SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Page 18

SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Page 18
18 27. febrúar 2011 samningum við OR í árslok síðasta árs, sem er nú til frekari umfjöllunar hjá OR og Century Aluminium. Búist er við end- anlegri niðurstöðu hjá OR innan skamms, en Morgunblaðið hefur upplýs- ingar um það, að OR vilji í lengstu lög losna undan því að þurfa að efna þann orkusölusamning við Norðurál, sem gerður hefur verið. Þar, eins og hjá HS orku, ræður arðsemiskrafan því sjón- armiði, en stjórnendur OR munu telja að ef staðið yrði við raforkusölusamning- inn, yrði arðsemi af sölunni lítil sem engin. „Staðan er flókin og mjög tvísýn. Raunar hallast ég að því að hætt verði við byggingu álbræðslu í Helguvík. Þetta er fyrst og fremst spurningin um það hver mun sitja uppi með Svarta Pétur, þ.e. hver mun skapa sér skaðabótaskyldu gagnvart Norðuráli,“ segir viðmælandi úr orkugeiranum. Hann segir að mörg mismunandi orkuver þurfi að koma til, til þess að fullnægja orkuþörf Norðuráls í Helguvík og það sé bara eitt slíkt í fram- kvæmd nú, sem sé fimmti áfangi Hellis- heiðarvirkjunar. Það sé því ljóst, að ál- bræðsla Norðuráls í Helguvík hefji ekki starfsemi á næstu árum. Háar skaðabótakröfur Fullyrt er að ef OR ætlar að hlaupa frá þeirri niðurstöðu sem nú er fengin, þá kalli fyrirtækið yfir sig skaðabótakröfur upp á tugi milljarða króna. En ekki er endilega víst, að þróunin verði sú, því samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins þá gera þeir hjá OR sér vonir um að annar raforkusali, HS orka, verði sá aðili sem hverfi frá samningum við Norðurál og því gæti skaðabótakrafan lent þar, en ekki hjá OR. Og eigendur HS orku gera sér vitanlega samskonar vonir um van- efndir af hálfu OR, þannig að bótakrafan lenti hjá OR. Raunar er ekki víst að þessi mál skýrist fyrr en í sumar, þar sem Norðurál hefur vísað deilu sinni við HS orku í gerð- ardóm. Sá gerðardómur kemur saman hér á Íslandi í lok maí, skipaður einum fulltrúa frá Norðuráli, einum frá HS orku og einum sem aðilar koma sér saman um. Gerðardómurinn mun úrskurða hvort HS orku beri að standa við orkusölusamning sem gerður var við Norðurál 2007. Orku- sölusamningurinn kveður á um sölu á 200 megawöttum á ári til álbræðslu í Helguvík. Ekki er búist við úrskurði gerðardómsins fyrr en í sumar. Bent er á að þegar Magma átti í við- ræðum við Geysi Green Energy um kaup á hlut þess félags í HS orku, hafi Norðurál boðið á móti Magma og þannig hafi verð- ið fyrir hlutinn hækkað umtalsvert. Því hafi Magma þurft að greiða mun hærra verð fyrir hlutinn, en upphaflega var stefnt að. Enn er engin niðurstaða fengin í samningum við HS orku, og eru for- svarsmenn Norðuráls sagðir vera orðnir langþreyttir á þeim átökum við nýja eig- endur að HS orku, Magma Energy, sem gera mun hærri arðsemiskröfur vegna orkusölu en fyrri eigendur gerðu. Ross Beaty lýsti því til dæmis yfir fyrir skemmstu að Magma ætlaði að leita á önnur mið vegna þess að arðsemi fjár- festinga í jarðvarma væri ekki nægileg, sem er talið nokkuð sérkennilegt í miðju söluferli á hluta HS Orku. Því er haldið fram að Magma komi í veg fyrir það að samningar náist, þannig að hægt væri að setja framkvæmdir á fullan skrið á ný. Þeir hjá HS orku benda á hinn bóginn á að það hafi verið Norðurál sem vísaði deilunni í gerðardóm og setti málið þar með í einskonar sjálfheldu. Áætlað hefur verið að um helmingur þeirrar raforku sem myndi fást við virkj- un í neðrihluta Þjórsár, yrði seldur til Norðuráls í Helguvík, þannig að Lands- virkjun hefði þá Norðurál sem eins konar kjölfestufjárfesti að þeim raforku- kaupum, en myndi svo selja hinn helm- inginn í smærri skömmtum, til mismun- andi verkefna og líklega til skemmri tíma. Eftir að Hæstiréttur úrskurðaði að synjun Svandísar Svavarsdóttur um- 1. júní 2006 Viljayfirlýsing Orkuveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Suðurnesja og Norðuráls vegna álvers í Helguvík. 23. apríl 2007 Orkusamningur Norðuráls og HS orku vegna Helguvíkur undirritaður. 21. maí 2007 Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fyrir áramót og fyrstu ker verði tekin í gagnið 2010. 4. júní 2007 Stjórn OR samþykkir orkusölusamning við Norðurál vegna fyrirhugaðs álvers fyrirtækisins í Helguvík. 6. október 2007 Skipulagsstofnun telur að fyrirhugað álver Norðuráls í Helguvík muni ekki valda verulegum neikvæðum og óafturkræfum áhrifum á umhverfi eða samfélag. 31. október 2007 Stjórn Landverndar krefst þess að álit Skipulags- stofnunar varðandi álver í Helguvík verði ógilt og fram fari lögformlegt umhverfis- mat á framkvæmdunum í heild sinni. 13. nóvember 2007 Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum lýsir yfir fullum stuðningi við áform um byggingu álvers í Helguvík. 7. júní 2008 Fyrstu skóflustungurnar að kerskála álvers Norðuráls í Helguvík voru teknar. 18. júní 2008 Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir álver Norðuráls Helguvík sf. Samkvæmt tillögunni verður Norðuráli heimilt að framleiða allt að 250 þúsund tonnum af áli á ári í Helguvík. 12. september 2008 Íslenskir aðalverktakar steypa fyrstu undirstöðurnar að kerskála álvers Norðuráls í Helguvík. 13. nóvember 2008 Norðurál vill byggja stærra álver en 250 þúsund tonn. Vill reisa 360 þúsund tonna álver, í fjórum áföngum. 3. febrúar 2009 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir orkusölusamning Orkuveitu Reykjavíkur og Norðuráls vegna væntanlegs álvers í Helguvík. 17. apríl 2009 Ríkisstjórnin klofnar í afstöðu sinni þegar Alþingi samþykkir lög sem veita iðnaðarráðherra heimild til að gera fjárfestingar- samning fyrir hönd ríkisstjórnar- innar við Century Aluminum og Norðurál Helguvík ehf. 18. nóve Forsvarsm Aluminum stefnt sé framkvæ Helguvík ný og að muni hef Fyrstu skólfustungurnar að kerskála álver í Helguvík voru teknar 7. júní 2008. Sérfræðingar sem rætt var við, telja að Magma sé fjárhagslega af- skaplega vanbúið til þess að standa í stórframkvæmdum, eins og jarð- varmavirkjun á Krísuvíkursvæðinu og því sé skiljanlegt að félagið reyni nú að selja 16 eða 17 lífeyrissjóðum 20-25% hlut í Magma fyrir 6,5-8 millj- arða króna. Bent er á að í síðasta uppgjöri Magma komi fram að félagið eigi 20 milljónir dollara, eða rúmlega 2,3 milljarða króna, sem sé bara smápen- ingur, þegar um jafnfjárfrekar framkvæmdir er að ræða og virkjanir. Jafn- framt sé félagið með 20 milljóna dollara lánalínu frá aðaleiganda sínum, Ross Beaty, á afar háum vöxtum, að því er fullyrt er. Þegar Magma keypti hlut Geysis Green í HS orku, þá var talið að Magma myndi koma inn með það fjármagn sem þyrfti til virkjanaframkvæmda. Sú staða er ekki talin vera skýr núna, þar sem fjármagnskostnaður fyrirtækisins hafi aukist gríðarlega undanfarna átta mánuði, sem þýði, að fróðra mati, að Magma sé einkum að fjármagna sig á lánsfé. Þá þykir það ekki hafa hjálpað að bæði fjármálaráðherra og forsætisráðherra hafa op- inberlega látið að því liggja, að eignarnám ríkisins á eigum Magma komi til greina. „Ísland er ekki eyland í skilningi alþjóðlegrar fjármögnunar. Það er vitanlega hlustað á það úti í heimi, þegar ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru að hóta einkafyrirtækjum eignarnámi og þær hjálpa síður en svo alþjóðlegri fjármögnun svona verkefna,“ segir sérfræðingur sem rætt var við. Ekki talið fjárhagslega burðugt Ross Beaty Magma Energy

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.