SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Blaðsíða 8
8 4. september 2011 Dasha Zhukova, ritstjóri hins nýja tímarits Garage, er þrítugur Rússi, dóttir óligarkans og vopnasalans Alexanders Radkins Zhukovs og ástkona auðkýf- ingsins og Íslandsvinarins Romans Abramovitsj, sem meðal annars á enska knattspyrnufélagið Chelsea. Eiga þau saman einn son, tæplega tveggja ára. Zhukova var áður í nánu vinfengi við rússneska tennisleikarann Marat Safin. Foreldrar Zhukovu skildu þegar hún var tíu ára og flutti stúlkan þá með móður sinni, sem er prófessor í sameindalíffræði, til Bandaríkjanna. Hún brautskráð- ist með láði frá Kaliforníuháskóla með gráður í bók- menntum og slavneskum fræðum. Eftir það flutti hún aftur til Moskvu og þaðan til Lundúna en býr nú í Los Angeles. Zhukova hefur lengi verið mikil áhugakona um samtímalist og -menningu og setti fyrir nokkrum ár- um á laggirnar stofnun í heimalandi sínu sem hefur það hlutverk með höndum að koma nútímalist á framfæri. Tímaritið Garage er rökrétt framhald á því starfi. Zhukova ritstýrði áður tískuritinu Pop. Hefur brennandi áhuga á samtímalistum Dasha Zhukova býr með Roman Abramovitsj. D reymir þig, kona góð, um að fæða barn gegnum listaverk eftir Damien Hirst? Þá skaltu fara að dæmi hinnar 23 ára gömlu Lundúnameyjar Shaunu Taylor en hún lét á dögunum flúra fiðrildi eftir hinn heimskunna listamann á skapabarma sína. Gjörningurinn var að undirlagi Döshu Zhu- kovu, ritstjóra glænýs lista- og tískutímarits, Garage, en hún fékk ýmsa valinkunna listamenn til að hanna listaverk sem síðan yrði flúrað á „lifandi striga“, eins og þar stendur. Ljósmyndir af verkunum munu prýða fyrsta tölublað hins nýja og framsækna tímarits sem hleypt verður af stokkunum í næstu viku. Ekki minni menn en Jeff Koons, Jake og Dino Chapman, John Baldessari og Paul McCarthy tóku áskoruninni en eins og við var að búast hefur framlag Hirsts valdið mestri geðshrær- ingu. Var einhver að tala um skapandi lista- menn? Verk Hirsts, það er sköp Shaunu Taylor, mun prýða forsíðu tímaritsins en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er búið að festa veglegan fiðrildislímmiða yfir sem lesendur verða að draga í burtu til að berja verkið augum. „Dragið rólega frá og skoðið,“ stendur litlum stöfum við ör sem vísar á límmiðann á forsíðunni. Þegar örlar á titringi í blaða- og bókabúðum í Bretlandi og hinn umsvifamikli smásöluaðili WH Smith hefur þegar lýst því yfir að hann muni ekki taka tímaritið til sölu. Ekki upplifað meiri sársauka Hirst valdi sjálfur húðflúrlistamanninn Mo Coppoletta til að flúra verkið á Taylor en fiðr- ildið mun vera grænt og svart að lit. Þurfti blómarósin hugdjarfa að setjast í tvígang í stól- inn hjá honum. „Ég stóð í þeirri von að þetta yrði bara notalegt en þegar á hólminn var komið var þetta mesti sársauki sem ég hef upplifað. Ég hélt ég myndi falla í öngvit,“ trúði hún dag- blaðinu New York Post fyrir. Það var þó þess virði en Taylor er hæstánægð með útkomuna. „Þetta er geðveikt. Ég hefði verið galin að taka ekki þátt í þessu verkefni. Ég er með listaverk á sköpum mínum. Engin kona hefur fram að þessu getað sagt að hún hafi alið barn gegnum listaverk eftir Damien Hirst. Það get ég ef ég eignast barn.“ Skemmst er að minnast þess að Hirst var kall- aður sadisti fyrir nokkrum árum þegar hann skóp listaverk úr vængjum þúsunda hitabelt- isfiðrilda. Ekki er ólíklegt að þær raddir geri ó-sköp úr uppákomunni nú. Á umliðnum árum hefur það verið íþrótt að velta fyrir sér hvað sé list og hvað ekki. Vænt- anlega verður þetta nýja sköpunarverk Hirsts ekki til þess fallið að lægja öldur í þeim efnum. Verkið vekur líka spurningar um það hver eigi listaverkið og hvers virði það sé. Alltént er varla hægt að hugsa sér mikið persónulegra listaverk. Auðvitað snertir fiðrildi Hirsts líka húðflúr- menninguna, sem tröllriðið hefur heimsbyggð- inni á undanförnum misserum. Er þetta áleitna verk til marks um að hún sé mettuð? Forsíða fyrsta tölublaðs Garage. Allt er komið í bál og brand. Húðflúr sem skiptir sköpum Enn á ný gengur listamaðurinn Damien Hirst fram af fólki Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Damien Hirst kallar ekki allt ömmu sína í listinni. Reuters Damien Hirst er 46 ára gam- all breskur listamaður sem öðlaðist heimsfrægð á sein- asta áratug liðinnar aldar. Hermt er að hann sé auð- ugasti núlifandi myndlist- armaður heims en eignir hans munu vera metnar á 215 millj- ónir sterlingspunda. Árið 2008 seldist sýning hans, Beautiful Inside My Head For- ever, í heilu lagi fyrir 111 m. punda á uppboði hjá Sothe- by’s. Dauði hefur löngum verið mið- lægur í verkum Hirsts en hann vakti fyrst athygli fyrir verk þar sem dauð dýr komu við sögu, svo sem hákarl, sauðkind og kýr. Varðveitir hann skepnurnar gjarnan í formalíni, jafnvel aflimaðar. Hirst hefur alla tíð verið um- deildur og margoft verið vændur um brot á höfund- arrétti, bæði af listamönnum og blaðamönnum á prenti. Slíkt mál hefur þó aðeins einu sinni endað fyrir dómstólum og lauk því með sátt. Hirst gerði allt vitlaust eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september þegar hann ósk- aði gerendunum til hamingju með vel heppnað verk. Viku síðar baðst hann velvirðingar. Hákarlinn frægi eftir Hirst. Auðugur og umdeildur Miðasala 568 8000 borgarleikhus.is Áskriftar- kortið mitt Kjartan Darri Kristjánsson, nemi

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.