SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Síða 4
4 30. október 2011
Mannkyn er nú við það að fylla sjö milljarða. Í nokkr-
um fjölmennustu ríkjum heims hefur fjölguninni fylgt
ójafnvægi í fæðingum mey- og sveinbarna. Náttúran
hefur séð til þess að þegar allt er eðlilegt fæðast
104 til 106 strákar á móti hverjum 100 stúlkum. Á
Indlandi og í Víetnam er hlutfallið hins vegar 112
sveinbörn á móti hverjum 100 meybörnum og í Kína
120 sveinbörn á móti hverjum 100 meybörnum.
Þetta ójafnvægi hefur rutt sér til rúms víðar og er
áberandi í Aserbaídsjan, Georgíu og Armeníu þar
sem hlutfallið er 115 á móti 100.
Nóbelshagfræðingurinn Amartya Sen vakti fyrst
athygli á þessum vanda í grein, sem hét „100 millj-
óna kvenna er saknað“, árið 1990. Nú er talið að
misræmið sé nær því að vera 160 milljónir kvenna.
Hér er um að ræða samfélög þar sem hefð er fyrir
því að vilja frekar syni en dætur. Nú býður tæknin upp
á kyngreiningu í móðurkviði. Samkvæmt rannsókn,
sem birtist í breska læknatímaritinu Lancet er um
hálfri milljón meybarnafóstra eytt árlega á Indlandi.
Deilt er um hvaða afleiðingar þetta geti haft.
Stjórnmálafræðingarnir Valerie Hudson og Andrea
den Boer spáðu því fyrir nokkrum árum að Asíuríki
með of mörgum körlum gætu ógnað öryggi Vest-
urlanda. Maria Hvistendahl, blaðamaður tímaritsins
Science, skrifaði nýlega grein undir heitinu „Ónátt-
úrulegt val“ þar sem hún sagði að ótti við stríð af
þessum sökum væri óþarfur, en sögulega væru
„þjóðfélög þar sem karlmenn eru talsvert fleiri en
konur ekki geðslegir staðir til að búa á. Þau eru oft
óstöðug. Stundum eru þau ofbeldisfull.“ Hún bendir
á að bæði leiðtogar Kína og Indlands hafi rætt um
hættuna sem ójafnvægi milli kynjanna hafi í för með
sér fyrir félagslegan stöðugleika.
Of margir karlar uppskrift að óstöðuleika?
Læknar taka á móti barni í Kína, fjölmennasta ríki
heims. Íbúafjöldinn er 3,4 milljarðar. Þar fæðast 120
sveinbörn á móti hverjum 100 meybörnum.
Reuters
S
jömilljarðasti jarð-
arbúinn mun að því er
talið er fæðast á morg-
un, 31. október. Ekki
er vitað hvar þetta barn mun
fæðast. Kannski á Indlandi þar
sem 51 barn fæðist á mínútu,
en tæplega á Íslandi þar sem
fæðist barn á tæplega tveggja
tíma fresti.
Talið er að jarðarbúar hafi
verið um fimm milljónir fyrir
10.000 árum og eitthvað í
kringum 200 milljónir þegar
Kristur fæddist. Mannkyn náði
ekki milljarði fyrr en upp úr
aldamótunum 1800 og tveimur
milljörðum rúmri öld síðar. Nú
er svo komið að mannkyni
fjölgar um milljarð á 12 til 13
ára fresti.
Árlega fjölgar mannkyni um
80 milljónir um þessar mundir.
Það samsvarar íbúum Þýska-
lands, Víetnams og Eþíópíu
samanlagt eða 250földum íbúa-
fjölda Íslands.
Elizbeth Kolbert segir í grein
í tímaritinu The New Yorker að
svo mikil fjölgun sé óvenjuleg,
svo ekki sé meira sagt, hjá
stórum spendýrum, sem fjölgi
sér hægt. Hún vitnar í Edward
O. Wilson líffræðing, sem sagði
að „mynstur fjölgunar mann-
kyns“ á tuttugustu öld minni
„meira á bakteríur en prí-
mata“.
Árið 1798 spáði Thomas Mal-
thus að því mannkynið myndi
brátt hætta að geta brauðfætt
sig vegna þess að það fjölgaði
sér svo hratt. Því myndi fylgja
mikil hungursneyð og fólks-
fækkun.
Malthus reyndist ekki sann-
spár. Hann sá til dæmis ekki
fyrir þær framfarir, sem urðu í
landbúnaði og matvælafram-
leiðslu samhliða iðnbylting-
unni. Um miðja síðustu öld
varð bylting í landbúnaði. Á
milli 1950 og 1990 jókst upp-
skera á korni um tvo hundr-
aðshluta á ári. Nú segja menn
að annarrar slíkrar byltingar sé
þörf eigi framleiðsla að halda í
við fólksfjölgun.
Kenning Malthusar kom
fram nokkrum árum áður en
mannkynið fyllti milljarðinn og
nú eru jarðarbúar að verða sjö-
falt fleiri.
Nú eru menn þó farnir að
velta fyrir sér hvort Malthus
hafi haft rétt fyrir sér að því
leyti að jörðin beri aðeins tak-
markaðan mannfjölda, honum
hafi aðeins skeikað um nokkrar
aldir. Samtökin Global Footpr-
int Network reiknuðu út í
september að mannkynið
myndi þurfa á annarri plánetu
að halda til þess að fullnægja
þörfum sínum og taka við úr-
gangi sínum. Það tæki jörðina
nú 18 mánuði að endurnýja
þær auðlindir, sem mannkyn
notaði árlega.
Samtökin telja sérstaka
ástæðu til að hafa áhyggjur af
vatnsbúskapnum. Samkvæmt
greiningu þeirra vofir yfir
vatnsskortur og má búast við
að árið 2030 verði framboð á
vatni 40% minna en eft-
irspurnin.
Í nýrri skýrslu frá Sameinuðu
þjóðunum segir að búast megi
við að íbúar jarðar verði orðnir
að minnsta kosti 10 milljarðar
árið 2100. Á undanförnum 60
árum hefur frjósemi minnkað
úr sex börnum á hverja konu í
2,5 börn. Samkvæmt skýrsl-
unni þarf ekki að verða nema
smávægileg hækkun á fæðing-
artíðninni til þess að mannkyn
nái 15 milljörðum um næstu
aldamót.
Líkari bakteríum en prímötum
Mannkyni fjölgar sem aldrei fyrr, álag á jörðu eykst
og á morgun munu jarðarbúar ná sjö milljörðum
Það tók rétt rúma öld fyrir
íbúa jarðar að ná tveimur
milljörðum eftir að fyrsti
milljarðurinn náðist 1804.
Frá 1960 hefur fjöldi
jarðarbúa tvöfaldast.
Samkvæmt nýlegum tölum
fjölgar jarðarbúum um 80
milljónir árlega og
samkvæmt því bætist við
sem samsvarar öllum íbúum
Bandaríkjanna á fjögurra
ára fresti.
Vaxandi fólksfjöldi í heiminum
Sjö milljarðar jarðarbúa
í milljörðum
Árin 0-2150
0
2
4
6
8
10
0 1000 2000
Fólksfjöldi í heiminum
*Byggt á mati SÞ
2
4
6
8
10 Árin 1750-2050
Fólksfjöldi í heiminum
í milljörðum
Árleg breyting á fólksfjölda
í milljörðum
0
20
40
60
80
100
1800 1850 19501900 2000 20501750
1
2
3
4
5
6
7
8
9
1804 1927
123
1959
32
1974
15
1987
13
1998
11
2011
13
2025
14
2043
18Árafjöldi eftir milljarðinn á undan
Árið sem næsti milljarður náðist*
Mat frá því fyrir skráningu
frá miðri 20. öld
Hæsta gildi
Miðgildi
Lægsta gildi
Fólksfjöldaspár
milljarðar
5
10
15
20
2010 2100
2050
Íbúafjöldi ef öllum markmiðum,
sem SÞ hafa samþykkt, er framfylgt.
Íbúafjöldi ef fólksfjöldamarkmið bregðast
10,6
ma.
8,1
ma.
Heimildir: Manntal Bandaríkjanna, Sameinuðu þjóðirnar, Socioeconomic Data and Applications Center, Populaitonaction.org Grafík: Brice Hall/RNGS
2000
<2
0
2 - <5
5 - <15
15 - <15
100 - <1,000
1000+
Íbúar á
ferkílómetra
Þéttleiki byggðar
10
20
30
40
50
1950 21002000
Afríka
Asía
Rómanska Ameríka
og Karibíska hafið
Evrópa
Norður-Ameríka
Eyjaálfa
Fæðingar á hverja 1.000 manns
Miðgildi matsins
Frjósemistölfræði
Vikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Elica háfar