SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Blaðsíða 12
12 24. júlí 2011 Mánudagur Toshiki Toma Saki Kumagai, stelpan sem skoraði síðasta mark í HM keppni í gær, er frá Makomanai-Minami bæ í Sapporo-borg, en þarna búa for- eldrar mínir og ég var þar líka síð- astu tvær vikur. Vissi ekki af þessu, en gaman! Mamma mín sagði mér í símtali í morgun að bærinn væri í „hátíð“... Miðvikudagur Víkingur Heiðar Ólafsson Rach 3 og Goldberg. Lífið gæti verið verra. Edda Björg Eyjólfs- dóttir Eftir að hafa átt saman pappírs, bóm- ul, leður, blóma, tré, sykur, ullar og brons þá eigum við hjónin í dag 9 ára leir- brúðkaup. Fimmtudagur Þórarinn Eldjárn Kæru vinir. Farið inn á http:// tinyurl.com/4yb529p og heitið á mig og aðra sem hlaupa fyrir Minning- arsjóð Kristjáns Eldjárns gítarleik- ara í Reykjavíkurmaraþoni 2011. Fésbók vikunnar flett Mér skilst að vinsælasti sími á Ís- landi nú um stundir sé Samsung Ga- laxy S II sem margir segja besta Android-símann og ýmsir besta snjallsímann yfirleitt. Hann kostar þó sitt og þá er spurning hvort ekki sé hægt að byrja með einhvern aðeins ódýrari, til að mynda Nexus S, sem Samsung framleiðir í samvinnu við Google. Eins og sjá má á myndinni er Nex- us S svipaður Galaxy S í útliti, þ.e. eldri gerðinni, og vélbúnaður er líka áþekkur. Hann er þó rúnnaðri, tals- vert þykkari um sig og heldur þyngri. Í hann vantar líka ýmislegt sem er í Galaxy S, hvað þá í Galaxy S II, og til að mynda er ekki í honum rauf fyr- ir minniskort. Hraðinn í honum er þó fínn, enda nýjasta útgáfa af Android á honum, skjárinn í góðu meðallagi og flest hægt að gera með honum sem hægt er með dýrari símum. HP 2310ti er ekki bara snertiskjár, hann er þrælf- ínn 23" tölvuskjár með 16:9 sniði. Grunnupplausn á honum er 1920 x 1080 díl- ar, skerpa 1000:1, sjón- arhorn 160° lárétt og lóð- rétt, VGA-tengi og DVI-D tengi, innbyggðir hátalarar og styrkstillir framan á skján- um. Hann er nokkuð þungur, rúm átta kíló, enda er hann heldur þykkari en hefðbundnir skjáir, 8,4 sm, 57,3 sm á breidd og 35,9 á hæð. Það er stuðningur fyrir snert- iskjái í Windows 7 og þá fyrir flest það sem menn vilja gera á slíkum skjám, eins og að draga hluti til með fingrunum, stækka myndir og síður með því að færa tvo fingur í sundur, aukinn hraði ef maður hreyfir fingurna hraðar og svo má telja. Snertiskjáir eru þó mismunandi hvað þetta varðar og ekki skilja þeir allir slíkar snertingar, en HP 2310ti skilur allt. Ekki er bara fínn stuðningur við snertiskjái í Windows 7 held- ur er hægt að bæta við ókeypis svonefndri Touch Pack- viðbót fyrir Windows 7 og þá fylgja leikir og sitthvað með, hægt er að spila töflu- leik, leika sér með fiska og bolta, skoða heims- kort ýmist sem þrí- víðan hnött eða sem tví- víð landa- kort, hægt að sýsla með myndir og svo má telja. Stundum henta mús og lykla- borð óneitanlega betur er snertiskjár, til að mynda þegar maður er að skrifa græjuumfjöllun, en það er ótalmargt sem verður miklu þægilegra og skemmtilegra þegar hægt er að snerta skjáinn og hvern hefur ekki dreymt um að geta verið með tvær mýs í gangi í einu? Tónlistarforrit er augljóst dæmi þar sem hægt er að nota báðar hendur og einnig ýmis myndvinnsla og teikniforrit og svo náttúrlega leikir. Snertu skjáinn! Um leið og menn komast í tæri við snertiskjái átta þeir sig á því hvað mús og lykla- borð takmarka í raun það sem hægt er að gera á tölvum og hve miklu fljótlegra væri að gera sitthvað ef maður gæti notað fingurna. Þá skiptir maður út gamla skjánum fyrir snertiskjá, hvað annað? Græjur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Samsung Nexus S Má bjóða þér að- eins ódýrari til að byrja með?

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.