SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Page 18

SunnudagsMogginn - 04.09.2011, Page 18
18 4. september 2011 Á lfrún Helga Örnólfsdóttir og Saga Sigurðardóttir eru í leik- hópnum Ég og vinir mínir sem setti upp hina bráðskemmti- legu sýningu Verði þér að góðu í vor. Hópurinn er blandaður, bæði skipaður dönsurum og leikurum, og er útkoman kraftmikill línudans milli þessara tveggja heima. Það leggst vel í stelpurnar að taka þráð- inn upp að nýju en verkið er sýnt um helgina og þá næstu í Þjóðleikhúsinu „Ég er búin að sakna verksins í allt sumar. Ég held við séum öll spennt að fara aftur í partýið okkar,“ segir Saga en sýningin fékk góðar viðtökur áhorfenda og þrjár tilnefningar til Grímunnar. „Það kom okkur svo á óvart hvað það var hlegið mikið á frumsýningunni. Við hugsuðum: Gerðum við óvart farsa?“ segir Álfrún en í sýningunni býður hópurinn til samkvæmis og kannar ýmsar partýhliðar mannlegrar hegðunar, allt frá kurteislegu matarboði yfir í tryllta dansgleði á djamminu. Í fæðingu allan æfingatímann „Maður veit ekki í raun hvaða leikrit mað- ur er með í höndunum frá upphafi. Það er að verða til allan æfingatímann,“ segir Álfrún en hópurinn notast við spuna og er að útfæra verkið fram að frumsýningu. Sýningin hefur nú enn tekið breyt- ingum því Álfrún og Saga hafa þurft að víxla hlutverkum. „Þegar við hættum var ég komin rúma átta mánuði á leið,“ segir Álfrún en stúlk- an Kolbrún Helga kom í heiminn þann 4. júlí. Barnsfaðir Álfrúnar, Friðrik Frið- riksson, er einmitt einn úr hópnum og jafnframt leikstjóri sýningarinnar. „Ég er núna komin sjö mánuði á leið og um miðjan september verð ég að komast á níunda mánuðinn eins og Álfrún var í vor. Þetta er auðvitað algjör tilviljun en samt svolítið skemmtilegt. Nú þegar ég fer aftur á svið er Álfrún auðvitað fyrirmyndin mín,“ segir Saga. „Ef við höldum áfram að sýna þetta verðum við að tryggja það að það verði alltaf ólétt leikkona í hópnum,“ grínast Álfrún. „Ég var einmitt að spyrja mig hvort það myndi ekki eitthvað vanta ef það væri ekki ólétt kona í sýningunni,“ segir Saga. „Ég var líka ólétt allt æfingatímabilið þannig að það var alltaf ákveðinn þáttur í verkinu. Það var ekkert verið að fela ástandið heldur talað um það og notað. Ég dansaði alveg á fullu þó ég væri ekki mikið að rúlla mér á maganum. Ég fann mér leið til að gera eins og ég gat,“ segir Álfrún. Frábært að dansa svona lengi „Ég fer í Álfrúnar spor í dansatriðunum. Hún var búin að finna mjög smart leiðir til að komast í gegnum dansatriðin, sem ég fæ að njóta núna. Hún tekur aftur á móti við mínu, sem ég er hætt að þora að gera. Í einni senu brestur ófrísk kona í grát þar sem hún er viðkvæm fyrir í þessu ástandi sínu,“ segir Saga. „Þá náttúrulega gerir ólétta kon- an það,“ botnar Álfrún og heldur áfram: „Mér fannst frábært að geta verið á sviðinu svona lengi í óléttunni. Þetta er oft vandamál að leikkonur þurfa að stíga út úr sínum hlut- verkum af því það hentar ekki alltaf leikhús- inu að vera með kasólétta leikkonu.“ Saga samsinnir. „Mér finnst sömuleiðis frábært að fá að halda mínu striki með hópnum og að við getum gert þetta áfram saman.“ En gætu hlutirnir verið öðruvísi al- mennt í leikhúsinu eða dansheiminum? „Það gefur ákveðinn karakter eða dýpt í verkið að hafa kasólétta konu í því,“ segir Álfrún. „Ég held að fólki finnist gaman að sjá manneskju í þessu ástandi uppi á sviði. Af því maður sér þetta ekki svo oft þá voru sumir sem héldu að ég væri með gervi- bumbu! En ef þú ert með skrifað verk þá passar það ekki alltaf inní en kannski mætti hugsa stundum útí það að láta það ekki stoppa sig ef leikkona eða dansari er barnshafandi heldur finna leiðir til að láta þetta ganga upp.“ Álfrún útskýrir að þó sumar konur lendi í því að veikjast á meðgöngu séu barnshaf- andi konur oftar en ekki „heilbrigðar og geta unnið og fá jafnvel einhvern auka- kraft. Það er oft styttra í tilfinningarnar og maður er aðeins öðruvísi. Það getur verið áhugaverð orka sem er skemmtilegt að nýta og sjá á sviði. Mér finnst óléttar kon- ur líka alltaf svo fallegar, þær hafa eitthvað við sig.“ Alþjóðleg vandræðaheit Sýningin í kvöld, laugardagskvöld, verður flutt á ensku. „Það er auka-áskorun en ég hlakka mjög til að hoppa aftur inn í þetta,“ segir Álfrún. Þær segja að sýningin færist Ekkert að fela Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Saga Sigurð- ardóttir bjóða til samkvæmis í Verði þér að góðu, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Þær hafa þurft að víxla hlutverkum frá í vor en þá var Álfrún kasólétt. Hún er nú með tveggja mán- aða stúlku en Saga er komin sjö mánuði á leið og fetar í dansspor vinkonu sinnar. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is ’ Ég held að fólki finn- ist gaman að sjá manneskju í þessu ástandi uppi á sviði. Af því maður sér þetta ekki svo oft þá voru sumir sem héldu að ég væri með gervibumbu. 

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.