SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Page 17

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Page 17
stundum pirruð. Og fyrir vikið birtist aldrei neitt!“ Hún hallar sér fram á borðið. „En ég hef mikla reynslu af eldgosum, þó að maður þurfi ekki sí- fellt að tala um það. Auðvitað var ömurlegt þegar rokið og myrkrið var mest, en við tókum þá ákvörðun að láta það ekki buga okkur eða hafa neikvæð áhrif á okkur.“ „Við búum á Íslandi!“ segir Magnús með áherslu. „Og við sáum ekki Gamla fjósið, þó að það væri rétt spölkorn frá heimilinu, og þurftum að fara á bíl á milli húsa. En ég bjó í Vest- mannaeyjum þegar Surtseyjargosið var og flúði Vestmannaeyja- gosið. Þegar maður hefur flúið heimili sitt einu sinni út af eldgosi, þá veit maður að allt verður gott á eftir og því hafði þetta ekki eins mikil áhrif á mann.“ – Þess vegna er eldfjallasúpa á matseðlinum? „Já, súpan var líka vinsæl þegar margt fólk var hérna eftir gosið og það varð kveikjan að því að selja hana með nautakjötinu okkar.“ Það sem ég kann að baka Á Hvassafelli eru 65 mjólkandi kýr og 200 ungneyti. „Það er nóg af kjöti,“ segir Eygló. „Og þú getur valið beint úr haganum, eins og þegar þú færð þér humar,“ bætir hún við – í gamni að sjálfsögðu. „Svo erum við með örfáar kindur og hesta,“ segir Magnús. – Ég hjó eftir því að grjónagrautur er á matseðlinum. Er hann ljúffengur? „Ég vona það,“ segir Heiða og hlær. – Hvert sækið þið uppskriftirnar? „Fyrst ætluðum við að vera með heimilismat, grjónagraut og svoleiðis, en svo var eftirspurnin mikil eftir hamborgurum. Enda veit fólk að það fær bara kjöt og engin aukaefni.“ – Hvað um þessar dýrindis kökur? „Þetta er bara það sem ég kann að baka,“ segir Eygló. – Hvar lærðir þú það? „Ekki hjá mömmu sinni,“ skýtur Heiða inn í og hlær. „Ætli það sé ekki mótþrói,“ svarar Eygló. „Börn vilja aldrei vera eins og foreldrarnir. Mamma er svo löt við baksturinn að ég vildi verða góður bakari.“ Stellið á veitingastaðnum og hluti af innréttingunum var keypt á mörkuðum í Belgíu. „Sú sem keypti það fyrir okkur flytur inn gamla muni og selur þá í húsi í Skerjafirðinum, en býr sjálf í Skerja- firðinum. Hún kom hingað í fyrrakvöld og þá með þessa könnu í innflutningsgjöf,“ segir Heiða og bendir á hillu á veglegum skáp á miðju gólfi, sem notaður er undir gamalt og fallegt stell. „Annars teiknaði arkitektastofan ASK fyrir okkur útlínurnar að innréttingunum, Júlía Andersen innanhúshönnuður, en þetta var þó mestmegnis af fingrum fram.“ Og það má búast við sælkeramat um helgar í haust í Gamla fjós- inu. „Við stefnum að því að bjóða fýl um helgar í september og gæs í október,“ segir Magnús. „Ætli við verðum ekki líka með sauðfjár- afurðir, svið og slátur. Við erum að reyna að skera okkur úr og byggja á því sem við stöndum fyrir.“ Landslagið er ægifagurt undir Eyjafjöllum. Gamla fjósið áður er ráðist var í framkvæmdir. 4. september 2011 17 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Fyrsta uppboð vetrarins Listmunauppboð Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu mánudaginn 5. september, kl. 18 í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg Jóhannes S.Kjarval Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag sunnudag kl. 12–17 og mánudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Viðar Einarsson sem er úr Togga- fjölskyldunni í Eyjum og því kall- aður Viðar Togga, kom færandi hendi eftir að Gamla fjósið var opnað með mynd af sér á sviði ásamt John Lennon, forsprakka Bítlanna. Viðar er goðsögn í lifanda lífi, mikill Bítlaaðdáandi og gjörþekkir allt sem þeim tengist. Í tilefni af því létu vinir hans og kunningjar búa til þessa ljósmynd, þar sem honum er bætt inn með Bítlunum. Þegar Viðar sá myndina dáðist hann strax að henni, þó að hann kæmi ekki alveg fyrir sig hvenær hún hefði verið tekin. Svo bætti hann við: „Það eina sem passar ekki er að ég hef aldrei átt svört jakkaföt.“ Viðar, Lennon og Bítlarnir

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.