SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Blaðsíða 37
Pétur Blöndal pebl@mbl.is Bókasöfn íslenskra heimila verða í öndvegi á bókastefn- unni í Frankfurt í haust. Ljósmyndir sem Íslendingar senda inn munu prýða veggi sýningarskálans sem Ísland fær til umráða sem heiðursgestur sýningarinnar. Tildrögin eru þau, að snemma á þessu ári ákváðu stjórn- endur verkefnisins, sem á íslensku hefur hlotið nafnið Sögueyjan Ísland, að bjóða almenningi að vera með í sýningarskálanum með því að senda inn myndir af heimilisbókasöfnum. „Viðbrögð hafa verið mikil, mörg hundruð myndir hafa borist,“ segir Halldór Guðmundsson, verkefnastjóri Sögueyjunnar Íslands. Hann segir að sem flestar ljósmyndir verði sýndar í skálanum og að sýnd verði myndbönd með um þrjátíu söfnum þar sem rætt verður við eigendur um uppáhaldsbækurnar. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem almenningi er boðið að taka þátt í sýningunni með þessum hætti. Meðfylgjandi eru nokkur sýnishorn af heimilisbókasöfnum sem landsmenn hafa sent inn, þar á meðal rafbókasafni Árna Matthíassonar blaðamanns, en myndir má senda á info@sagenhaftes- island.is eða líma beint á vegg Sögueyjunnar á facebook (facebook.com/sogueyjan.island). Skilafrestur er til 2. apríl og þrír heppnir þátttakendur geta unnið ferð fyrir tvo á bókasýninguna í haust. BókasöfnBókasöfn íslenskra heimila til Frankfurt

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.