SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Qupperneq 35
27. febrúar 2011 35
E
itt af markmiðum styrkt-
arfélagsins Lífs er að nútíma-
væða kvennadeildina þannig
að hægt verði að bjóða konum
sem nýta þurfa þjónustu kvennadeild-
arinnar að hafa maka sinn eða nánasta
aðstandanda sem mest hjá sér. Þetta
skiptir nýbakaða foreldra miklu máli en
hingað til hafa feður í fæstum tilvikum
fengið tækifæri til að vera með mæðr-
um, sem þurfa að dvelja á sængurgangi,
yfir nótt. Hjónin Helga Ósk Hann-
esdóttir og Þórhallur Hinriksson eign-
uðust dótturina Unu Maríu, sem er
þriðja barn þeirra, daginn áður en
Sunnudagsmogginn heimsótti deildina.
Una María kom í heiminn með keis-
araskurði. Foreldarnir voru heppnir og
fengu sérherbergi en stefna deildarinnar
er að leyfa pöbbunum að gista ef að-
stæður á deild leyfa og í þetta skiptið
gekk það. „Ég var að koma úr erfiðum
keisara og var með mikla verki. Það
munaði öllu að geta haft hann hjá mér,“
segir Helga Ósk en þau hafa sam-
anburðinn því fyrir tæpum tíu árum
kom í heiminn frumburðurinn Orri. „Þá
þurfi Þórhallur að fara heim milli níu og
tíu um kvöldið. Það er ekki hægt að líkja
þessu saman,“ segir Helga Ósk, sem þá
var með fleiri konum í herbergi. Miðju-
barnið, dóttirin Anna Karen, sem er sex
ára, kom síðan í heiminn í Bandaríkj-
unum og voru aðstæður þar góðar.
Þórhallur er líka glaður með að
hafa getað dvalið á deildinni með
konu sinni og finnst það allt önn-
ur upplifun. „Það er svo af-
slappað og gott andrúms-
loft hérna,“ segir hann.
Þau stefndu á að
fara heim um
kvöldið en eldri
systkinin gátu
ekki beðið eftir
að vera með
litlu systur og
fá síðan þjón-
ustu ljósmóður
heim.
Hjónin Helga Ósk Hannesdóttir og Þórhallur Hinriksson með glænýju dótturina Unu Maríu en hún er þriðja barn þeirra. Þau voru glöð yfir
því að geta verið saman eftir fæðinguna. Una María var 16 merkur og 52 sentimetrar við fæðingu.
Helga Ólöf Eiríksdóttir ljósmóðir tekur blóðþrýsting nýbökuðu móðurinnar
Helgu Óskar. Nöfnunum kemur vel saman.
Una María lætur í sér heyra þegar Helga Ólöf skiptir á
henni. Ljósmóðirin var viðstödd keisaraskurðinn og
sinnti fjölskyldunni eftir að litla stúlkan kom í heiminn.
„Munaði öllu að geta haft
hann hjá mér“
Feðgin í friði og ró. Þórhallur með Unu Maríu á öxlinni.
Rannveig Rúnarsdóttir, deildarstjóri meðgöngu- og
sængurkvennadeildar 22A, notast hér við hlaupahjól
til að ferðast um langan ganginn.
’
Á kvenna-
deildinni
fara fram
um 70% fæðinga á
landinu auk ann-
arra kvenlækn-
inga, eins og
lækninga vegna
krabbameins í legi
og brjóstum.