SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Síða 15
27. febrúar 2011 15
hefur hann verið í gerólíkum hlutverkum
í Gauragangi, Ofviðrinu og Fólkinu í kjall-
aranum og hlutverk fjölskylduföðurins
Joes Kellers í Öllum sonum mínum er af
enn öðrum toga. „Hann rekur verksmiðju
sem framleiðir vélarhluti í flugvélar fyrir
herinn. Á sínum tíma var framleiðslan
mikil og þegar umgangur af gölluðum
hlutum kom úr verksmiðjunni var tekin
ákvörðun um að fela gallann. Svo fóru 120
flugvélar í loftið og 20 fóru niður. Þetta
snýst öðrum þræði um sekt og sakleysi.
Arthur Miller sagði sjálfur að hann hugs-
aði fyrst og fremst um rétt og rangt þegar
hann settist niður til að skrifa leikrit. Það
er einmitt meginviðfangsefnið í þessu
verki, sem er uppfullt af gríðarlega flott-
um persónum og boðskap, auk þess sem
fléttan í því er frábær.“
Mitt á milli leikarans og áhorfenda
Jóhann segir erfitt að kveða upp úr með
hvað geri hlutverk spennandi í hans huga.
„Maður er alltaf að vinna með sjálfan sig
og út frá sínum eigin poka – maður þarf
alltaf að nota alla eiginleikana sem maður
býr yfir sem manneskja. Maður sækir í
þann sjóð og veit orðið býsna vel hvað
maður getur og hvað maður kann. Svo er
alltaf ögrandi að þurfa að leita að ein-
hverju nýju sem maður hefur aldrei feng-
ist við áður, fara í rannsóknarleiðangur og
veiða upp eiginleika sem maður þarf að
leggja persónunni til. Verkin eru vissulega
misjöfn – sum eru andlega og tilfinn-
ingalega krefjandi meðan önnur eru krefj-
andi líkamlega. Undanfarin ár hefur leik-
húsið verið mjög fjölbreytt í sýningum og
framsetningu og það hefur verið ótrúlega
gaman að ganga inn í þann leik. Að sama
skapi hef ég verið afskaplega heppinn því
ég fengið tækifæri til að gera þetta allt í
bland. Þannig verður ákveðin endurnýjun
og ferskleiki í stað þess að maður þurfi
alltaf að fara í sömu kápuna aftur.“
Síðasta athugasemdin vekur spurningar
um hvort það geti ekki einmitt verið dá-
lítið erfitt þegar menn neyðast til að fara
ítrekað í sömu kápuna – þegar verkin
ganga vel og menn þurfa að stíga aftur og
aftur á svið í sama gervinu. Er t.d. ekkert
erfitt að fara á svið í 80 skipti í sama hlut-
verkinu? „Kannski ekki í 80. skiptið, sér-
staklega ekki ef það er síðasta sýningin,“
svarar Jóhann hlæjandi. „Hins vegar getur
verið erfitt að fara á svið í 35 skipti, að ég
tali nú ekki um ef þetta er sýning númer
tvö þann daginn. En það er ekkert annað í
boði. Það eru 500 manns í salnum sem
hafa aldrei séð leikritið og það er ekki
hægt að bjóða þeim upp á annað en að
gera þetta eins vel og maður getur. Annars
skila þeir bara miðanum.“
Og vissulega skipta viðbrögð áhorfenda
öllu máli en þau geta verið misjöfn frá
kvöldi til kvölds. „Sumir salir eru daufari
en aðrir en það er gífurlega gott þegar
kemur mikill kraftur frá salnum því þá
mætast þeir á miðri leið, leikararnir á
sviðinu og áhorfendurnir hins vegar. Enda
hefur verið sagt að leiklistin sé ekki á
sviðinu og ekki heldur úti í sal, heldur
þarna mitt á milli.“
Inntur eftir því hvort einhver hlutverk
standi upp úr á þrjátíu ára ferli svarar Jó-
hann hiklaust játandi. „Það eru mörg
hlutverk sem standa upp úr. Mér þykir
óskaplega vænt um fyrsta hlutverkið mitt,
Jóa, og sömuleiðis Erik Larsen sem ég lék í
Abel Snorko býr einn. Það var líka mjög
eftirminnilegt þegar ég söng Fiðlarann á
þakinu, Tevje, og eins þegar ég söng lög-
regluforingjann í Vesalingunum. Af þessu
nýrra þá er hægt að nefna Fólkið í kjall-
aranum og Ofviðrið og svo er frábært að fá
núna að vinna aftur með Stefáni Bald-
urssyni sem leikstýrir Öllum sonum mín-
um, ekki síst þar sem þetta er búið að vera
eitt af mínum draumahlutverkum í mörg
ár.“
Nýlega lauk tökum á sjónvarpsþátt-
unum Tíma nornarinnar sem Friðrik Þór
Friðriksson leikstýrir og gerðir eru eftir
samnefndri sögu Árna Þórarinssonar en í
þeim fer Jóhann með hlutverk Ólafs Gísla,
yfirmanns lögreglunnar á Norðurlandi. Þá
lék hann í haust í kvikmyndinni Eldfjall-
inu eftir Rúnar Rúnarsson sem væntanleg
er á þessu ári. Jóhann kom líka við sögu í
kvikmyndunum Roklandi, Sumarlandinu
og Brúðgumanum svo eitthvað sé nefnt.
„Það er mjög gaman að spreyta sig fyrir
framan kvikmyndavélarnar,“ segir hann.
„Það er miklu hófstilltari leikur og gerólík
vinna. Hverja senu tekur af á einni eða
tveimur mínútum og svo þarf að bíða og
taka hana aftur upp frá annarri hlið eða
stilla upp í næstu senu. Þarna þarf maður
að treysta alfarið á leikstjórann því hann
er búinn að sjá fyrir sér hvernig senan á að
vera og hvernig hún verður klippt. Maður
veit ekki einu sinni hvað verður með í
myndinni á endanum og hvað ekki.“
Í söngnámi á Ítalíu
Athyglin sem beinist að leikurum hverfur
ekki um leið og þeir ganga af sviðinu en
aðspurður segir Jóhann það ekki trufla sig
þótt fólk kannist við hann úti á götu. „Það
eru engin óþægindi sem fylgja því,“ bætir
hann við. Hann hefur þó upplifað hvernig
Morgunblaðið/Ómar
Eiginkonan Guðrún Sesselja Arnardóttir hæstaréttarlögmaður ásamt drengjunum Jóhanni
Ólafi og Erni Gauta þegar þeir voru pjakkar en þeir eru núna orðnir stálpaðir unglingar.
Ásamt veiðifélögum, þeim Halli Leópoldssyni og Sigurði Sigurjónssyni.
’
Söngurinn hefur því
ávallt átt stóran part í
Jóhanni sem viður-
kennir að það hafi stundum
hvarflað að sér að skipta
yfir í tónlistina. „En svona
hefur þetta þróast og ég er
ekki ósáttur...“