SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Side 41

SunnudagsMogginn - 24.07.2011, Side 41
24. júlí 2011 41 LÁRÉTT 1. Klandrið hjá Önnu ruglar menn í leiðangri. (12) 7. Ljómi torg einhvern veginn út af steini. (9) 9. Má finna auk AA furðulega framleiðslu. (9) 10. Gera sívala að kryddi. (6) 12. Svimar við sund hjá Los Angeles (6) 13. Minnkaður er fyrir líknenski. (7) 14. Þýða aftur vegna vasaklúta. (5) 16. Einkar flókin gata. (6) 17. Kemur upp skýli fyrir fugla. (7) 18. Tölu pari við iðnaðarmann. (6) 19. Listi yfir stig er listi sem bændur nota. (9) 23. Ávextir sem vaxa ekki innandyra þurfa rafmagn. (8) 26. Fljótlega verður á mörkum á bráðabirgða- ákvæðum. (6) 28. Hannes urðar húninn með áhaldinu. (12) 30. Íhugar að víðir gefi frá sér hljóð sem lýsir vantrú. (9) 31. Frekast endist. (5) 33. Deyr enn einu sinni út af rugli þegar prófaði. (6) 34. Bjarga nerði frá bráðgreindum út af litaðri. (7) 35. Sex skal finna með gáfu. (5) 36. Borgað hratt. (6) LÓÐRÉTT 1. Dreitill ærsla er að sögn vegna eftirlits. (8) 2. Kjöt og slæm fara í ílát. (6) 3. Nál gast séð koma. (7) 4. Anna nær að saurga einhvern veginn frásögn. (10) 5. Ha? Fast? Nei, nást. (6) 6. Hressir hvass endi á vopni. (10) 8. Árásargjarn án asa verður litaður (8) 11. Hefjist þrengsli upp með tæki. (10) 15. Prúða át einhvern vegin fyrir krotað. (7) 20. Gaf ríkum næstum því erlenda. (10) 21. Yfirstéttin fær þúsund fyrir bandið. (9) 22. Lofið saman nafnorðið. (9) 24. Sleit í einni tilhneigingu til að vera svipað. (10) 25. Það fara ofan á áhald er heimskuleg athöfn. (8) 27. Fugl lem með ávexti. (8) 29. Ógreiddir voru fluttir. (7) 32. Latneskur og grískur bókstafur búa til herbergi. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morg- unblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 24. júlí rennur út 28. júlí. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 31. júlí. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 17. júlí er Óskar H. Ólafsson, Da- lengi 2, Selfossi. Hlýtur hann að launum bókina Fimbulkaldur eftir Lee Child. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Hjörvar Steinn Grétarsson náði sínum öðrum áfanga að alþjóð- legum meistaratitli þegar hann varð í 3.-7. sæti á opna mótinu í Suður-Wales á dögunum. Hjörvar hlaut 6½ vinning af níu mögulegum. Sigurvegarar urðu þeir Peter Wells og Keith Arkell sem hlutu 7 vinninga, en þeim fyrrnefnda var dæmdur sigur á stigum. Búast má við því að Hjörvar nái lokaáfanganum að alþjóðlega titlinum á þessu ári, en á verkefnalista framundan er Evrópukeppni taflfélaga og jafnvel Evrópukeppni landsliða. Auk Hjörvars tefldu fjórir ungir íslenskir skákmenn á mótinu í Wales og stóðu sig allir með mikilli prýði. Þannig var árangur Arnar Leós Jóhanns- sonar eftirtektarverður, en hann hlaut 6 vinninga og hafn- aði í 8.-9. sæti af 69 kepp- endum. Eyjamaðurinn Nökkvi Sverrisson hlaut 5 vinninga og varð í 21.-25. sæti, Guðmundur Kristinn Lee fékk 4 vinninga og varð í 37.-49. sæti. Óskar Long Einarsson og Birkir Karl Sig- urðsson hlutu 3½ vinning og urðu í 50.-57. sæti. Hjörvar tefldi margar skemmtilegar skákir á mótinu en stysta sigurskákin kom í fimmtu umferð: Opna Suður-Wales-mótið 2011: Hjörvar Steinn Grétarsson – Jack Rudd Benony – byrjun 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Rf3 g6 7. Da4+!? Athyglisverður leikur sem getur reynst erfður viðfangs ef menn eru ekki með á nótunum. Algengara er 7. Bf4, 7. Rd2, 7. e4 eða 7. g3. 7. … Rbd7 7. … Bd7 er vel svarað með 8. Db3. 8. Bf4 a6 9. e4 Rh5 10. Bg5 Dc7? Betra var 10. … Be7. 11. g4! h6 Riddarinn stendur hörmulega á g7 en ekki gengur 11. … Rgf6 vegna 12. Bxf6 og riddarinn á d7 er leppur. 12. gxh5 hxg5 13. hxg6 f6 14. e5! Að leika peði beint ofan í þrælvaldaðan reit kom margoft fyrir í skákum Kasparovs. Hug- myndin í þessu tilviki er að rýma e4-reitinn fyrir ridd- arann. Hér kemur til greina að leika 14. … g4 sem Hjörvar hugðist svara með 15. exf6! gxf3 16. g7 o.s. frv. 14. … dxe5 15. Re4 b5 16. Bxb5 axb5 17. Dxa8 g4 18. Rfd2 Db7 Eða 18. … Rb6 19. Da5. 19. Dxb7 Bxb7 20. g7! – og svartur gafst upp. Magnús efstur í Biel Magnús Carlsen hefur forystu þegar tefldar hafa verið þrjár umferðir í stórmeistaraflokki skákhátíðarinnar í Biel í Sviss. Sex skákmenn tefla tvöfalda umferð og hefur Magnús hlotið 2½ v. eða 7 stig, en á þessu móti hefur þriggja stiga kerfið fyrir sigur verið tekið upp. Moroze- vich kemur næstur með 2 vinninga og 5 stig og síðan Alexei Shirov sem er með 1½ v. og 4 stig. Magnús hóf mótið með því að vinna heimamann- inn Pelletier og síðan lagði hann Shirov að velli í aðeins 33 leikj- um og var ekki langt frá því að leggja Morozevich í 3. umferð en skákinni lauk með jafntefli. Í heimsmeistarakeppni lands- liða sem fram fer þessa dagana í Ningbo í Kína hafa Armenar með Lev Aronjan á 1. borði náð öruggri forystu eftir fimm um- ferðir með 8 stig og 13½ vinning af 20 mögulegum. Rússar koma næstir með 7 stig og 12 vinninga og í 3. sæti eru Ungverjar með 7 stig og 11½ vinning. Alls taka tíu lið þátt í þessari keppni, þátttökuréttur miðast við fimm efstu lið frá síðasta Ól- ympíumóti og fimm „heims- álfulið“. Íslendingar komust í þessa keppni þegar hún var haldin í Luzern árið 1993. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Annar áfangi Hjörvars Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.