SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Page 37
24. júlí 2011 37
hennar. Oprah hóf vinnu í sjónvarpi árið
1974 sem fréttamaður og vann til nokk-
urra verðlauna fyrir frammistöðu sína.
Þeir sem störfuðu með henni sögðu hana
hafa verið fremur lélegan fréttamann, ef
hún átti að fjalla um eldsvoða fór hún á
staðinn en kom svo í vinnuna og fór í
símann til að leita að aðstoð fyrir fjöl-
skylduna sem hafði misst heimili sitt.
Þegar hún fékk svo tækifæri til að sjá um
morgunþátt í sjónvarpi fór hún að vekja
athygli. Hún var einlæg, algjörlega
óhrædd við að spyrja kjánalegra spurn-
inga og náði afar góðu sambandi við við-
mælendur sína. Henni var boðið að vinna
að eigin spjallþætti í Chicago og flutti
þangað. Þar varð hún ástfanginn af plötu-
snúð. Hann var kvæntur en ástarsam-
bandið stóð í fimm ár. Á þessum tíma
neytti hún eiturlyfja. Seinna átti annar
ástmaður hennar, sem hún bjó með í
fimm mánuði, eftir að lýsa kókaínneyslu
hennar.
Frægð og frami
Árið 1985 lék hún í mynd Steven Spiel-
bergs, Color Purple og var tilnefnd til
Óskarsverðlauna. Hún ferðaðist um
Bandaríkin og kom fram í fjölmiðlum til
að kynna myndina. Þetta var gríðarleg
auglýsing, ekki bara fyrir myndina held-
ur einnig fyrir hana sjálfa.
Á næstu árum varð hún einn vinsælasti
þáttastjórnandi Bandaríkjanna og auk
þess vellauðug. Í þáttum sínum ræddi
hún heimilisofbeldi, sambönd, heilsu,
andleg málefni, bækur og kvikmyndir.
Bókaklúbbur hennar naut mikilla vin-
sælda og jók bókasölu í Bandaríkjunum
umtalsvert.
Fræga fólkið kepptist við að koma í þátt
til hennar og hún hefur vingast við marga
af heimsfrægum gestum sínum. Sam-
skipti hennar við eigin fjölskyldumeðlimi
hafa ekki verið jafn góð. Árið 1987 kom
móðir hennar fram í mæðradagsþætti
hennar. Oprah, sem faðmar viðmælendur
sína innilega, gat ekki faðmað móður
sína. Hún segir sjálf um samband sitt við
móður sína: „Við höfum aldrei faðmast,
aldrei sagt við hvor aðra: Ég elska þig.“
Móðir hennar hefur ekki einu sinni síma-
númerið hennar. Hún hittir fjölskyldu
sína einstaka sinnum og styrkir fjárhags-
lega, en það er engin sérstök vænt-
umþykja sem streymir frá henni til þeirra
sem eiga að standa henni næst. Bróðir
hennar Jeffrey lést úr eyðni og Patricia,
systir hennar, lést 42 ára af völdum of
stórs lyfjaskammts. Í byrjun ársins komu
svo óvæntar fréttir þegar Oprah sagði frá
því að hún ætti hálfsystur sem hún hefði
ekki vitað af. Hún heitir Patricia, eins og
hún látna systir Opruh. Móðir Opruh
eignaðist hana þegar Oprah var níu ára
gömul og bjó hjá föður sínum. Móðirin
gaf barnið til ættleiðingar og sagði Opruh
aldrei frá tilvist þess.
Þeir sem til þekkja fullyrða að Oprah
elski ekki móður sína en hún dýrkar
hins vegar rithöfundinn Mayu Angelou.
„Ég held að Maya Angelou hafi verið
móðir mín í fyrra lífi. Ég elska hana
innilega,“ segir hún. Meðal nánustu
vina eru Quincy Jones, Julia Roberts og
John Travolta, en nánasta vinkonan er
fjölmiðlakonan Gayle King og slúðrað
hefur verið um lesbískt samband
þeirra. Enginn fótur virðist vera fyrir
þeim sögusögnum sem særa Ophru
mjög og það mikið að hún sá sig knúna
til að lýsa því yfir opinberlega að hún
væri ekki lesbía. Oprah gerði Gayle að
ristjóra tímarits síns, O-magasine og
keypti handa henni íbúð í New York, og
hefur hlaðið gjöfum á þessa góðu vin-
konu sína.
Í rúma tvo áratugi hefur Oprah verið í
sambandi með Stedman Graham en
hann vann sem fangavörður og fyrirsæta
þegar þau kynntust. Þau hafa ekki geng-
ið í hjónaband og eru barnlaus.
Rík þörf fyrir viðurkenningu
Oprah er ekki alltaf auðveld í sam-
skiptum. Einn starfsmaður sagði að það
að vinna fyrir hana væri eins og að vera í
ormagryfju. Í byrjun sjónvarpsferils síns
tók hún í hönd áhorfenda í sjónvarpssal,
gaf eiginhandaráritanir og leyfði mynda-
tökur af sér. Smám saman hætti hún
þessu. Einhverjir gesta hennar hafa sagt
að hún hafi verið fremur kuldaleg við þá
þegar myndavélin var ekki í gangi.
Oprah hefur sagst hafa afar ríka þörf
fyrir að fólk kunni vel við hana. Hún virð-
ist haldin vanmáttarkennd vegna útlits
síns og vaxtarlags. „Oprah án farða og
ógreidd er ansi óhugguleg sjón,“ sagði
rithöfundur sem kom fram í þætti henn-
ar. Hún hefur farið í ótal megranir sem
hafa ekki borið varanlegan árangur. „Ég
þoli ekki sjálfa mig þegar ég er feit. Ég trúi
ekki feitu fólki sem segist vera hamingju-
samt,“ segir hún.
Hún er auðugasta blökkukona heims en
situr ekki á auði sínum. Gjafmildi hennar
er alþekkt. Hún hleður gjöfum á vini sína
og kunningja og styrkir alls kyns félög. Á
ferðalagi um Afríku gaf hún fátækum og
munaðarlausum börnum jólagjafir og
ættleiddi tíu munaðarlaus börn á aldr-
inum sjö til fjórtán ára. Þau bjuggu þó
áfram í Afríku þar sem hún sendi þau í
einkaskóla og sá þeim fyrir umsjón-
armönnum. Árið 2006 keypti hún handa
þeim stórt hús en þegar hún kom í heim-
sókn næsta ár varð hún skelfingu lostin
þegar hún sá að börnin voru upptekin í
farsímum, iPod og tölvum. Hún sá að hún
hafði ofdekrað þau. Næsta ár sendi hún
þeim ekki hauga af gjöfum heldur fékk
þau til að velja fjölskyldur sem voru eins
fátækar og þau höfðu verið og gefa þeim
gjafir.
Þegar hún hitti eitt sinn Nelson Man-
dela spurði hún hann hvað hún gæti gefið
honum og landi hans. „Byggðu skóla,“
sagði hann og hún samþykkti það.
Stúlknaskóli reis í Suður-Afríku fyrir 152
fátækar stúlkur. Góðverkið snerist nokk-
uð í höndum hennar þegar forstöðukona
á heimavist skólans var sökuð um að beita
fjórtán nemendur kynferðislegu ofbeldi.
Fyrir einhverjum árum tók sig saman
hópur fólks sem vildi að Oprah fengi
Friðarverðlaun Nóbels. Safnað var undir-
skriftum sem senda átti til Nóbelsnefnd-
arinnar. Undirtektirnar voru ekki jafn
góðar og búist var við. Fjörutíu þúsund
manns skrifuðu undir en fjölmargir, að
stórum hlutu blökkumenn, neituðu,
meðal annars vegna þess að Oprah væri
ekki gift sambýlismanni sínum og sýndi
með því slæmt fordæmi.
Þótt fjarska ólíklegt sé að Oprah eigi
eftir að fá friðarverðlaun Nóbels er enginn
vafi á því að hún hefur sýnt á glæsilegan
hátt að hægt er að snúa baki við slæmri
fortíð og snúa lífi sínu upp í sigur.
Oprah og Nelson Mandela. Byggðu handa mér skóla, sagði hann og hún gerði það. Reuters
Oprah á fjölda þekktra vina og einlæg vinátta er milli hennar og leikkonunnar Juliu Roberts.
Reuters
’
Á síðustu stundu
hætti hún við að
gefa ævisöguna út
vegna viðkvæmra upp-
lýsinga sem þar var að
finna um erfiða fortíð,
misnotkun í æsku,
þungun, barnsdauða,
fíkniefnaneyslu og ást-
arsamband við giftan
mann