SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Qupperneq 8

SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Qupperneq 8
8 30. október 2011 O furstinn Muammar Gaddafi réði ríkjum í Líbíu í 42 ár. Hann rændi völd- um í landinu árið 1969 án þess að úthella neinu blóði en féll síðan í blóðugu borgarastríði núna fyrir skömmu. Gaddafi varð fyrir áhrifum af arabískri þjóðernishyggju og niðurlægjandi ósigur arabaríkj- anna í sex daga stríðinu við Ísrael árið 1967 varð til þess að hann og fleiri foringjar í hern- um fóru að undirbúa valdarán- ið. Þegar konungur Líbíu gekkst undir aðgerð á sjúkra- húsi í Tyrklandi rændu þeir völdum. Í byrjun vildi Gaddafi leggja sitt af mörkum til að sameina araba og sigra Ísr- aelsmenn. Hann var mjög hændur að forseta Egypta- lands, Gamal Abdel Nasser, og lagði til sameiningu ríkjanna. Í byrjun átti hann ágætt sam- starf við Anwar Sadat sem tók við af Nasser árið 1970 en brátt snerist vinátta þeirra upp í andstæðu sína. Áhrifamönnum í Líbíu sem voru andstæðingar sameiningu landsins við Egyptaland reyndu valdarán en með aðstoð egypsku leyniþjón- ustunnar náði Gaddafi að brjóta þau áform á bak aftur og hélt hann eftir það völdunum að mestu í eigin höndum eða fjölskyldu sinnar og nánustu vina. Sameiningaráform ríkjanna urðu aldrei að veruleika og á skömmum tíma breyttist vin- skapur þeirra í slíkan óvinskap að til átaka kom á milli herja þeirra og nokkur hundruð manns féllu árið 1977 í nokk- urra daga stríði. Hann hataðist svo heitt út í Sadat að þegar hann var skotinn til bana af lífvörðum sínum þá gaf Gad- dafi landsmönnum sínum frí til að geta fagnað og gerði daginn að opinberum þjóðhátíðardegi. Hann varð snemma óvin- sæll á Vesturlöndum enda hrakti hann Ítali á brott úr landi sínu árið 1970 og sýndi stuðning sinn við palestínska hryðjuverkamenn í verki. Hann lagði múslimum í Chad og í Súdan mikið lið í baráttu þeirra við kristna andstæðinga sína og varð náinn vinur Idi Amin. Hann studdi fjárhagslega andvestrænar og andkapítal- ískar hreyfingar úti um allan heim. Meðal annars naut Rauði herinn aðstoðar hans og írski lýðveldisherinn. Hann sóttist eftir að komast yfir kjarn- orkuvopn og framleiddi þó- nokkuð af eiturefnavopnum. Líbískir leyniþjónustumenn stóðu að sprengjuárás á diskó- tek í Vestur-Berlín árið 1986 sem var vinsælt á meðal bandarískra hermanna. Þáver- andi forseti Bandaríkjanna hefndi árásarinnar með loft- árásum á Trípólí og Benghazi. Óvinsældir hans á Vest- urlöndum náðu líklegast há- marki árið 1988 þegar leyni- þjónustumenn hans sprengdu í loft upp farþegaþotu Pan Am yfir Lockerbie í Skotlandi og létust um 270 borgarar. Við- skiptabann var sett á Líbíu. En við fall Sovétríkjanna fór Gad- dafi að reyna að mýkja ímynd sína á Vesturlöndum. Gaddafi lét á endanum þá leyniþjón- ustumenn sem stóðu að Loc- kerbie-hryðjuverkinu í hendur skosks dómstóls sem settur var upp í Hollandi. Stjórn Líbíu greiddi fórnarlömbunum skaðabætur og viðskiptabann- inu var aflétt af Líbíu árið 2001. Þá byrjaði hægt tímabil nokkurrar þíðu í samskiptum Líbíu við Vesturlönd. Árið 2004 hitti Gaddafí forsætisráð- herra Bretlands, Tony Blair. Næstu árin var einsog þessi fyrrum alræmdi leiðtogi Líbíu væri tekinn í sátt. Utanrík- isráðherra Bandaríkjanna hitti hann og helstu leiðtogar Evr- ópuríkjanna og Evrópusam- bandsins. Berlusconi lýsti hon- um sem vini sínum. Árið 2009 hitti síðan forseti Bandaríkj- anna, Barack Obama,hann og tók í höndina á honum. Þá var margur farinn að halda að nú væri búið að breyta þessum aldagamla stuðningsmanni hryðjuverka í vin Vesturlanda. En á örskömmum tíma breyttist það og Vesturlönd studdu við bakið á þeim sem hófu uppreisn gegn honum núna í ár. Þeir enduðu á því að drepa Gaddafí með villimanns- legum hætti og draga blóðugt lík hans um götur Sirte. Nú er hætt við að sumum þessara leiðtoga þyki óþægilegt að þessar ljósmyndir séu til af þeim með Gaddafí. Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, heilsar Gaddafí fyrir kvöldverð á G8 fundi árið 2009. REUTERS Óvinur Vesturlanda Vikuspegill Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu, Javier Solana, hitti Gad- dafí í bedúína tjaldi í Brussel árið 2004. Reuters Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, lýsti Gaddafí sem vini sínum. Þessi mynd er frá fundi þeirra árið 2009. Reuters Forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, hitti Gaddafí árið 2004. Reuters Hér er Gaddafí að spjalla við forseta Evrópusambandsins, Romano Prodi, árið 2004 þarsem hann tilkynnti að Líbía hefði einsett sér að gegna lykilhlutverki í því að koma á friði í heiminum.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.