2007. Þá
fannst mér kominn tími til að breyta til og
fór yfir til Borgarleikhússins en losaði mig
í samráði við leikfélagið til að leika Joe
Keller í Allir synir mínir.“
Hann segir vissulega geta verið snúið að
púsla saman verkefnum á milli leikhúsa,
ekki síst þegar verk gengur það vel í einu
leikhúsinu að það er enn á fjölunum þegar
frumsýnt er í hinu. Hins vegar hafi iðulega
lukkast að láta púslið ganga upp. Fyrir
leikarana geti þetta hins vegar þýtt meiri
fjölbreytni og meira krefjandi verkefni og
Jóhann gefur lítið fyrir þá óvissu sem fylgi
því að vera leikari. „Óvissan hefur alltaf
fylgt þessu starfi og maður verður bara að
lifa við hana. Ég þrífst vel á hóflegri óvissu
– það er ákveðið lífsmark í henni og
spenna.“
Ekki getur Jóhann kvartað undan fjöl-
breytninni í verkefnunum. Síðasta árið
Á heimavelli
Tíminn flýgur. Þetta veit Jóhann Sigurðarson
leikari manna best en heil 30 ár hafa liðið frá því
hann steig fyrst á svið í atvinnuleikhúsi. Síðan
hefur hver frumsýningin á fætur annarri runnið
upp og í næstu viku er komið að enn einni, þar
sem Jóhann glímir við gamalt draumahlutverk í
verki Arthurs Millers, Allir synir mínir.
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is
„Undanfarin ár hefur leikhúsið verið mjög fjölbreytt í sýningum og framsetningu og það hef-
ur verið ótrúlega gaman að ganga inn í þann leik,“ segir Jóhann Sigurðarson.
Með systkinunum, f.v. Jóhann, Ólöf læknir, Sigrún hómópati og Þorsteinn Gauti píanisti.
Bekkurinn úr Leiklistarskólanum. F.v. Jóhann, Sigrún Edda Björnsdóttir, Júlíus Hjörleifsson ,
Karl Ágúst Úlfsson, Guðmundur Ólafsson, Guðbjörg Thoroddsen og Guðjón Pedersen.