SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Side 42
42 27. febrúar 2011
Ö
ll höfum við gaman af góðu
gríni. Smekkur okkar á því
hvað er gott grín er hins
vegar mismunandi. Sumum
finnst gaman að leika sér með tungu-
málið í ýmiss konar orðabröndurum. Þá
er oft snúið út úr hefðbundinni merk-
ingu orða og þau fá nýja og óvænta
merkingu. Dæmi um slíkan brandara
heyrði ég ekki alls fyrir löngu. Grínarinn
hafði verið í hniti og fengið boltann í
andlitið, beint á varirnar sem bólgnuðu
nokkuð. Þegar sagt var frá atvikinu
sagði sú sem fyrir boltanum varð að hún
hefði endað sem varamaður í leiknum. Í
svona tilvikum er tungumálið notað á
skemmtilegan og oft á tíðum fyndinn
hátt.
En ekki eru allir brandarar jafn sak-
lausir og varamannabrandarinn. Sumu
gríni er ætlað að benda á ýmislegt sem
þykir gagnrýnivert í samfélaginu og
margir telja að beittur húmor sé besta
vopn gagnrýnandans. Þetta má til dæmis
gera með því að snúa raunverulegum at-
vikum upp í andhverfu sína. Þennan
húmor sjáum við daglega til dæmis í
formi skopmynda í dagblöðum. Einnig
er til í dæminu að atvik sem þykir gagn-
rýnivert sé tekið skrefinu lengra í grín-
inu. Þannig má til dæmis nefna brandara
úr nýjasta Áramótaskaupi Sjónvarpsins.
Þar voru orð Sóleyjar Tómasdóttur og
viðbrögð samfélagsins við þeim til um-
fjöllunar. Í Skaupinu voru viðbrögð Sól-
eyjar við karlkyns ísbirni afdráttarlaus,
hún vildi láta drepa hann eins og allt
annað karlkyns. Þarna voru viðbrögð
samfélagsins við blaðaviðtali við Sóleyju
tekin lengra og í raun beindist grínið
ekki að Sóleyju heldur ofsafengnum við-
brögðum fólks við viðtalinu.
Önnur tegund af húmor er svo langt
frá því að vera fyndin eða til gagns.
Þetta er húmor sem er meiðandi og nið-
urlægir þá sem fyrir honum verða. Þeir
sem beita húmor af þessu tagi eiga það
gjarnan sameiginlegt að vera í sterkari
stöðu en sá sem grín beinist að. Núna er
mjög í tísku að beita þessum meinta
húmor gegn konum. Konan sé best
geymd bak við eldavélina; konur eigi
ekki heima í stjórnmálum því þær láti
stjórnast af tilfinningum; að gott sé að
eiga konu til að þvo þvottinn og ým-
islegt í þessum dúr og raunar margt
miklu verra. Ef kona hlær ekki að þessu
er hún í ofanálag húmorslaus freðýsa,
skilur ekki grínið og tekur alltaf allt svo
alvarlega. Málið er bara að svona grín af-
hjúpar ákveðin viðhorf, hvort sem þau
eru meðvituð eða ómeðvituð. Og þegar
síendurtekið grín af þessu tagi dynur á
fólki hættir það fljótlega að vera fyndið
og verður ógnvænlegt og jafnvel hættu-
legt.
Í bröndurum af þessu tagi birtist megn
og rótgróin kvenfyrirlitning. Því öllu
gamni fylgir nokkur alvara og kvenfyr-
irlitning er alvarlegt mál. Halda lesendur
að það sé tilviljun að kona sem talar fyrir
jafnrétti sé kölluð krossþroskaheft en
karlar sem undanfarið hafa skrifað um
jafnrétti séu kallaðir öðlingar? Það er
kannski bara grín líka? Tungumálið er
tæki sem menn nota til að skemmta sér
og öðrum. En tungumálið er líka tæki
sem menn nota til að halda stöðu sinni
og meiða aðra. Tungumálið sjálft gerir
þó ekki mikið upp á sitt eindæmi, það
eru málnotendurnir sem ákveða til
hvers þeir nota málið. Leikum okkur
með það, gerum grín, gagnrýnum en
meiðum ekki annað fólk með þessu fína
tæki sem við búum yfir.
Öllu gamni
fylgir alvara
’
Tungumálið er tæki
sem menn nota til að
skemmta sér og öðr-
um. En tungumálið er líka
tæki sem menn nota til að
halda stöðu sinni og meiða
aðra.
Tungutak
Halldóra Björt Ewen
hew@mh.is
Málið
Hvurn
andskotann
áttu við?
KALDHÆÐNI?
Nei, bara
svona kald-
hæðni.
Já, eða
myndlíking.
Eða eitthvað...
Persónulega finnst
mér allir ísbirnir ógeðslegir
og vitlausir og að þeir eigi bara
að vera lokaðir í dýragarði
eða notaðir í pylsur.
El
ín
Es
th
er
D
agný Kristjánsdóttir, pró-
fessor í íslenskum bók-
menntum við Háskóla Ís-
lands, segir að þegar litið sé
yfir sögu íslenskra kvennabókmenna sé
nafn Torfhildar Hólm þar framarlega í
flokki. Hún var fyrsti Íslendingurinn
sem hafði atvinnu af því að vera rithöf-
undur, fædd 1845 og lést 1918. „Hún
var líka fyrsta íslenska konan sem gaf
út skáldsögu og fyrst rithöfunda til að
skrifa sögulegar skáldsögur og fyrsti Ís-
lendingurinn sem fékk listamanna-
laun.“
Prentverk kom seint til Íslands og
aðeins örfá skáldverk eftir karla og
konur voru gefin út fyrir aldamótin
1900 að sögn Dagnýar. Það mun hins
vegar hafa verið algengt að bækur hafi
gengið á milli manna sem handrit en
þau voru skrifuð upp og notuð í skipt-
um fyrir meira lesefni. Að því sögðu þá
segir hún að aðstaða kvenna til þess að
stunda ritstörf hafi verið öllu lakari en
karla og mikið átak fyrir konur að snúa
sér að listsköpun.
Sjáendur og snillingar, en ekki konur
„Við getum ekki ekki með góðu móti
skilið það hvaða augum karlar litu það
að konur færu út af heimilunum. Þá var
beinlínis verið að rugga þjóðfélagsskip-
aninni eins og hún lagði sig. Menn vildu
ekki kerfisbreytingu sem þeir gátu ekki
séð annað en myndi fara illa, heimurinn
myndi farast og óreiðan ríkja. Svona of-
boð má sjá þegar rætt var um kvenrétt-
indamál og kosningarétt kvenna á árum
áður. Þetta var ríkjandi viðhorf og var
svo framan af tuttugustu öldinni, langt
fram á eftirstríðsárin. Í bókmennta-
umræðunni var líka ríkjandi mikil snill-
ingsdýrkun, þær leifar frá rómantíkinni
að listamenn væru alveg sérstök dýra-
tegund, þeir væru sjáendur og snill-
ingar. Það þótti alls ósannað að konur
gætu verið í þeim hópi. Þær lentu því
sjálfkrafa í annarri deild.“
Viðurkennd mynd af listamanninum
á eftirstríðsárunum var bóheminn, frjáls
og engum háður, kæruleysislegur í út-
liti, gjarnan með staupið við höndina,
hrifnæmur og ástríkur, sífellt með nýja
í takinu, rómantísk hetja. Kona sem lék
þetta hlutverk var ekki skoðuð sem
rómantísk hetja. Ásta Sigurðardóttir
sendi frá sér fyrstu smásöguna 1950 og
þremur árum síðar sögu sem kölluð
hefur verið ein af fyrstu módernísku
smásögunum á Íslandi. Dagný segir að
hugarfarið hafi verið þannig á nítjándu
öldinni og vel fram á þá tuttugustu að
konur sem komu fram opinberlega, til
að mynda leikkonur, væru ekki heið-
virðar konur. „Orðin kona og bóhem
útilokuðu hvort annað og Ásta Sigurð-
ardóttir var þannig lifandi þversögn,“
segir hún og minnir á að það sé ekki
svo langt síðan; Ásta lést 1971. „Fyrir
ungar konur varð hún nú samt upp-
reisnarhetja og fyrirmynd.“
Rifin háborgarbygging
Upp úr þessu fer þó að losna um valdið
yfir umræðunni og goggunarröðin
breyttist, eins og Dagný orðar það, í
kjölfar ’68-byltingarinnar, stúdenta-
uppreisnar, baráttuhreyfinga fyrir rétt-
indum minnihlutahópa, svartra,
kvenna, samkynhneigðra og jafnvel
barna. Róttækustu baráttuhreyfingarnar
voru ekki endilega hallar undir kven-
frelsi og fannst að það gæti beðið þang-
að til eftir byltinguna.
„Sjöundi áratugurinn var mjög
dramatískur um margt. Það var svo
mikið að gerast á þeim árum, fjölda-
menning flæddi inn í landið og menn-
ingaráhrif úr austri og vestri. Sem dæmi
um það hve breytingarnar voru örar á
þeim árum get ég nefnt frásögn Ingi-
bjargar Haraldsdóttur af því í ævisögu
Allir lesa
karlana en
bara kon-
urnar konur
Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmennta-
verðlauna kvenna, verða kynntar á morgun, en
verðlaunin verða veitt í fimmta sinn í lok mars.
Tilnefning til verðlaunanna gefur tilefni til að
velta fyrir sér stöðu bókmennta kvenna á Íslandi
í gegnum árin.
Árni Matthíasson arim@mbl.is
Lesbók