SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Side 44

SunnudagsMogginn - 27.02.2011, Side 44
44 27. febrúar 2011 Heather Gudenkauf – These Things Hidden bbbmn Heather Gudenkauf skrifar spennusögur sem hefjast þó ekki á glæp og fylgja síðan leitinni að glæpamanni eða -konu – þær byggjast frekar á spennunni milli þeirra sem glæpurinn snertir, fórnarlambsins, ef það lifir, þeirra sem fremja verkið illa og aðstandenda. These Things Hidden segir frá ungri konu, Allison Glenn, sem er ríf- lega tvítug og á leið úr fangelsi fyrir hræðilegan glæp. Hún fer á áfangaheimili og reynir að byggja upp líf sitt að nýju, en það gengur ekki nema miðlungi vel; það er allt of margt óuppgert í lífi hennar og reyndar ekkert eins og það sýnist, ekki einu sinni glæpurinn hræðilegi. Full- dramatískt á köflum, en forvitnileg flétta með ótal óvæntum uppá- komum og trúverðug þegar upp er staðið. Helen Simonson – Major Pettigrew’s Last Stand bbbnn Ernest Pettigrew, sem rétt er að kalla Major Pet- tigrew, er eldri ekkill sem býr einn í útjarði smá- þorps í ónefndu ensku skíri. Hann er eilítið gam- aldags og íhaldssamur jafnvel stífur, en líka glaðsinna, tillitssamur og heiðarlegur. Bókin hefst þar sem hann hefur nýverið fregnað andlát einkabróður síns, er eðlilega miður sín, og óvæntan gest ber að garði, Jasmina Ali, eða bara frú Ali. Hún er líka ekkja, rekur einu verslunina í bænum og er vel liðin. Þessi óvænta heimsókn hrindir af stað atburðarás sem sér ekki fyrir endann á og flækir líf majórsins til muna, ekki síst í ljósi þess að hann þarf einnig að glíma við einkason sem er upptekinn af gjálífi, deilu um arf við fyrrverandi mágkonu, kynþáttafordóma og fégráðuga spekúlanta. Skemmileg bók sem ristir vissulega ekki djúpt, en það kemur ekki að sök. Joyce Carol Oates – After the wreck, I picked myself up, spread my wings, and flew away bbmnn Joyce Carol Oates er stórkmerkilegur höfundur, og þá ekki bara fyrir afköstin, eftir hanam liggja sennilega um sextíu skáldsögur og annað eins af ljóðabókum, smásagna- og ritgerðasöfnum, heldur fyrir það hve hún er ófeimin við að glíma við hvað sem er, ekkert er svo efitt eða snúið að hún sé ekki til í að skrifa um það. Þessi bók sem heitir svo löngu nafni er unglingabók og segir frá stúlku sem lendir í slæmum félagsskap eftir að hún verður móður sinni óvart að bana. Eins og gjarnan um unglingabækur endar hún vel, en þó ekki í neinum prinsessustíl – maður fær ekki alltaf það sem maður vill; málið er að vilja það sem maður fær. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur Eymundsson 1. This Body of Death – Elizabeth George 2. The Whisperers – John Connolly 3. Bad Boy – Peter Robinson 4. Ice Cold – Tess Gerritsen 5. The Burning Wire – Jeffery Deaver 6. Savour the Moment – Nora Roberts 7. Private – James Patterson 8. Caught – Harlan Coben 9. Broken – Karin Slaughter 10. The Bourne Objective – Eric Van Lustbader & Robert Ludlum New York Times 1. Tick Tock – James Patter- son & Michael Ledwidge 2. A Discovery of Witches – Deborah Harkness 3. The Girl Who Kicked the Hornet’s Nest – Stieg Larsson 4. The Help – Kathryn Stockett 5. Dead or Alive – Tom Clancy 6. The Secret Soldier – Alex Berenson 7. The Inner Circle – Brad Meltzer 8. The Confession – John Grisham 9. A Red Herring Without Mustard – Alan Bradley 10. Room – Emma Donoghue Waterstone’s 1. The Classic FM Hall of Fame – Darren Henley, Sam Jackson, Tim Lihoreau 2. Midnight – L.J. Smith 3. The Brightest Star in the Sky – Marian Keyes 4. Jamie’s 30–minute Meals – Jamie Oliver 5. The Hand That First Held Mine – Maggie O’Farrell 6. Room – Emma Donoghue 7. Never Let Me Go – Kazuo Ishiguro 8. Trespass – Rose Tremain 9. Land of Painted Caves – Jean M. Auel 10. The Double Comfort Safari Club – Alexander McCall Smith Bóksölulisti Lesbókbækur Þ að er eitthvað undursamlegt við það þegar skáldsögur ná að vekja mann svo til umhugsunar að þær koma upp í huga manns aftur og aftur að loknum lestri. Svo er það með bókina Room eftir Emmu Don- oghue sem ég lauk við að lesa nýlega, fáar bækur hafa vakið mig til jafnmikillar umhugsunar um veröldina sem við lifum í. Í Room segir frá ungri konu sem hefur verið fangi eldri manns í sjö ár, hún er lokuð inni í litlu neðanjarðarbyrgi og hefur ekki séð veröldina fyrir utan það í þennan tíma ef frá eru taldar fréttir og myndir sem hún fær í gegnum sjónvarpstæki sem hún er með. Eftir tvö ár í vistinni fæðir hún fang- ara sínum son sem er fimm ára þegar sagan hefst, veröld hans er herbergið og hann er hamingju- samur í því með móður sinni, enda þekkir hann ekkert annað. Hún reynir að skapa honum eins heilbrigt umhverfi og hugsast getur við þessar að- stæður, t.d. hefur hann aldrei fengið að hitta „föð- ur“ sinn, þarf að gera líkamsæfingar á hverjum morgni, hann kann að lesa og telja og þarf að borða grænmetið sitt þótt honum þyki það vont. Mæðginunum er mikil vorkunn við þessar aðstæður; hvað getur verið hræðilegra en að vera fangi og missa af öllu því sem veröldin hefur upp á að bjóða. Sá dagur kemur að þau bjargast úr prís- undinni, aðstæður þeirra vekja mikla athygli heimsbyggðarinnar og náið er fylgst með fyrstu skrefum þeirra sem frjálsra einstaklinga. Það er við þessi fyrstu frjálsu skref þeirra í mörg ár sem efinn um þetta „frjálsa“ vestræna samfélag okkar fer að láta á sér kræla í huga lesandans. Við erum nefnilega öll föst í okkar eigin herbergjum og þótt við göngum frjáls um erum við ægilega fordóma- full gagnvart þeim sem eru ekki í eins herbergjum og við og þora að brjóta veggi og stíga út úr sínum herbergjum. Það vekur t.d. athygli fjölmiðla- manna og hneykslun að móðirin er enn með fimm ára son sinn á brjósti, einnig þykir það forsíðufrétt að drengurinn þorir ekki að ganga niður stiga, sem hann hefur aldrei séð áður. Einnig á fólk bágt með að una því að hann vill bleika tösku frekar en bláa og er með sítt hár, svoleiðis eiga strákar ekki að vera. Sagan er sögð frá sjónarhorni drengsins, skrifuð á einlægu og einföldu máli með augum sakleysingjans sem þykir ekkert óeðlilegt við sína veröld, hann elst ekki upp eftir þeirri formúlu sem flestir landar hans í Bandaríkjunum gera og sér ekki frelsið, sem aðrir halda fram að sé allt í kring- um hann, þegar hann er kominn út. Það eru hafð- ar miklar áhyggjur af því sem þau hafa misst af en það eru flest tilbúnar þarfir. Móðirin vill að fólk hætti að koma fram við þau eins og þau séu þau einu sem hafi lifað af eitthvað hræðilegt, og reynir að benda fólki á að þrældómur sé ekki nýr af nál- inni en á það vill enginn hlusta. Í fyrstu virðist sem Room fjalli um fórnarlömb geðsjúks glæpamanns en þegar lengra er komið áttar maður sig á hversu mikla samfélagsgagnrýni hún inniheldur, höfundur er að sýna lesandanum hvað hann býr í fársjúku samfélagi og það hef ég verið að hugsa um alveg síðan ég lauk lestrinum. Írski rithöfundurinn og leikskáldið Emma Donoghue er margverðlaunuð fyrir bækur sínar, þar með talin Room. Herbergin okkar Í skáldsögunni Room eftir Emmu Donoghue segir frá konu og fimm ára syni hennar sem er haldið föngnum í litlu her- bergi. Þegar þau sleppa út í frelsið þurfa þau að læra á samfélagið sem er ekki eins frjálst og við viljum vera láta. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.