SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Síða 31
24. júlí 2011 31
H
ildur Eir Bolladóttir er fædd þann 25. apríl árið
1978 í Laufási við Eyjafjörð Þar sleit hún barns-
skónum í hópi sex systkina, í skjóli Lauf-
áshnjúks og Kaldbaks við móðurlegan söng
æðarkollunnar og í moldarbeði kartöflugarðanna, eins og
hún orðar það svo ljóðrænt sjálf. Hildur var 14 ára þegar
hún flutti ásamt foreldrum sínum séra Bolla Þóri Gúst-
avssyni og Matthildi Jónsdóttur að Hólum í Hjaltadal þar
sem faðir hennar tók við embætti vígslubiskups. Hildur
stundaði framhaldsskólanám við báða menntaskóla Ak-
ureyrar, fyrst í MA þar sem hún fékk félagslegri þörf sinni
fullnægt og síðan í VMA þar sem hún kepptist við að vinna
upp námið sem ekki gafst tími til að sinna í MA! Hún lauk
stúdentsprófi frá VMA, kenndi einn vetur í Brekkuskóla á
Akureyri en skráði sig svo í guðfræði við HÍ 2000 og lauk
þaðan embættisprófi 2005. Hildur var vígð til prestsþjón-
ustu við Laugarneskirkju árið 2006 en tók við embætti
prests við Akureyrarkirkju á vordögum 2010. Hildur er gift
Heimi Haraldssyni náms- og starfsráðgjafa og eiga þau tvo
syni, Harald Bolla níu ára og Jónatan Huga, þriggja ára.
Velti því fyrir mér hvort ég ætti að verða
prestur, skáld eða fiðluleikari. Fiðludraum-
urinn endaði skjótt og varð það eflaust til
að bjarga geðheilsu systkina minna.
Ég kom heim svona
klippt, viku eftir að við
Heimir giftum okkur.
Frá þeirri stundu vissi
hann að líf hans með
mér yrði aldrei mjög
fyrirsjáanlegt!
Ég hef alltaf tekið sjálfa mig frekar
hátíðlega og sett markið hátt eins
og sést á þessari mynd. Foreldrar
mínir eru hinir virðulegustu en ég
er eins og Ingjaldsfíflið í bakgrunni.
Með systrum mínum, Hlín, Jónu Hrönn og Gerði á skírnardaginn 17. júní
árið 1978. Jóna systir var fermd sama dag, þannig að við deildum athygl-
inni bróðurlega á milli okkar.
Ræturnar toga af krafti norð-
ur. Gústav Geir er myndlist-
armaður og rekur Verksmiðj-
una á Hjalteyri ásamt konu
sinni Veronique og fleirum.
Fjölskyldan fyrir ári, þá nýflutt til Akureyrar.
Þetta fyrsta ár okkar fyrir norðan hefur verið
mikil blessun og gleði, við erum algjörir luk-
kugrísir, við Heimir, og í kringum okkur er
svo margt yndislegt fólk.
Af presti
ertu komin
Hildur Eir Bolladóttir frá Laufási,
prestur í Akureyrarkirkju,
gluggar í fjölskyldualbúmið.
Nafnarnir Haraldur Bolli og Bolli Þórir. Þarna
er pabbi orðinn mjög veikur en það var
þrennt sem heilabilunin gat aldrei rænt
hann, og það var trúin á góðan Guð, húmor
og gott hjartalag.
Haraldur Bolli með Matthildi
Bjarnadóttur systurdóttur
minni á jólum. Matthildur er í
guðfræði, þriðja kynslóð fjöl-
skyldunnar er komin í deildina.
Við Bolli bróðir, sem er nú prestur í Laufási.
Við erum yngst af systkinunum og vorum
mest saman í æsku, deildum meira að segja
herbergi um tíma, við getum stundum hleg-
ið svo mikið að við grátum.
Við Heimir giftum okkur eftir eins árs sam-
band, en ég hygg að skaparinn hafi þó haft
áhrif á þennan ráðahag því betri og skemmti-
legri eiginmaður er vandfundinn.
Yngri sonur okkar Heimis, Jónatan Hugi.
Hann fæddist nokkrum dögum eftir að pabbi
dó, mikið kærleiksblóm og friðarsinni með
ríka réttlætiskennd.
Að störfum í fjölskylduguðsþjónustu í Akureyrarkirkju, þar sem ég er að
segja frá Jesú. Þegar öllu er á botnin hvolft er það mikilvægasti þáttur
starfsins, að segja biblíusögur, þær hafa mann- og samfélagsbætandi
boðskap að geyma.
Myndaalbúmið
Á brúðkaupsdaginn 18.júní árið 2000. Jóna systir gifti okkur Heimi en
pabbi leiddi hreiðurböggulinn inn kirkjuna, upp frá því fór hann að veikj-
ast af heilabilun sem dró hann til dauða árið 2008. Við söknum hans öll
alveg hræðilega mikið, hann var alltaf Guðs engill.